Fleiri fréttir

Enska úrvalsdeildin minnist Robson í fyrstu umferðinni

Áhorfendur á fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi munu virða minningu Bobby Robson með einnar mínútu þögn fyrir alla leikina. Enski boltinn hefst um helgina með góðgerðaskildinum og leikjum í ensku 1. deildinni og mun sami háttur vera hafður á fyrir þá leiki.

Toure: City verður óstöðvandi

Kolo Toure er búinn að koma sér vel fyrir hjá Manchester City eftir 16 milljón punda félagsskipti hans frá Arsenal á dögunum og varnarmaðurinn telur að City geti orðið óstöðvandi áður en langt um líður.

Sinclair kominn til Wigan á lánssamningi

Framherjinn ungi Scott Sinclair hefur fengið grænt ljós á að ganga í raðir Wigan frá Chelsea á lánssamningi út komandi leiktíð en leikmaðurinn var á láni hjá Birmingham á seinni helmingi síðasta tímabils.

Coyle: Fernando er mjög spennandi leikmaður

Nýliðar Burnley í ensku úrvalsdeildinni hafa tryggt sér þjónustu vængmannsins Fernando Guerrero á láni út komandi leiktíð frá Independiente del Valle í Ekvador.

Portsmouth beinir athyglinni að Viduka

Stjórnarformaðurinn Peter Storrie hjá Portsmouth viðurkennir að félagið hafi hug á því að fá Ástralann Mark Viduka sem er með lausan samning hjá Newcastle en segir aftur á móti ólíklegt að Amr Zaki komi til félagsins á láni.

Hull loksins að krækja í framherja

Það hefur vægast sagt illa hefur gengið á leikmannamarkaðnum í sumar hjá knattspyrnustjóranum Phil Brown og félögum í Hull en nú í dag er útlit fyrir að tveir leikmenn séu komnir til félagsins.

Bassong nálgast Tottenham

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er varnarmaðurinn Sebastien Bassong hjá Newcastle nálægt því að ganga í raðir Tottenham en Harry Redknapp knattspyrnustjóri Lundúnafélagsins lýsti yfir áhuga á leikmanninum á dögunum.

Ferguson er mjög ánægður með Antonio Valencia

Sir Alex Ferguson er afar sáttur með innkomu Antonio Valencia í lið Manchester United og það lítur út fyrir að Valencia gæti verið að fylla í skarðið á hægri vængnum sem Cristiano Ronaldo skildi eftir sig þegar hann fór til Real Madrid.

Drogba framlengdi við Chelsea: Það geta allir skipt um skoðun

Didier Drogba er búinn að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við Chelsea en það er ekki mjög langt síðan sem að það leit út fyrir að þessi 31 árs gamli landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar væri á leiðinni í burtu af Brúnni.

Cesc Fábregas: Arsenal er á erfiðum tímapunkti

Cesc Fábregas, fyrirliði Arsenal, viðurkennir að það muni reyna mikið á liðið í ensku úrvalsdeildinni í vetur eftir að liðið seldi lykilmennina Emmanuel Adebayor og Kolo Touré til Manchester City.

Benitez: Aquilani mun heilla stuðningsmenn Liverpool

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er sannfærður um að nýi miðjumaður liðsins, Alberto Aquilani muni heilla stuðningsmenn félagsins en hann var keyptur í staðinn fyrir Xabi Alonso sem Liverpool seldi til Real Madrid.

Darren Bent loks genginn í raðir Sunderland

Framherjinn Darren Bent fékk grænt ljós á félagsskipti sín frá Tottenham til Sunderland í dag eftir nokkuð þóf síðustu vikur. Kaupverðið er 10 milljónir punda en inni í kaupverðinu eru ýmsar klausur sem geta hækkað verðið talsvert.

Drogba að framlengja samning sinn við Chelsea

Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea mun skrifa undir nýjan samning við félagið í dag en um er að ræða tveggja ára framlengingu á núverandi samningi hans sem átti að renna út næsta sumar.

Neill í viðræðum við Sunderland

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er Ástralinn Lucas Neill í viðræðum við Sunderland en leikmaðurinn er samningslaus hjá West Ham.

Ferguson býst ekki við Liverpool keppi við United um titilinn

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er ekki á því að sala Liverpool á Xabi Alonso til Real Madrid hafi mikil áhrif á Liverpool-liðið en hann er enga að síður búinn að afskrifa titilvonir erkifjendanna úr Bítlaborginni.

Ballack verður með á sunnudag

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur staðfest að þýski miðjumaðurinn Michael Ballack verði klár í slaginn á sunnudag þegar liðið mætir Manchester United í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn.

Guðjón stýrði Crewe til sigurs á Birmingham

Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í Crewe Alexandra unnu flottan sigur á úrvalsdeildarliði Birmingham í kvöld 4-1. Þetta var síðasti æfingaleikur Crewe fyrir komandi tímabil í ensku 3. deildinni.

Aquilani á að fylla skarð Alonso

Alberto Aquilani, miðjumaður Roma, er talinn líklegur til að verða keyptur til Liverpool eftir að enska liðið samþykkti tilboð Real Madrid í Xabi Alonso. Síðustu vikur hefur Liverpool lagt jarðveginn fyrir Aquilani og viðræður við ítalska félagið staðið yfir.

