Fleiri fréttir

Alfreð: Hún er hérna til að skora

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss var svekktur með úrslitin á móti Þrótti er liðin skildu jöfn, 2-2, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Hann er þó ánægður með frammistöðuna, sérstaklega hjá hinni bandarísku Brennu Lovera.

Mikkelsen: Erfitt andlega að fara frá Breiðabliki

Daninn Thomas Mikkelsen var í kvöld að spila sinn síðasta leik í treyju Breiðabliks er liðið vann 3-1 sigur á Stjörnunni í Garðabæ. Mikkelsen hefur leikið með félaginu frá 2018.

Þeir voru í bölvuðum vandræðum í fyrri hálfleik

Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Stúkunni fóru yfir uppspil KA er liðið gerði 2-2 jafntefli við Víking í Pepsi Max deild karla um helgina. Þó Akureyringar hafi jafnað metin undir lokin voru þeir í stökustu vandræðum framan af leik.

Kórdrengir sækja að Eyjamönnum

Kórdrengir unnu 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík í síðari leik kvöldsins í Lengjudeild karla í fótbolta. Allt stefnir í harða baráttu þeirra við ÍBV um sæti í Pepsi Max-deild karla að ári.

Fram og Grótta með sigra í Lengjudeildinni

Fram og Grótta unnu góða sigra í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Framarar unnu 2-0 heimasigur gegn tíu leikmönnum Fjölnis og Grótta vann 2-1 þegar að Selfyssingar kíktu í heimsókn.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍA 4-0 | Skínandi fyrri hálfleikur Stjörnunnar tryggði þeim stigin þrjú

Stjarnan svaraði fyrir sig eftir þrjá tapleiki í röð með góðum sigri á botnliði ÍA. Skínandi fyrri hálfeikur lagði grunninn af góðum 4-0 sigri Stjörnunnar.Eggert Aron Guðmundsson gerði fyrsta mark leiksins snemma leiks. Tveir þrumufleygar frá Hilmari Árna og Magnus Anbo Clausen fylgdu síðan í kjölfarið og því staðan 3-0 í hálfleik. Stjarnan vann að lokum verðskuldaðan 4-0 sigur.

Leikirnir á Íslandi gerast ekki mikið stærri

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði sigurmark Vals í leiknum mikilvæga gegn KR í kvöld en hann er nýlega byrjaður að spila með liðinu eftir erfið meiðsli. Hann var að vonum sáttur í leikslok.

Ólafur: Ég er mjög pirraður

Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok.

Hallgrímur um Hendrickx: Hann verður bara að svara fyrir það

Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, var sáttur við að lið hans hafi náð að hirða öll þrjú stigin á Greifavellinum í dag þegar Keflvíkingar komu í heimsókn. Hann var sæmilega sáttur við spilamennskuna en aðallega að hafa náð sigrinum.

Sjá næstu 50 fréttir