Fleiri fréttir KR í úrslit Reykjavíkurmótsins Það verða KR og Fram sem leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. KR lagði Fylki, 1-0, í síðari undanúrslitaleik kvöldsins. 9.2.2012 22:37 Fram í úrslit Reykjavíkurmótsins eftir vítakeppni Fyrri undanúrslitaleiknum í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu er lokið. Fram lagði Þrótt eftir vítaspyrnukeppni. Steven Lennon var hetja Framara. 9.2.2012 20:46 Kemst KR í úrslitaleikinn fjórða árið í röð? | Undanúrslitaleikirnir í kvöld Undanúrslitaleikir Reykjavíkurmótsins í fótbolta fara fram í Egilshöllinni í kvöld og verða þeir sýndir í beinni útsendingu á Sporttv.is. Fram og Þróttur mætast í fyrri leiknum klukkan 18:45 og strax á eftir, eða klukkan 20:45, leika svo Fylkir og KR. 9.2.2012 16:30 Kristján Örn hættur að leika með landsliðinu Varnarmaðurinn sterki, Kristján Örn Sigurðsson, hefur ákveðið að setja landsliðsskóna á hilluna aðeins 32 ára að aldri. Kristján lék 53 A-landsleiki og skoraði 4 mörk. 9.2.2012 15:48 Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. 9.2.2012 08:00 Brynjar Björn spilar með KR í sumar Brynjar Björn Gunnarsson, atvinnumaður í knattspyrnu hjá Reading í Englandi, hefur ákveðið að leika með Íslands- og bikarmeisturum KR í sumar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Samningur Brynjars Björns við Reading rennur út í vor. 8.2.2012 09:09 Gríðarháar sjónvarpstekjur Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram um næstu helgi og þar verður ársreikningur KSÍ lagður fram til samþykktar. Samkvæmt fjárhagsáætlun KSÍ fyrir rekstrarárið 2012 er gert ráð fyrir 777 milljónum í rekstrartekjur og rekstrargjöldum upp á rétt tæplega 714 milljónir króna. 7.2.2012 06:45 Elín Metta með þrennu í sigri Vals á KR | Búin að skora 6 mörk í 2 leikjum Hin 16 ára gamla Elín Metta Jensen skoraði þrennu í 5-0 sigri Vals á KR í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram í Egilshöllinni í dag. Rakel Logadóttir skoraði hin tvö mörkin. Þetta er önnur þrenna Elínar í röð en hún skoraði einnig þrjú mörk í 5-0 sigri á Fjölni á dögunum. 5.2.2012 21:55 KR-ingar skoruðu níu mörk gegn ÍR - sjáið mörkin KR-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla í fótbolta í dag með því að vinna 9-0 stórsigur á ÍR í Egilshöllinni. Framarar fara einnig í undanúrslitin þrátt fyrir að þeir gerðu bara jafntefli við Leikni en Breiðhyltingar hefðu með sigri farið áfram á kostnað KR-inga. 4.2.2012 23:30 Rakel byrjar vel með Blikum - skoraði tvö gegn FH Rakel Hönnudóttir byrjar vel með Breiðabliksliðinu í kvennafótboltanum en hún skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á FH í Faxaflóamótinu í dag. Rakel kom til Blika frá Þór/KA í vetur. 4.2.2012 17:51 Ásgeir Gunnar hættur hjá FH Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir FH en þetta kemur fram á Stuðningsmannasíðu félagsins. Ásgeir Gunnar sem verður 32 ára gamall í sumar hefur leikið með FH í áratug og spilað í ýmsum stöðum. 2.2.2012 11:31 Kristinn Freyr til Valsmanna Kristinn Freyr Sigurðsson, 22 ára leikmaður úr Fjölni, gerði í dag fjögurra ára samning við Val og mun því spila með liðinu á komandi leiktíð í Pepsi-deild karla. 