Fleiri fréttir

Fjalar genginn til liðs við KR

Markvörðurinn Fjalar Þorgeirsson hefur gert tveggja ára samning við KR en hann hefur undanfarin ár leikið með Fylki.

Styrktarmót fyrir Steingrím í Eyjum

Í dag fer fram styrktarmót fyrir markahrókinn Steingrím Jóhannesson sem berst við krabbamein. Það er ÍBV og smíðaklúbburinn Þumalputtar sem standa fyrir mótinu.

Haraldur Freyr kominn heim til Keflavíkur

Varnarmaðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson er aftur genginn í raðir Keflavíkur en hann hefur verið á mála hjá Start í Noregi síðustu mánuði.

Kristinn: Skil sáttur við Breiðablik

Kristinn Steindórsson hélt í gær utan til Svíþjóðar til að skrifa undir þriggja ára samning við Halmstad. Hann ákvað fyrr í haust að leita sér að liði utan landsteinanna og segir að fleiri lið hafi verið í myndinni. Forráðamenn Halmstad hafi hins vegar sýnt mestan áhuga sem réði úrslitum.

Stelpurnar okkar stóðu upp úr

Kvennalandsliðið í fótbolta heldur áfram að klifra upp heimslistann. Nýr kafli var skrifaður í handboltasöguna með þátttöku kvennalandsliðsins á HM. Ungur kylfingur frá Seltjarnarnesi náði fyrstur Íslendinga að leika á sterkustu atvinnumótaröð heims. Sigurður Elvar Þórólfsson velti fyrir sér helstu vendipunktum í íslensku íþróttalífi á árinu 2011.

Stelpurnar okkar enda árið í fimmtánda sætinu á heimslistanum

Íslenska kvennalandsliðið situr í 15. sæti styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun og er liðið í sama sæti og á síðasta lista. Bandaríkin tróna á toppi listans og Þjóðverjar koma í humátt á eftir en Japan er í fyrsta sinn komið inn á topp þrjú.

Sigurður Ragnar fundar með stelpunum um jólin

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur boðað 40 leikmenn til fundar á milli jóla og nýárs. Framundan er spennandi ár hjá íslenska kvennalandsliðinu en fyrsta verkefnið er hið geysisterka Algarve mót sem hefst í lok febrúar. Þetta kemur fram á KSÍ.

Hallbera Guðný spilar í Svíþjóð næsta sumar

Hallbera Guðný Gísladóttir hefur fengið tilboð frá þremur liðum í sænsku úrvalsdeildinni og ætlar að taka næstu vikuna til að fara yfir þau. Hún á von á því að taka ákvörðun fyrir áramót og segir að það liggi nokkuð ljóst fyrir að hún sé á leið frá Val.

Guðjón Árni samdi við FH

FH-ingar fengu fínan liðsstyrk í dag þegar bakvörðurinn Guðjón Árni Antoníusson skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Eyjamenn ætla að kaupa Gunnar Má frá FH

Gunnar Már Guðmundsson er á leiðinni í ÍBV og mun væntanlega gera þriggja ára samning við Eyjaliðið gangi allt saman upp. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í morgun og Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við íþróttadeild.

Lagerbäck: Get ekki valið alla leikmenn í fyrsta leikinn

Lars Lagerbäck var í stuttu viðtali við heimasíðu KSÍ í dag þar sem var farið yfir tvo fyrstu landsleikina undir hans stjórn. KSÍ tilkynnti í dag að íslenska karlalandsliðið mun spila við Japan 24. febrúar næstkomandi en áður hafði verið gefið út að liðið mætir Svartfjallalandi fimm dögum síðar.

Fyrsti landsleikurinn undir stjórn Lagerbäck verður í Japan

Knattspyrnusambönd Íslands og Japans hafa komist að samkomulagi um karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Japan, 24. febrúar næstkomandi. Leikið verður á Nagai vellinum í Osaka en á þessum velli var m.a. leikið á HM í Japan/Suður Kóreu árið 2002. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Ungu strákarnir streyma í KR | Atli skrifar væntanlega undir á eftir

Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR, er að yngja upp í leikmannahópnum sínum því tveir ungir landsbyggðarmenn hafa þegar samið við félagið og Þórsarinn Atli Sigurjónsson verður væntanlega sá þriðji en KR-ingar hafa boðað til blaðamannafundar seinna í dag.

Stelpurnar byrja á móti Þýskalandi á Algarve

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í A-riðli á hinu geysisterka Algarve Cup á næsta ári en nú er búið að draga í riðla fyrir keppnina. Íslenska liðið er í riðli með Þýskalandi, Kína og Svíþjóð en í B-riðlinum eru bæði Heimsmeistarar Japans og bandaríska landsliðið auk Noregs og Danmörku.

Halmstad á eftir Guðjóni Baldvinssyni

Svo gæti farið að framherjinn Guðjón Baldvinsson reyni aftur fyrir sér erlendis en en sænska félagið Halmstad er með Guðjón undir smásjánni. Halmstad féll úr sænsku A-deildinni á síðasta tímabili. Ekki hefur formlegt tilboð borist til KR en Svíarnir sendu fyrirspurn um Guðjón Baldvinsson á dögunum.

Sigursteinn Gíslason fékk gullmerki KSÍ í gær

Sigursteinn Gíslason er ásamt Gunnari Guðmannssyni sá núlifandi Íslendingur sem hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta oftast eða níu sinnum. Gunnar og Sigursteinn fengu í gær af því tilefni afhent fyrstu eintökin af síðara bindi af 100 ára sögu Íslandsmótsins eftir Sigmund Ó. Steinarsson.

Spear samdi við ÍBV

ÍBV hefur náð samkomulagi við framherjann Aaron Spear um að leika með félaginu næstu tvö árin.

Garðar Gunnlaugssson til ÍA

Garðar Gunnlaugsson er genginn til liðs við uppeldisfélagið sitt, ÍA, en hann skrifaði undir eins árs samning í dag. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi.

Guðmann í FH og Atli valdi Val

Tveir íslenskir knattspyrnumenn sem hafa leikið í Noregi undanfarin ár gengu í dag báðir til liðs við félög í Pepsi-deild karla.

Sjá næstu 50 fréttir