Enski boltinn

Þjálfari Kára sparar ekki hrósið á heimasíðu félagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason í landsleik á móti Norður-Írum.
Kári Árnason í landsleik á móti Norður-Írum. Mynd/GettyImages
„Ég er mjög ánægður og þetta er góður dagur fyrir félagið," sagði Paul Mariner stjóri Plymouth Argyle eftir að Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við félagið í dag. Mariner hefur látið Kára spila sem miðvörð á tímabilinu með góðum árangri.

„Arnie er búinn að vera í aðalhlutverki í uppgangi liðsins. Hann hefur tekið að sér leiðtogahlutverk hjá okkur og hefur jafnframt aðlagast fljótt að nýrri stöðu. Ég sé hann samt líka spila á miðjunni í framtíðinni," sagði Mariner.

„Það er fullt af jákvæðum hlutum sem hægt er að segja um Arnie og hann er algjör draumaleikmaður fyrir hvaða stjóra sem er. Hann getur ekki beðið eftir því að komast á æfingu, tekur vel eftir öllu sem er í gangi og er staðráðinn í að verða betri," segir Mariner og sparaði ekki hrósið á Kára á heimasíðu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×