1.2.2012 18:20 Kosið um að fjölga um eina deild og breyta leikbönnum á ársþingi KSÍ Breiðholtsfélögin Leiknir og KB annarsvegar og KF úr Fjallabyggð hinsvegar eiga athyglisverðustu tillögurnar fyrir 66. ársþing KSÍ sem verður haldið á Hilton Nordica Hótel 11. febrúar næstkomandi. Hér er um að ræða tillaga um að fjölga um eina deild og leyfa fleiri gul spjöld áður en menn fara í leikbann. Grindvíkingar vilja líka að ungt knattspyrnufólk verði ári lengur í yngri flokkum og að aldursskipting verði nær því sem er í gangi hjá landsliðunum. 31.1.2012 12:30 Ingólfur samdi við Lyngby til 2015 Ingólfur Sigurðsson skrifaði í kvöld undir þriggja og hálfs árs samning við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, staðfesti það í samtali við Vísi. 30.1.2012 22:10 Kári æfir með ÍA Kári Ársælsson, varnarmaður og fyrrum leikmaður Breiðabliks, er að æfa með ÍA þessa dagana og spilaði með liðinu gegn Keflavík í Fótbolti.net-mótinu á dögunum. 30.1.2012 19:55 Fram vann stórsigur á Víkingi - Almarr með tvö Framarar unnu stórsigur á grönnum sínum Víkingum í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í dag. Lokatölurnar urðu 4-0 og skoraði Almarr Ormarsson tvö af mörkum Framara. 28.1.2012 17:40 Sigurður Ragnar: Getum ekki sett öll eggin í sömu körfuna Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, staðfestir að KSÍ hafi tilkynnt Birnu Berg að hún yrði ekki valin í landsliðsverkefni í knattspyrnu fyrr en hún ákveddi að einbeita sér alfarið að knatttspyrnu. 28.1.2012 16:53 Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28.1.2012 14:07 Gaui Þórðar búinn að ná í Ameobi og landsliðsmann frá Gambíu Grindvíkingar hafa samið við tvo erlenda leikmenn fyrir átökin í Pepsi-deild karla í sumar en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Grindavíkur. Þetta eru sóknarmaðurinn Tomi Ameobi og varnarmaðurinn Matarr Jobe. 26.1.2012 18:49 Frakkar undirbúa sig fyrir EM í fótbolta með því að mæta Íslendingum Knattspyrnusambönd Íslands og Frakklands hafa komið að samkomulagi um að karlalandslið þeirra leiki vináttulandsleik 27. maí næstkomandi en leikurinn fer fram í Valenciennes og er hluti af lokaundirbúning Frakka fyrir Evrópumótið í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 26.1.2012 18:15 Haraldur Björnsson búinn að semja við Sarpsborg | Kaupa hann frá Val Haraldur Björnsson spilar ekki með Valsmönnum í Pepsi-deild karla í sumar því það var tilkynnt á heimasíðu norska félagsins Sarpsborg 08 í dag að íslenski markvörðurinn sé búinn að skrifa undir þriggja ára samning við norska b-deildarfélagið. 24.1.2012 19:16 Sveinbjörn Jónasson gengur til liðs við Fram Markakóngur 1. deildar í knattspyrnu síðastliðið sumar, Sveinbjörn Jónasson, hefur gengið til liðs við Fram frá Þrótti Reykjavík. Sveinbjörn, sem verður 26 ára á árinu, skrifaði undir eins árs saming við Safamýrarliðið í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram. 23.1.2012 22:09 David Winnie: Sigursteinn var frábær manneskja David Winnie sem lék knattspyrnu með KR árin 1998 til 2000 segir að það hafi verið sárt að frétta af andláti fyrrverandi samherja síns Sigursteins Gíslasonar. Sem kunnugt er lést Sigursteinn í síðustu viku aðeins 43 ára eftir baráttu við krabbamein. 