Enski boltinn

Higuain fyrir Fabregas?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas í leik með Arsenal.
Cesc Fabregas í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Spænska blaðið Marca heldur því fram í dag að Arsenal sé reiðubúið að selja Cesc Fabregas til Real Madrid ef félagið fær Argentínumanninn Gonzalo Higuain í staðinn.

Marca hefur þetta eftir ónefndum heimildum sínum. Blaðið segir enn fremur að félagið sé frekar reiðubúið að bjóða Arsenal Rafael van der Vaart í skiptum þar sem Higuain sé tíu milljónum evrum dýrari en Fabregas að mati félagsins.

Fabregas hefur einnig verið sterklega orðaður við Barcelona á undanförnum mánuðum en hann er samningsbundinn Arsenal til loka tímabilsins 2014.

Báðir hafa sagt að þeir séu ánægðir þar sem þeir eru og hafi ekki í hyggju að fara annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×