Enski boltinn

Benitez: Lykilatriði að komast í Meistaradeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres, leikmaður Liverpool.
Fernando Torres, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / AFP
Rafa Benitez hefur viðurkennt að það sé algjört lykilatriði að komast í Meistaradeildina til að halda leikmönnum eins og Fernando Torres hjá félaginu.

Liverpool féll úr leik í Meistaradeildinni í haust og hefur einnig valdið vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar en liðið hafur þegar tapað sjö leikjum á tímabilinu.

„Það er algjört lykilatriði að komast aftur í Meistaradeildina til að halda öllum hópnum saman," sagði Benitez við enska fjölmiðla.

Benitez var svo spurður hvort að félagið væri reiðubúið að selja Torres ef tilboð upp á 100 milljónir punda myndi berast í hann.

„Eins og er þurfum við að gera allt það sem er félaginu fyrir bestu," sagði hann. „Og það besta sem hægt er að gera er að bæta leikmannahópinn."

En þegar Benitez var aftur krafinn svara við spurningunni sagði hann: „Við myndum þurfa að ræða málin og ákvaða hvað væri félaginu fyrir bestu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×