23.1.2012 10:15 Bragi Bergmann með hljóðnema | Frábært myndband frá 1992 Einn frægasti leikur tímabilsins 1992 var viðureign ÍA og Vals á Akranesi þegar að Bragi Bergmann, dómari leiksins, var með falinn hljóðnema á sér. 22.1.2012 11:40 Þórarinn Ingi til Silkeborg á reynslu Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV, mun á mánudaginn halda til Danmerkur þar sem hann mun æfa með danska úrvalsdeildarfélaginu Silkeborg. 20.1.2012 14:40 Framarar unnu Íslandsmeistara KR Fram vann 2-1 sigur á KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram í Egilshöllinni. Framliðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu en Framarar byrjuðu á því að bursta ÍR-inga 5-0. 19.1.2012 22:03 Kjartan Henry æfir með Coventry Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður í KR, er nú staddur í Coventry í Englandi þar sem hann æfir með liðinu til reynslu. 19.1.2012 16:00 Mawejje lánaður til félags í Suður-Afríku Miðjumaðurinn Tonny Mawejje er á leið frá ÍBV þar sem hann hefur verið lánaður til suður-afríska félagsins Golden Arrows. 19.1.2012 14:45 Óskar Pétursson framlengir við Grindavík til 2015 Óskar Pétursson, markvörður knattspyrnuliðs Grindavíkur, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2015. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindvíkinga. 18.1.2012 13:30 Hallbera Guðný í atvinnumennsku - samdi við Piteå Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur gengið frá samningi við sænska knattspyrnuliðið Piteå. Á heimasíðu félagsins kemur fram að Hallbera sé nýjasta púslið í lið Piteå sem ætlar sér stóra hluti á næsta ári eftir að hafa hafnað í 10. sæti af 12 liðum á síðustu leiktíð. 18.1.2012 13:00 Valur gæti fengið sæti í Evrópudeildinni Svo gæti farið að karlalið Vals í knattspyrnu fengi sæti í undankeppni Evrópudeildar 2012-2013. Þrjár efstu þjóðirnar á Háttvísislista UEFA fá í sinn hlut aukasæti í deildinni. Ísland er sem stendur í fjórða sæti listans en miðað verður við stöðuna á listanum 30. apríl næstkomandi. 16.1.2012 16:45 Ívar ætlar að flytja á Egilsstaði - gæti spilað með Hetti í sumar Ívar Ingimarsson er hættur í atvinnumennsku eftir rúmlega tólf ára dvöl í Englandi en hann gerði starfslokasamning við Ipswich. Morgunblaðið segir frá því í morgun að Ívar sé á heimleið og ætli að flytja á Egilsstaði. 13.1.2012 10:15 Lennon með tvö mörk í stórsigri Fram - Leiknir vann Víking Reykjavíkurmót karla í fótbolta hófst í gær með tveimur leikjum í A-riðli sem báðir fóru fram í Egilshöllinni. Framarar byrja vel með stórsigri á ÍR og þá hafði Willum Þór Þórsson betur á móti Ólafi Þórðarsyni en þeir þjálfa báðir lið í 1. deildinni næsta sumar. 13.1.2012 09:15 Lagerbäck fór yfir málin með þjálfurum í efstu tveimur deildunum Lars Lagerbäck, nýr landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur hafið störf og 30 manna úrtakshópur æfir nú undir hans stjórn fram á laugardag. KSÍ segir frá því í dag að Lars Lagerbäck hafi í gær fundað með þjálfurum og aðstoðarþjálfurum í efstu tveimur deildum karla í knattspyrnu. 12.1.2012 15:00 Dóra María spilar í Brasilíu í vetur Landsliðskonan Dóra María Lárusdóttir hefur gengið til liðs við brasilíska félagið Vitoria de Santao Anta og mun leika með því þar til tímabilið hefst í Pepsi-deildinni í vor. 11.1.2012 22:15 Ingólfur til reynslu hjá Celtic Valsmaðurinn Ingólfur Sigurðsson er nú að æfa með skoska stórveldinu Glasgow Celtic þar sem hann verður á reynslu til loka vikunnar. 