Fleiri fréttir

Stjörnustrákarnir ætla ekki að taka fögnin niður af hillunni

Í viðtali sem Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður á Stöð 2 tók við Jóhann Laxdal segir leikmaður Stjörnunnar m.a. að allar líkur séu á því að heimsþekkt "Stjörnufögn“verði ekki tekin niður af hillunni þar sem þau voru geymd síðastliðið sumar.

Fyrirliði Fylkis farin í Val

Laufey Björnsdóttir, fyrirliði Fylkis, hefur gert tveggja ára samning við bikarmeistara Vals en þetta kemur fram á fótbolti.net í kvöld. Laufey segist hafa valið Val yfir Breiðablik.

Hilmar Rafn samdi við Val

Haukamaðurinn Hilmar Rafn Emilsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Pepsi-deildarlið Vals.

Fagnaðartilburðir Stjörnumanna vekja enn athygli

Leikmenn Stjörnunnar eru langt frá því að vera gleymdir úti í heimi fyrir markafögnin frægu á síðasta ári. Vinsæl auglýsingaherferð fyrir spænsku úrvalsdeildina þar í landi fyrr í haust var byggð á markafögnum Stjörnumanna og virðist sem herferðin hafi endurvakið áhugann.

Lagerbäck og Heiðar hittust í dag

Lars Lagerbäck, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, hitti Heiðar Helguson eftir leik Tottenham og QPR í dag en mynd af þeim birtist á Twitter í dag.

Guðjón Árni á leið í FH

Guðjón Árni Antoníusson er á förum frá Keflavík og mun líklega spila með FH-ingum á næsta ári. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag.

Kjartan Ágúst samdi við Fylki á ný

Kjartan Ágúst Breiðdal, leikmaður Fylkis, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram á Fylkir.com.

Gott lið orðið enn betra

Stelpurnar okkar eru fyrir nokkru komnar í hóp bestu knattspyrnulandsliða heims og eru nú á góðri leið inn á sitt annað Evrópumót í röð. Það er samt óhætt að segja að liðið hafi stigið stórt skref upp metorðalistann í ár, sem var réttilega kallað af landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni besta ár kvennalandsliðsins frá upphafi.

Albert ákveður sig um helgina

Albert Brynjar Ingason, einn eftirsóttasti knattspyrnumaðurinn á markaðnum í dag, ætlar líklega að ákveða framhaldið nú um helgina. Albert hefur verið á mála hjá Fylki en samningur hans rann út fyrr í mánuðinum og hefur hann verið að ræða við önnur félög.

Jóhannes Karl spilar með ÍA næsta sumar

Jóhannes Karl Guðjónsson er á leiðinni aftur í sitt gamla félag, ÍA, og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla næsta sumar. Þetta tilkynnti Jói Kalli á Facebook-síðunni sinni í kvöld auk þess sem að þetta var opinberað á karlakvöldi ÍA.

KSÍ og UEFA styrkja yngri flokkana um 88 milljónir

Kostnaður knattspyrnufélaga á Íslandi við rekstur á yngri flokkastarfi nemur allt að sextíu milljónum króna á ári. UEFA styrkir barna og unglingastarf íslenskra félaga um 43 milljónir og KSÍ bætir 45 milljónum við.

KA fékk góðan liðsstyrk frá Völsungi

KA-menn fengu góðan liðsstyrk í dag þegar hinn smái en knái miðjumaður Völsungs, Bjarki Baldvinsson, skrifaði undir tveggja ára samning við Akureyrarliðið.

Jörundur Áki tekur við starfi Guðjóns Þórðarsonar

Jörundur Áki Sveinsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar hjá FH, hefur verið ráðinn þjálfari BÍ/Bolungarvíkur en Jörundur Áki gerði þriggja ára samning við Djúpmenn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá frá BÍ/Bolungarvík.

