Fleiri fréttir Rúnar í hópi með Laudrup, Charlton, Zidane, Beckenbauer og Dalglish Rúnar Kristinsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari toppliðs KR, fær sérstaka viðurkenningu frá UEFA fyrir landsleik Íslands og Kýpur á Laugardalsvelli þriðjudaginn 6. september næstkomandi en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í kvöld. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, mun afhenda Rúnari verðlaunin fyrir hönd UEFA. 31.8.2011 22:45 Valsmenn lána Guðjón Pétur til Helsingborg út tímabilið Guðjón Pétur Lýðsson mun ekki spila fleiri leiki með Valsmönnum í Pepsi-deild karla í sumar því félagið hefur lánað hann til sænska úrvalsdeildarliðsins Helsingborg. Þetta kemur fram á heimasíðu sænska félagsins í kvöld. 31.8.2011 19:11 Ingimundur Níels í lán til Sandnes Ulf Norska félagið Sandnes Ulf hefur fengið Ingimund Níels Óskarsson að láni frá Fylki út tímabilið. Þetta kemur fram á heimasíðu norska félagsins. 31.8.2011 12:15 Guðmundur Reynir æfir með Brann Guðmundur Reynir Gunnarsson, vinstri bakvörður KR, er um þessar mundir við æfingar hjá norska félaginu Brann í Bergen. Fjallað er um Guðmund Reyni á heimasíðu félagsins og hann tekinn tali. 31.8.2011 11:15 Enginn krísufundur hjá Keflavík - Haraldur farinn til Start Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fregna af krísufundi hjá stjórn deildarinnar og brotthvarfi fyrirliðans Haralds Freys Guðmundssonar. 31.8.2011 09:36 Stjarnan sjöunda félagið sem verður Íslandsmeistari hjá konunum - myndir Stjörnukonur fögnuðu fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins eftir 3-0 sigur á Aftureldingu í gær. Stjarnan er sjöunda félagið sem nær að verða Íslandsmeistari kvenna í fótbolta en það eru liðin 18 ár síðan að nýtt nafn var skrifað á bikarinn. 31.8.2011 08:30 Gunnleifur Gunnleifsson: Lofa því að ná KR-leiknum Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH og íslenska landsliðsins meiddist í tapleiknum á móti Stjörnunni og varð að segja sig úr landsliðshópnum. Hann hefur sett stefnuna á það að koma til baka eftir landsleikjahléið. 31.8.2011 08:00 Gunnhildur Yrsa: Búnar að bíða eftir þessu í mörg ár Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var kát eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld en með honum tryggði Stjörnuliðið sér Íslandsmeistarabikarinn í fyrsta skiptið. 30.8.2011 22:33 Ásgerður: Kláruðum þetta í seinni hálfleik eins og oft áður „Þetta er geðveikt tilfinning og það er ekki hægt að lýsa þessu," sagði Stjörnukonan Ásgerður Stefanía Baldursdóttir í viðtali á SportTV í kvöld eftir að Stjarnan hafði tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn. Stjarnan þurfti einn sigur í síðustu þremur leikjum sínum og hann kom á móti Aftureldingu í kvöld. 30.8.2011 23:22 Drillo: Ótrúlegt að Ísland sé bara í 124. sæti á FIFA-listanum Íslenska landsliðið er neðar á FIFA-listanum en þjóðir eins og Færeyjar, Grenada, Liechtenstein og St. Kitts og Nevis. Það á Egil "Drillo" Olsen, þjálfari norska landsliðsins erfitt með að skilja. Noregur og Ísland mætast á Ullevaal í Osló á föstudagskvöldið og Drillo ræddi stöðu íslenska landsliðsins í viðtali við norska Dagblaðið. 30.8.2011 22:45 Þorlákur: Vissum alveg að við værum ekkert að fara að klúðra þessu „Mér líður mjög vel," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir að stelpurnar hans höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Þetta er fyrsti stóri titill félagsins í meistaraflokki í fótbolta og hann kom á fyrsta ári Þorláks með liðið. 30.8.2011 22:21 Soffía: Erum bestar á landinu „Við lögðum ansi mikið á okkur og loksins náum við að uppskera eins og við sáðum, þetta er ljúft. Það er fullkomið að ná að landa titlinum á heimavelli,“ sagði sigurreif Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir eftir að hafa landað Íslandsmeistaratitlinum með Stjörnunni í kvöld. 30.8.2011 22:04 Eyjakonur halda fjögurra stiga forystu á Þór/KA ÍBV og Þór/KA unnu bæði leiki sína í 16. umferð Pepsi-deild kvenna í kvöld en liðin eru að berjast um þriðja sætið í deildinni. Eyjakonur hafa því fjögurra stiga forskot á norðankonur þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. 