10.1.2012 18:45 Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Grindavík unnu 4-1 sigur á ÍA Íslenskir fótboltamenn eru aftur komnir á ferðina og farnir að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, fór með sína stráka í Akraneshöllina um helgina og vann Grindavíik 4-1 sigur á ÍA í æfingaleik. 9.1.2012 11:45 Eyjamenn Íslandsmeistarar í futsal Eyjamenn urðu í dag Íslandsmeistarar í futsal þegar þeir unnu Víking frá Ólafsvík 5-0 í úrslitaleiknum en leikið var í Laugardalshöll. 8.1.2012 19:51 Tómas samdi við Selfoss Tómas Leifsson er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Pepsi-deildarlið Selfoss. Tómas kemur til félagsins frá Fram. 7.1.2012 16:19 Hallgrímur spilaði með Völsungi um jólin Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson, leikmaður SönderjyskE, skellti sér í grænu treyjuna um jólin og spilaði með Völsungi gegn Þór. Voru orðin ansi mörg ár síðan Hallgrímur spilaði með uppeldisfélaginu. 7.1.2012 13:05 Guðmundur hættur hjá FH | Orðaður við Hauka FH-ingurinn Guðmundur Sævarsson hefur ákveðið að yfirgefa uppeldisfélagið og róa á ný mið næsta sumar. 4.1.2012 14:51 Eyjólfur búinn að velja stóran æfingahóp Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari íslenska U-21 árs liðsins, hefur valið 29 manna æfingahóp fyrir leikinn gegn Aserbaídsjan sem fram fer í næsta mánuði. 4.1.2012 09:10 Tómas hættur hjá Fram Kantmaðurinn Tómas Leifsson er hættur hjá Fram og leitar nú að nýju félagi. Hann er sterklega orðaður við Fylki. 3.1.2012 09:48 Sjá næstu 50 fréttir
KR í úrslit Reykjavíkurmótsins Það verða KR og Fram sem leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. KR lagði Fylki, 1-0, í síðari undanúrslitaleik kvöldsins. 9.2.2012 22:37
Fram í úrslit Reykjavíkurmótsins eftir vítakeppni Fyrri undanúrslitaleiknum í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu er lokið. Fram lagði Þrótt eftir vítaspyrnukeppni. Steven Lennon var hetja Framara. 9.2.2012 20:46
Kemst KR í úrslitaleikinn fjórða árið í röð? | Undanúrslitaleikirnir í kvöld Undanúrslitaleikir Reykjavíkurmótsins í fótbolta fara fram í Egilshöllinni í kvöld og verða þeir sýndir í beinni útsendingu á Sporttv.is. Fram og Þróttur mætast í fyrri leiknum klukkan 18:45 og strax á eftir, eða klukkan 20:45, leika svo Fylkir og KR. 9.2.2012 16:30
Kristján Örn hættur að leika með landsliðinu Varnarmaðurinn sterki, Kristján Örn Sigurðsson, hefur ákveðið að setja landsliðsskóna á hilluna aðeins 32 ára að aldri. Kristján lék 53 A-landsleiki og skoraði 4 mörk. 9.2.2012 15:48
Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. 9.2.2012 08:00
Brynjar Björn spilar með KR í sumar Brynjar Björn Gunnarsson, atvinnumaður í knattspyrnu hjá Reading í Englandi, hefur ákveðið að leika með Íslands- og bikarmeisturum KR í sumar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Samningur Brynjars Björns við Reading rennur út í vor. 8.2.2012 09:09
Gríðarháar sjónvarpstekjur Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram um næstu helgi og þar verður ársreikningur KSÍ lagður fram til samþykktar. Samkvæmt fjárhagsáætlun KSÍ fyrir rekstrarárið 2012 er gert ráð fyrir 777 milljónum í rekstrartekjur og rekstrargjöldum upp á rétt tæplega 714 milljónir króna. 7.2.2012 06:45