Gummi Steinars.:Hjartað fékk að ráða för

Keflvíkingar fengu góðar fréttir í gær þegar Guðmundur Steinarsson ákvað að framlengja samning sinn við Keflavík í eitt ár til viðbótar. Guðmundur hafði verið sterklega orðaður við önnur lið, svo sem Val og Breiðablik, en hann ákvað á endanum að halda sig við heimahagana.

Björgólfur lánaður til Fylkis

Framherjinn Björgólfur Takefusa er kominn í raðir Fylkis frá Víkingi. Hann er lánaður til félagsins í eitt ár. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í kvöld.

Þetta fá íslensku félögin í styrk frá UEFA og KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið það út hvað íslensku félögin fá í árlegan styrk frá sambandinu en peningarnir koma bæði frá UEFA í gegnum tekjur af Meistaradeild UEFA 2010/2011 sem og frá framlagi frá KSÍ til þeirra félaga sem áttu ekki rétt á styrknum frá UEFA. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KSÍ.

Reynir til liðs við Víkinga

Varnarmaðurinn sterki Reynir Leósson, 32 ára gengur í raðir Víkinga í fyrstu deildinni samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu.

Andri Steinn elti Willum í Leikni

Willum Þór Þórsson er búinn að landa sínum fyrsta leikmanni síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Leiknis. Miðjumaðurinn Andri Steinn Birgisson er búinn að semja við Leikni.

Freyr framlengdi við FH

FH-ingar hafa náð samkomulagi við varnarmanninn Frey Bjarnason um nýjan eins árs samning.

Jónas fyrirgefur Guðjóni gömul svik

Jónas Þórhallsson býður sig fram til formennsku hjá knattspyrnudeild Grindavíkur í stað Þorsteins Gunnarssonar sem ætlar að hætta vegna yfirvofandi ráðningar Guðjóns Þórðarsonar. Jónas fyrirgefur Guðjóni sjö ára gömul svik og stefnir á titilinn á næsta ári.

Dóra María: Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi

Íslenska kvennalandsliðið þurfti að hafa fyrir sigri í Ungverjalandi á laugardaginn í undankeppni EM 2013 en sigurmark Dóru Maríu Lárusdóttur sá til þess að stelpurnar okkar eru enn á réttri leið í baráttu sinni fyrir að koma inn á sitt annað Evrópumót í röð. Ísland vann leikinn 1-0 og hefur þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í riðlinum.

Dóra María kom inn á og tryggði íslenskan sigur

Dóra María Lárusdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins sem vann nauman 1-0 sigur á Ungverjalandi í fyrsta útileik sínum í undankeppni EM 2013. Dóra María skoraði markið á 68. mínútu en hún kom inn á sem varamaður í hálfleik.

Fékk harðsperrur í magann

Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í Pápa í Ungverjalandi í dag þegar liðið mætir heimamönnum í fjórða leik sínum í undankeppni EM 2013 en jafnframt þeim fyrsta á útivelli.

Jón Vilhelm kominn aftur í ÍA

Jón Vilhelm Ákason skrifaði í dag undir tveggja ára samning við ÍA en hann hefur leikið með Valsmönnum að undanförnu.

Nordsjælland hefur áhuga að fá Kjartan Henry í janúar

KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason og Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson eru komnir heim eftir að hafa verið á reynslu hjá danska félaginu FC Nordsjælland. Forráðamenn FC Nordsjælland eru að leita að leikmönnum til að styrkja liðið í janúarglugganum.

Þórarinn Ingi og Hildur efnilegust

Efnilegustu leikmenn ársins í Pepsi-deild karla og kvenna eru að þessu sinni Þórarinn Ingi Valdimarson, ÍBV, og Hildur Antonsdóttir, leikmaður Vals.

Hannes Þór og Gunnhildur Yrsa valin best

Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, voru í dag valin bestu leikmenn Pepsi-deildanna í árlegu kjöri leikmanna deildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir