Íslenski boltinn

Fjalar fer frá Fylki: Kannski rætist loksins spá Þórhalls miðils

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fjalar vill spila í efstu deild ef atvinnumennskan klikkar.fréttablaðið/pjetur
Fjalar vill spila í efstu deild ef atvinnumennskan klikkar.fréttablaðið/pjetur
„Ég er laus allra mála og kannski er komið að því að spáin hans Þórhalls miðils rætist loksins,“ sagði markvörðurinn Fjalar Þorgeirsson léttur, en hann er laus allra mála hjá Fylki og í leit að nýju félagi.

Fjalar mætti í sjónvarpsþátt Þórhalls miðils á Stöð 2 fyrir nokkrum árum og þar var spáð fyrir honum. Þar var því spáð að Fjalar myndi fara í atvinnumennsku. Þó svo að hann sé orðinn 34 ára hefur sú spá ekki enn ræst.

„Ég er enn á besta aldri fyrir markvörð og hef aldrei verið í betra standi. Ég minni á að Edwin van der Sar var 34 ára þegar hann fór til Man. Utd þannig að ég hlýt að eiga mikið inni.“

Fjalar hefur verið í herbúðum Fylkis í sex ár og segir að kominn sé tími á að prófa eitthvað nýtt. „Ég hef gefið Fylki allt sem ég á og nú er kominn tími á breytingar,“ sagði Fjalar, sem vill spila í efstu deild fari svo að spádómurinn rætist ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×