Elín Metta með þrennu í sigri Vals á KR | Búin að skora 6 mörk í 2 leikjum Hin 16 ára gamla Elín Metta Jensen skoraði þrennu í 5-0 sigri Vals á KR í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram í Egilshöllinni í dag. Rakel Logadóttir skoraði hin tvö mörkin. Þetta er önnur þrenna Elínar í röð en hún skoraði einnig þrjú mörk í 5-0 sigri á Fjölni á dögunum. 5.2.2012 21:55
KR-ingar skoruðu níu mörk gegn ÍR - sjáið mörkin KR-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla í fótbolta í dag með því að vinna 9-0 stórsigur á ÍR í Egilshöllinni. Framarar fara einnig í undanúrslitin þrátt fyrir að þeir gerðu bara jafntefli við Leikni en Breiðhyltingar hefðu með sigri farið áfram á kostnað KR-inga. 4.2.2012 23:30
Rakel byrjar vel með Blikum - skoraði tvö gegn FH Rakel Hönnudóttir byrjar vel með Breiðabliksliðinu í kvennafótboltanum en hún skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á FH í Faxaflóamótinu í dag. Rakel kom til Blika frá Þór/KA í vetur. 4.2.2012 17:51
Ásgeir Gunnar hættur hjá FH Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir FH en þetta kemur fram á Stuðningsmannasíðu félagsins. Ásgeir Gunnar sem verður 32 ára gamall í sumar hefur leikið með FH í áratug og spilað í ýmsum stöðum. 2.2.2012 11:31
Kristinn Freyr til Valsmanna Kristinn Freyr Sigurðsson, 22 ára leikmaður úr Fjölni, gerði í dag fjögurra ára samning við Val og mun því spila með liðinu á komandi leiktíð í Pepsi-deild karla. 1.2.2012 18:20
Kosið um að fjölga um eina deild og breyta leikbönnum á ársþingi KSÍ Breiðholtsfélögin Leiknir og KB annarsvegar og KF úr Fjallabyggð hinsvegar eiga athyglisverðustu tillögurnar fyrir 66. ársþing KSÍ sem verður haldið á Hilton Nordica Hótel 11. febrúar næstkomandi. Hér er um að ræða tillaga um að fjölga um eina deild og leyfa fleiri gul spjöld áður en menn fara í leikbann. Grindvíkingar vilja líka að ungt knattspyrnufólk verði ári lengur í yngri flokkum og að aldursskipting verði nær því sem er í gangi hjá landsliðunum. 31.1.2012 12:30
Ingólfur samdi við Lyngby til 2015 Ingólfur Sigurðsson skrifaði í kvöld undir þriggja og hálfs árs samning við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, staðfesti það í samtali við Vísi. 30.1.2012 22:10
Kári æfir með ÍA Kári Ársælsson, varnarmaður og fyrrum leikmaður Breiðabliks, er að æfa með ÍA þessa dagana og spilaði með liðinu gegn Keflavík í Fótbolti.net-mótinu á dögunum. 30.1.2012 19:55
Fram vann stórsigur á Víkingi - Almarr með tvö Framarar unnu stórsigur á grönnum sínum Víkingum í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í dag. Lokatölurnar urðu 4-0 og skoraði Almarr Ormarsson tvö af mörkum Framara. 28.1.2012 17:40
Sigurður Ragnar: Getum ekki sett öll eggin í sömu körfuna Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, staðfestir að KSÍ hafi tilkynnt Birnu Berg að hún yrði ekki valin í landsliðsverkefni í knattspyrnu fyrr en hún ákveddi að einbeita sér alfarið að knatttspyrnu. 28.1.2012 16:53
Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28.1.2012 14:07
