Fleiri fréttir

Öðrum Lengjudeildarleik frestað vegna smits

Leik Kórdrengja og Aftureldingar í Lengjudeild karla í fótbolta hefur verið frestað öðru sinni vegna smits í röðum Kórdrengja. Þetta er annar leikurinn á tveimur dögum sem fresta þarf í deildinni.

Öruggir sigrar ÍBV og Þórs

Tveir leikir voru á dagskrá í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. ÍBV og Þór unnu þar bæði örugga heimasigra.

KR fær leik­mann frá Val á láni

Bergdís Fanney Einarsdóttir hefur verið lánuð frá toppliði Vals í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu til KR, toppliðs Lengjudeildarinnar. Mun hún klára tímabilið með KR sem reynir nú að tryggja sér sæti í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð.

Leiðin lengri en Davíð Þór hafði vonað

Davíð Þór Viðarsson, annar af þjálfurum FH, var nokkuð brattur er hann ræddi við Vísi eftir 0-2 tap sinna manna gegn Rosenborg í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn var nokkuð jafn en gestirnir refsuðu heimamönnum fyrir að nýta ekki færin sín í leiknum.

Öruggur sigur Fjölnismanna

Fjölnir tók á móti Þrótti R. í Lengjudeild Karla í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn unnu öruggan 3-1 sigur og lyfta sér í það minnsta tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar. 

Celtic sækir liðsstyrk frá Akureyri

María Catharina Ólafsdóttir Gros, leikmaður Þórs/KA, er gengin til liðs við skoska úrvalsdeildarfélagið Celtic frá Glasgow. María skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Frá í allt að hálft ár

Anna Rakel Pétursdóttir, leikmaður Vals í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, er á leið í aðgerð og verður frá út árið.

KR áfram á toppnum - loks vann Augnablik

11. umferð fór fram í Lengjudeild kvenna í fótbolta í kvöld. Toppliðin þrjú í deildinni unnu öll og þá vann botnlið Augnabliks sinn fyrsta sigur síðan í fyrstu umferð.

Sjö marka sveifla milli leikja

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu stórsigur á ÍBV er liðin mættust á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur 7-2 sem þýðir að um sjö marka sveiflu er að ræða frá fyrri leik liðanna sem ÍBV vann 4-2 í Vestmannaeyjum.

Umfjöllun og viðtöl: Kefla­vík - Stjarnan 1-2| Arna Dís tryggði Stjörnunni stigin þrjú

Stjarnan eru komnar aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð. Þær komust yfir snemma leiks með marki frá Ölmu Mathiesen. Aerial Chavarin jafnaði síðan leikinn undir lok fyrri hálfleiks með skalla.Gegn gangi leiksins gerði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark leiksins og tryggði Stjörnunni stigin þrjú. Umfjöllun og viðtöl væntanleg

Tindastóll upp úr fallsæti eftir mikilvægan sigur

Tindastóll tók á móti Fylki í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Liðin voru tveim neðstu sætum deildarinnar fyrir leikinn, en 2-1 sigur heimakvenna lyftir þeim upp í áttunda sæti.

Arna Sif: Við erum svekktar

Arnar Sif, fyrirliði Þór/KA, var svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

Ragnar Sigurðsson aftur til Fylkis

Ragnar Sigurðsson er genginn í raðir uppeldisfélagsins Fylkis. Hann skrifaði undir samning við félagið út næsta tímabil.

Lukkan að snúast hjá Skagamönnum?

ÍA vann mikilvægan og óvæntan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á laugardag. Farið var yfir fórnfýsi leikmanna Skagaliðsins í varnarleik sínum í Pepsi Max stúkunni, og velti Baldur Sigurðsson því upp hvort lukkan væri að snúast hjá Skagamönnum.

Á ekki að vera hægt í meistaraflokksbolta

Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar gáfu ekki mikið fyrir varnarleik HK í fyrra marki KA gegn þeim fyrrnefndu í leik liðanna á Akureyri í gær. KA vann leikinn 2-0.

Lendir í því að sogast ein­hvern veginn að boltanum

Farið var yfir mark KR í 1-1 jafntefli liðsins við Breiðablik í Stúkunni að loknum leikjunum í Pepsi Max deild karla á sunnudagskvöld. Varnarmenn Breiðabliks virtust aðeins gleyma sér og var í kjölfarið refsað.

Það er þetta mark sem skilur á milli

Íslandsmeistarar Vals töpuðu óvænt fyrir botnliði ÍA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu um helgina. Valur varð fyrir því óláni að skora tvö sjálfsmörk en varnarleikur liðsins í síðara marki ÍA var til umræðu í Stúkunni að leik loknum.

Rúnar: Þeir sköpuðu ekki neitt

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefði viljað fá þrjú stig gegn Breiðabliki í kvöld en liðin gerðu 1-1 jafntefli á Meistaravöllum.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0 | Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí

FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. 

Sjá næstu 50 fréttir