Enski boltinn

Irvine að taka við Sheffield Wednesday

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alan Irvine er nýráðinn stjóri Sheffield Wednesday.
Alan Irvine er nýráðinn stjóri Sheffield Wednesday. Nordic Photos / Getty Images
Talið er líklegt að Alan Irvine muni taka við starfi knattspyrnustjóra hjá enska B-deildarfélaginu Sheffield Wednesday. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Irvine var rekinn frá Preston skömmu fyrir jól og tekur við starfinu hjá Wednesday af Brian Laws sem hætti einnig í desember síðastliðnum.

Þó nokkrir voru orðaðir við starfið hjá Wednesday, allra helst Darren Ferguson og Nigel Worthington, landsliðsþjálfari Norður-Íra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×