Gaui Þórðar búinn að ná í Ameobi og landsliðsmann frá Gambíu Grindvíkingar hafa samið við tvo erlenda leikmenn fyrir átökin í Pepsi-deild karla í sumar en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Grindavíkur. Þetta eru sóknarmaðurinn Tomi Ameobi og varnarmaðurinn Matarr Jobe. 26.1.2012 18:49
Frakkar undirbúa sig fyrir EM í fótbolta með því að mæta Íslendingum Knattspyrnusambönd Íslands og Frakklands hafa komið að samkomulagi um að karlalandslið þeirra leiki vináttulandsleik 27. maí næstkomandi en leikurinn fer fram í Valenciennes og er hluti af lokaundirbúning Frakka fyrir Evrópumótið í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 26.1.2012 18:15
Haraldur Björnsson búinn að semja við Sarpsborg | Kaupa hann frá Val Haraldur Björnsson spilar ekki með Valsmönnum í Pepsi-deild karla í sumar því það var tilkynnt á heimasíðu norska félagsins Sarpsborg 08 í dag að íslenski markvörðurinn sé búinn að skrifa undir þriggja ára samning við norska b-deildarfélagið. 24.1.2012 19:16
Sveinbjörn Jónasson gengur til liðs við Fram Markakóngur 1. deildar í knattspyrnu síðastliðið sumar, Sveinbjörn Jónasson, hefur gengið til liðs við Fram frá Þrótti Reykjavík. Sveinbjörn, sem verður 26 ára á árinu, skrifaði undir eins árs saming við Safamýrarliðið í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram. 23.1.2012 22:09
David Winnie: Sigursteinn var frábær manneskja David Winnie sem lék knattspyrnu með KR árin 1998 til 2000 segir að það hafi verið sárt að frétta af andláti fyrrverandi samherja síns Sigursteins Gíslasonar. Sem kunnugt er lést Sigursteinn í síðustu viku aðeins 43 ára eftir baráttu við krabbamein. 23.1.2012 10:15
Bragi Bergmann með hljóðnema | Frábært myndband frá 1992 Einn frægasti leikur tímabilsins 1992 var viðureign ÍA og Vals á Akranesi þegar að Bragi Bergmann, dómari leiksins, var með falinn hljóðnema á sér. 22.1.2012 11:40
Þórarinn Ingi til Silkeborg á reynslu Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV, mun á mánudaginn halda til Danmerkur þar sem hann mun æfa með danska úrvalsdeildarfélaginu Silkeborg. 20.1.2012 14:40
Framarar unnu Íslandsmeistara KR Fram vann 2-1 sigur á KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram í Egilshöllinni. Framliðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu en Framarar byrjuðu á því að bursta ÍR-inga 5-0. 19.1.2012 22:03
Kjartan Henry æfir með Coventry Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður í KR, er nú staddur í Coventry í Englandi þar sem hann æfir með liðinu til reynslu. 19.1.2012 16:00
Mawejje lánaður til félags í Suður-Afríku Miðjumaðurinn Tonny Mawejje er á leið frá ÍBV þar sem hann hefur verið lánaður til suður-afríska félagsins Golden Arrows. 19.1.2012 14:45
Óskar Pétursson framlengir við Grindavík til 2015 Óskar Pétursson, markvörður knattspyrnuliðs Grindavíkur, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2015. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindvíkinga. 18.1.2012 13:30
Hallbera Guðný í atvinnumennsku - samdi við Piteå Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur gengið frá samningi við sænska knattspyrnuliðið Piteå. Á heimasíðu félagsins kemur fram að Hallbera sé nýjasta púslið í lið Piteå sem ætlar sér stóra hluti á næsta ári eftir að hafa hafnað í 10. sæti af 12 liðum á síðustu leiktíð. 18.1.2012 13:00