Wenger: Of hár verðmiði á Chamakh

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist ekki ætla að hækka tilboð sitt í Marouane Chamakh. Arsenal vill fá þennan sóknarmann Bordeaux en franska félagið hefur sett of háan verðmiða á hann að mati Wengers.

Sir Bobby Robson fyrirgaf ekki Dennis Wise

The Sun birtir í dag á vefsíðu sinni grein frá Bob Harris rithöfundi. Harris lýsir þar samtali sínu við Sir Bobby Robson, nokkrum vikum áður en hann lést en þeir Harris og Robson voru góðir vinir.

Liverpool og Real Madrid á eftir Steven Defour

Belgíski miðjumaðurinn Steven Defour, fyrirliði Standard Liege, er á óskalista Liverpool en þetta hefur umboðsmaður leikmannsins staðfest. Spænska stórliðið Real Madrid hefur einnig áhuga á Defour.

Lescott vill fara frá Everton

Joleon Lescott, varnarmaður Everton, hefur tjáð forráðamönnum félagsins að hann vilji yfirgefa það. Frá þessu greinir BBC en Lescott er á óskalista Manchester City sem hefur tvívegis gert tilboð í leikmanninn en þeim var hafnað.

UEFA óttast að mörg ensk félög geti farið á hausinn

Knattspyrnusamband Evrópu, hefur áhyggjur af eyðslu margra félaga í ensku úrvalsdeildinni og óttast að mörg þeirra muni ekki ráða við útgjöldin enda hafa mörg lið sett mikinn pening í að reyna að styrkja leikmannahópa sína.

John Hartson er ekki lengur í lífshættu

John Hartson er ekki lengur í lífshættu eftir að hafa gengið í gegnum heilauppskurð á sjúkrahúsi í Swansea í Wales en hann hefur barist fyrir lífi sínu undanfarnar vikur eftir að hafa greinst með krabbamein.

Liverpool mun ekki lækka verðið á Alonso - kostar 30 milljónir

Xabi Alonso er mættur með Liverpool í æfingaferð til Noregs og það lítur út fyrir það að Real Madrid ætli ekki að ná að kaupa spænska landsliðsmanninn. Liverpool vill frá 30 milljónir punda fyrir hann og er ekki tilbúið að lækka verðið.

Arsenal búið að losa sig við Senderos - á leið til Everton

Philippe Senderos er á leiðinni til Everton í ensku úrvalsdeildinni en svissneski miðvörðurinn er ekki inn í framtíðarplönum Arsene Wenger, stjóra Arsenal þótt að hann sé nýbúinn að selja miðvörðinn Kolo Toure til Manchester City.

Di Santo og Kalinic til Blackburn

Blackburn Rovers styrkti leikmannahóp sinn í dag með því að fá argentínska sóknarmanninn Franco Di Santo og króatíska landsliðsmanninn Nikola Kalinic.

Darren Bent á leið til Sunderland

Samkvæmt heimildum BBC er Darren Bent aðeins hársbreidd frá því að verða leikmaður Sunderland. Talið er að Sunderland greiði Tottenham 14 milljónir punda fyrir þjónustu leikmannsins.

Fabian Delph til Aston Villa

Hinn nítján ára Fabian Delph er á leið til Aston Villa frá Leeds. Þessi efnilegi leikmaður var eftirsóttur og var meðal annars orðaður við Manchester City og Everton.

Ancelotti: Að búa til fótboltalið er eins og að búa til ost

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea segir margt líkt með því að stýra bestu félagsliðum í heimi og framleiða ost á fjölskyldubóndabænum í æsku. Ancelotti hefur nefnilega nýtt sér reynsluna úr sveitinni, þegar hann var ungur, á ferli sínum sem knattspyrnuþjálfari.

Wenger er ekkert viss um að nota Wilshere mikið á tímabilinu

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar að passa upp á hinn 17 ára gamla Jack Wilshere sem skoraði tvö mörk í 3-0 sigri liðsins á skosku meisturunum í Rangers í gær. Wilshere lék mjög vel í leiknum en hann þykir einn allra efnilegasti knattspyrnumaður Englands.

Liverpool og Real Madrid eru að tala saman um Xabi Alonso

Spænskir miðlar greina frá því í morgun að viðræður séu í gangi milli Liverpool og Real Madrid um kaup spænska liðsins á Xabi Alonso frá Liverpool. Fulltrúar beggja liða hittust í Barcelona í gær og ræddu kaupin samkvæmt heimildum spænsku blaðanna AS og Marca.

Liverpool steinlá gegn Espanyol

Spænska félagið Espanyol opnaði nýjan leikvang með stæl í gærkvöld með 3-0 sigri gegn Liverpool í æfingarleik. Luis Garcia Fernandez opnaði markareikninginn fyrir heimamenn á 19. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik en Steven Gerrard var í tvígang nálægt því að jafna leikinn fyrir gestina.

Valsmenn eru að vinna KR-inga 1-0 í hálfleik

Það er fátt sem hefur glatt augað í fyrri hálfleik í leik Vals og KR í átta-liða úrslitum VISA-bikars karla á Vodafonevellinum en Valsmenn leiða leikinn 1-0 með marki Bjarna Ólafs Eiríkssonar.

Sjá næstu 50 fréttir