30.8.2011 20:26 Stjörnukonur Íslandsmeistarar - Valur felldi Þrótt Stjörnukonur unnu í kvöld fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins í meistaraflokki karla og kvenna í fótbolta með því að vinna 3-0 sigur á Aftureldingu í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan þurfti bara einn sigur í síðustu þremur umferðunum en með þessum sigri er ljóst að Valskonur geta ekki náð Stjörnunni að stigum. 30.8.2011 20:18 Víkurfréttir: Haraldur til Noregs og framtíð Willums rædd í Keflavík Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, verður ekki meira með Keflvíkingum á þessu tímabili því hann hefur gert samning til áramóta við norska félagið Start. Víkurfréttir segir frá þessu í kvöld og einnig frá því að knattspyrnudeild Keflavíkur sé að ræða framtíð Willums Þórs Þórssonar. 30.8.2011 19:45 FH og Selfoss komin upp í Pepsi-deild kvenna FH og Selfoss tryggðu sér örugglega sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta sumri eftir sigra í seinni leikjum sínum í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í kvöld. FH vann 6-0 sigur á Haukum og því 14-1 samanlagt en Selfoss vann 6-1 sigur á Keflavík og þar með 8-4 samanlagt. 30.8.2011 19:29 KR-liðið fór í óvissuferð í dag KR-ingar fögnuðu sigrinum á Fram í Pepsi-deildinni í gær með því að skella sér í árleg óvissuferð í dag. Það sást til alls hópsins við Búlluna á Geirsgötu og Vísir forvitnaðist um málið hjá þjálfaranum Rúnari Kristinssyni. 30.8.2011 17:31 Sandra laus frá Jitex: Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil. 30.8.2011 15:15 Pepsimörkin: Gaupahornið í "Krikanum" Gaupahornið var á sínum stað í Pepsi-mörkunum í gær, Guðjón Guðmundsson hefur slegið í gegn með sínum innslögum í þættinum í sumar. 30.8.2011 14:15 Pepsimörkin: Tónlist og tilþrif úr 17. umferð Að venju var farið yfir öll helstu atvikin úr 17. umferð Pepsideildar karla í fótbolta í þættinum Pepismörkunum á á Stöð 2 sport í gærkvöld. Í myndbandinu má sjá öll mörkin og helstu tilþrifin. 30.8.2011 10:30 Guðmundur og Matthías koma inn í landsliðshópinn Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur kallað tvo leikmenn til viðbótar inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Kýpur og Noregi, en þeir Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, og Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, koma nýir inn í hópinn. 30.8.2011 09:30 Tryggva vantar bara eitt mark í að jafna metið - myndir Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-1 sigri ÍBV á Víkingi í Pepsi-deild karla í gærkvöldi. Tryggvi hefur þar með skorað 125 mörk í efstu deild og vantar aðeins eitt mark til að jafna markamet Inga Björns Albertssonar. 30.8.2011 08:45 Lukkan var með KR á móti Fram - myndir KR-ingar unnu mikilvægan 2-1 sigur á Fram í Pepsi-deild karla í gær og halda því áfram tveggja stiga forystu á ÍBV. KR hafði gert jafntefli í síðustu tveimur heimaleikjum sínum en tókst nú að landa sigri. 30.8.2011 08:30 Umfjöllun Vísis um leiki kvöldsins Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í kvöld og var mikið um að vera. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina á einum stað. 29.8.2011 22:30 Hannes tekur sæti Gunnleifs í landsliðshópnum Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, átti frábæran leik í kvöld í 2-1 sigri á Fram og eftir leikinn fékk hann þær fréttir að hann væri kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, meiddist á móti Stjörnunni í kvöld og varð að segja sig út úr hópnum. Þetta kom fram í markaþættinum "Íslenski boltinn" á RÚV í kvöld. 29.8.2011 22:43 Heimir: Gerðum barnaleg mistök Heimir Guðjónsson þjálfari FH segir lið sitt hafa gert barnarleg mistök í leik sem hann leit á sem úrslitaleik um hvort FH gæti gert alvöru atlögu að Íslandsmeistaratitlinum þegar FH steinlá 4-0 gegn Stjörnunni. 29.8.2011 22:13 Bjarni: Það blómstruðu allir Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var hinn kátasti eftir að hafa stýrt liði sínu til stór sigurs á heimavelli gegn FH, 4-0. 29.8.2011 22:11 Lennon: Hefði betur neglt boltann í mitt markið Steven Lennon, framherji Fram, var vonsvikinn í leikslok. Flott frammistaða skilaði gestunum engum stigum og útlitið er afar svart. 