Enski boltinn

Mancini vill fá Kjær til City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Simon Kjær, til vinstri, í leik með Palermo.
Simon Kjær, til vinstri, í leik með Palermo. Nordic Photos / AFP
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, er í enskum fjölmiðlum í dag sagður vilja fá danska varnarmanninn Simon Kjær til liðs við félagið en hann er á mála hjá Palermo.

Kjær er tvítugur Dani sem fór til Palermo frá Midtjylland fyrir fjórar milljónir evra sumarið 2008. Hann skrifaði undir fimm ára samning og hefur síðan þá spilað 45 leiki fyrir félagið og skorað í þeim fimm mörk.

Hann lék sinn fyrsta A-landsleik með Dönum í febrúar í fyrra og hefur verið orðaður við mörg sterkustu lið ítölsku úrvalsdeildarinnar.

The Sun greinir frá því í dag að Mancini hafi áhuga á því að fá Kjær í raðir Manchester City og að hann muni þurfa að greiða átján milljónir punda fyrir hann.

Það ætti þó ekki að vera vandamál þar sem eigandi City mun hafa gefið Mancini 100 milljónir punda til að eyða í leikmenn nú í janúarmánuði.

Talið er næsta víst að Patrick Vieira muni ganga til liðs við City á allra næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×