Valur gæti fengið sæti í Evrópudeildinni Svo gæti farið að karlalið Vals í knattspyrnu fengi sæti í undankeppni Evrópudeildar 2012-2013. Þrjár efstu þjóðirnar á Háttvísislista UEFA fá í sinn hlut aukasæti í deildinni. Ísland er sem stendur í fjórða sæti listans en miðað verður við stöðuna á listanum 30. apríl næstkomandi. 16.1.2012 16:45
Ívar ætlar að flytja á Egilsstaði - gæti spilað með Hetti í sumar Ívar Ingimarsson er hættur í atvinnumennsku eftir rúmlega tólf ára dvöl í Englandi en hann gerði starfslokasamning við Ipswich. Morgunblaðið segir frá því í morgun að Ívar sé á heimleið og ætli að flytja á Egilsstaði. 13.1.2012 10:15
Lennon með tvö mörk í stórsigri Fram - Leiknir vann Víking Reykjavíkurmót karla í fótbolta hófst í gær með tveimur leikjum í A-riðli sem báðir fóru fram í Egilshöllinni. Framarar byrja vel með stórsigri á ÍR og þá hafði Willum Þór Þórsson betur á móti Ólafi Þórðarsyni en þeir þjálfa báðir lið í 1. deildinni næsta sumar. 13.1.2012 09:15
Lagerbäck fór yfir málin með þjálfurum í efstu tveimur deildunum Lars Lagerbäck, nýr landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur hafið störf og 30 manna úrtakshópur æfir nú undir hans stjórn fram á laugardag. KSÍ segir frá því í dag að Lars Lagerbäck hafi í gær fundað með þjálfurum og aðstoðarþjálfurum í efstu tveimur deildum karla í knattspyrnu. 12.1.2012 15:00
Dóra María spilar í Brasilíu í vetur Landsliðskonan Dóra María Lárusdóttir hefur gengið til liðs við brasilíska félagið Vitoria de Santao Anta og mun leika með því þar til tímabilið hefst í Pepsi-deildinni í vor. 11.1.2012 22:15
Ingólfur til reynslu hjá Celtic Valsmaðurinn Ingólfur Sigurðsson er nú að æfa með skoska stórveldinu Glasgow Celtic þar sem hann verður á reynslu til loka vikunnar. 10.1.2012 18:45
Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Grindavík unnu 4-1 sigur á ÍA Íslenskir fótboltamenn eru aftur komnir á ferðina og farnir að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, fór með sína stráka í Akraneshöllina um helgina og vann Grindavíik 4-1 sigur á ÍA í æfingaleik. 9.1.2012 11:45
Eyjamenn Íslandsmeistarar í futsal Eyjamenn urðu í dag Íslandsmeistarar í futsal þegar þeir unnu Víking frá Ólafsvík 5-0 í úrslitaleiknum en leikið var í Laugardalshöll. 8.1.2012 19:51
Tómas samdi við Selfoss Tómas Leifsson er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Pepsi-deildarlið Selfoss. Tómas kemur til félagsins frá Fram. 7.1.2012 16:19
Hallgrímur spilaði með Völsungi um jólin Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson, leikmaður SönderjyskE, skellti sér í grænu treyjuna um jólin og spilaði með Völsungi gegn Þór. Voru orðin ansi mörg ár síðan Hallgrímur spilaði með uppeldisfélaginu. 7.1.2012 13:05
Guðmundur hættur hjá FH | Orðaður við Hauka FH-ingurinn Guðmundur Sævarsson hefur ákveðið að yfirgefa uppeldisfélagið og róa á ný mið næsta sumar. 4.1.2012 14:51
Eyjólfur búinn að velja stóran æfingahóp Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari íslenska U-21 árs liðsins, hefur valið 29 manna æfingahóp fyrir leikinn gegn Aserbaídsjan sem fram fer í næsta mánuði. 4.1.2012 09:10
Tómas hættur hjá Fram Kantmaðurinn Tómas Leifsson er hættur hjá Fram og leitar nú að nýju félagi. Hann er sterklega orðaður við Fylki. 3.1.2012 09:48