29.8.2011 21:14 Heimir: Var smeykur við þennan leik Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var greinilega létt að hafa unnið Víkinga í kvöld. Eyjamenn gefa því ekkert eftir í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. 29.8.2011 21:11 Kjartan Henry: Það á ekki að vera hægt að klikka víti Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, tók undir með blaðamanni að kalla mætti sigurinn Vesturbæjarliðsins baráttusigur. 29.8.2011 21:07 Þórarinn Ingi: Barátta við KR fram í síðasta leik Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV, segir að sigurinn gegn Víkingi í kvöld hafi verið gott veganesti inn í landsleikjafríið sem er fram undan í Pepsi-deild karla. 29.8.2011 21:04 Rúnar: Þrjú stig það eina sem ég er sáttur við Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með stigin þrjú en ekki spilamennsku sinna manna í kvöld. 29.8.2011 21:02 Tryggvi: Þetta var „soft“ víti Tryggvi Guðmundsson átti skrautlegan leik í kvöld. Hann skoraði mark úr víti sem hann viðurkennir að hafi ekki verið víti, skoraði mark með hnénu og fékk svo fjölda tækifæra til að innsigla þrennuna og jafna frægt markamet Inga Björns Albertssonar. 29.8.2011 20:59 Bjarnólfur: Leiðinlegur blettur á spilamennsku Tryggva Bjarnólfur Lárusson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við Tryggva Guðmundsson, leikmann ÍBV, eftir leik liðanna í kvöld. 29.8.2011 20:47 Ólafur: Það hefur vantað leikgleði í leikmenn „Fyrsti sigur okkar í langan tíma og auðvita er það ánægjulegt,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, eftir sigurinn í kvöld. 29.8.2011 20:40 Guðmundur: Það vantar allt drápseðli í þetta lið „Þetta er auðvita alveg ömurlegt og sérstaklega að geta ekki náð í stig á heimavelli,“ sagði Guðmundur Steinarsson, eftir leikinn í kvöld. 29.8.2011 20:34 Albert: Það vita allir að ég er stórhættulegur skallamaður „Þetta var langþráður sigur fyrir okkur Fylkismenn,“ sagði Albert Brynjar Ingason, besti maður vallarins í kvöld, eftir leikinn. 29.8.2011 20:21 Umfjöllun: Stjarnan slökkti í meistaravonum FH Stjarnan vann ótrúlegan 4-0 sigur á FH á heimavelli sínum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan var 1-0 yfir í hálfleik en leikurinn var bráðfjörugur og hefðu bæði lið getað skorað fleiri mörk í leiknum en sigurinn var þó síst of stór. 29.8.2011 18:15 Umfjöllun: Tryggvi með tvö í öruggum Eyjasigri Tryggva Guðmundssyni vantar nú aðeins eitt mark til að jafna markamet Inga Björns Albertssonar en hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri ÍBV á nýliðum Víkings í Fossvoginum í kvöld. 29.8.2011 17:00 Umfjöllun: Meistaraheppni í Vesturbænum KR náði í dýrmæt þrjú stig í titilbaráttunni í kvöld þegar liðið lagði lánlausa Framara 2-1 í Vesturbænum. Öll mörkin komu á síðustu tíu mínútum leiksins. 29.8.2011 17:00 Hermann og Heiðar ekki með - fjórar breytingar á A-landsliðinu Hermann Hreiðarsson, Heiðar Helguson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson verða ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur kallað inn fjóra nýja menn í hópinn. 29.8.2011 16:59 Hallgrímur og Steinþór Freyr kallaðir inn í landsliðið Hallgrímur Jónasson, leikmaður GAIS í Svíþjóð, og Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Sandnes Ulf í Noregi, hafa verið kallaðir inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari staðfesti þetta í samtali við Vísi. 29.8.2011 16:32 Umfjöllun: Fylkismenn hirtu stigin þrjú í Keflavík Fylkismenn sóttu þrjú stig suður með sjó í gær þegar lið bar sigur úr býtum gegn Keflvíkingum, 2-1, á Nettóvellinum. Albert Brynjar Ingason og Ingimundur Níels Óskarsson gerðu mörk Fylkismanna, en Guðmundur Steinarsson skoraði eina mark Keflvíkinga. 29.8.2011 14:24 AGF samdi við tvo íslenska unglinga Danska úrvalsdeildarfélagið gekk í vikunni frá samningum við tvo leikmenn íslenska U-17 landsliðsins sem fagnaði sigri á Norðurlandamótinu hér á landi fyrr í sumar - þá Óliver Sigurjónsson og Þórð Jón Jóhannesson. 29.8.2011 13:39 Valsmenn að heltast úr lestinni - myndir Valur er nú sex stigum á eftir topliði KR eftir að liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara Breiðabliks í 17. umferð Pepsi-deildar karla í gær. 29.8.2011 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Rúnar í hópi með Laudrup, Charlton, Zidane, Beckenbauer og Dalglish Rúnar Kristinsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari toppliðs KR, fær sérstaka viðurkenningu frá UEFA fyrir landsleik Íslands og Kýpur á Laugardalsvelli þriðjudaginn 6. september næstkomandi en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í kvöld. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, mun afhenda Rúnari verðlaunin fyrir hönd UEFA. 31.8.2011 22:45
