Enski boltinn

Ben Arfa kostar 45 milljónir evra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hatem Ben Arfa í leik með Marseille.
Hatem Ben Arfa í leik með Marseille. Nordic Photos / AFP
Manchester United hefur fengið þau skilaboð að Hatem Ben Arfa, leikmaður Marseille í Frakklandi, kosti 45 milljónir evra.

Ben Arfa er 22 ára gamall miðvallarleikmaður og hefur einnig verið sterklega orðaður við Real Madrid. Hann kom til Marseille frá Lyon fyrir níu milljónir punda fyrir átján mánuðum síðan.

„Ef félög eins og Manchester United og Real Madrid myndu bjóða okkur 45 milljónir evra myndum við þurfa að íhuga það vel og vandlega. Ég á ekki von á því að það gerist en markaðurinn er opinn til loka mánaðarins," sagði forseti Marseille í frönskum fjölmiðlum.

Það er The Sun sem greinir frá þessu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×