Valsmenn lána Guðjón Pétur til Helsingborg út tímabilið Guðjón Pétur Lýðsson mun ekki spila fleiri leiki með Valsmönnum í Pepsi-deild karla í sumar því félagið hefur lánað hann til sænska úrvalsdeildarliðsins Helsingborg. Þetta kemur fram á heimasíðu sænska félagsins í kvöld. 31.8.2011 19:11
Ingimundur Níels í lán til Sandnes Ulf Norska félagið Sandnes Ulf hefur fengið Ingimund Níels Óskarsson að láni frá Fylki út tímabilið. Þetta kemur fram á heimasíðu norska félagsins. 31.8.2011 12:15
Guðmundur Reynir æfir með Brann Guðmundur Reynir Gunnarsson, vinstri bakvörður KR, er um þessar mundir við æfingar hjá norska félaginu Brann í Bergen. Fjallað er um Guðmund Reyni á heimasíðu félagsins og hann tekinn tali. 31.8.2011 11:15
Enginn krísufundur hjá Keflavík - Haraldur farinn til Start Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fregna af krísufundi hjá stjórn deildarinnar og brotthvarfi fyrirliðans Haralds Freys Guðmundssonar. 31.8.2011 09:36
Stjarnan sjöunda félagið sem verður Íslandsmeistari hjá konunum - myndir Stjörnukonur fögnuðu fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins eftir 3-0 sigur á Aftureldingu í gær. Stjarnan er sjöunda félagið sem nær að verða Íslandsmeistari kvenna í fótbolta en það eru liðin 18 ár síðan að nýtt nafn var skrifað á bikarinn. 31.8.2011 08:30
Gunnleifur Gunnleifsson: Lofa því að ná KR-leiknum Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH og íslenska landsliðsins meiddist í tapleiknum á móti Stjörnunni og varð að segja sig úr landsliðshópnum. Hann hefur sett stefnuna á það að koma til baka eftir landsleikjahléið. 31.8.2011 08:00
Gunnhildur Yrsa: Búnar að bíða eftir þessu í mörg ár Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var kát eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld en með honum tryggði Stjörnuliðið sér Íslandsmeistarabikarinn í fyrsta skiptið. 30.8.2011 22:33
Ásgerður: Kláruðum þetta í seinni hálfleik eins og oft áður „Þetta er geðveikt tilfinning og það er ekki hægt að lýsa þessu," sagði Stjörnukonan Ásgerður Stefanía Baldursdóttir í viðtali á SportTV í kvöld eftir að Stjarnan hafði tryggt sér Íslandsmeistarabikarinn. Stjarnan þurfti einn sigur í síðustu þremur leikjum sínum og hann kom á móti Aftureldingu í kvöld. 30.8.2011 23:22
Drillo: Ótrúlegt að Ísland sé bara í 124. sæti á FIFA-listanum Íslenska landsliðið er neðar á FIFA-listanum en þjóðir eins og Færeyjar, Grenada, Liechtenstein og St. Kitts og Nevis. Það á Egil "Drillo" Olsen, þjálfari norska landsliðsins erfitt með að skilja. Noregur og Ísland mætast á Ullevaal í Osló á föstudagskvöldið og Drillo ræddi stöðu íslenska landsliðsins í viðtali við norska Dagblaðið. 30.8.2011 22:45
Þorlákur: Vissum alveg að við værum ekkert að fara að klúðra þessu „Mér líður mjög vel," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir að stelpurnar hans höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Þetta er fyrsti stóri titill félagsins í meistaraflokki í fótbolta og hann kom á fyrsta ári Þorláks með liðið. 30.8.2011 22:21
Soffía: Erum bestar á landinu „Við lögðum ansi mikið á okkur og loksins náum við að uppskera eins og við sáðum, þetta er ljúft. Það er fullkomið að ná að landa titlinum á heimavelli,“ sagði sigurreif Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir eftir að hafa landað Íslandsmeistaratitlinum með Stjörnunni í kvöld. 30.8.2011 22:04
Eyjakonur halda fjögurra stiga forystu á Þór/KA ÍBV og Þór/KA unnu bæði leiki sína í 16. umferð Pepsi-deild kvenna í kvöld en liðin eru að berjast um þriðja sætið í deildinni. Eyjakonur hafa því fjögurra stiga forskot á norðankonur þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. 30.8.2011 20:26
Stjörnukonur Íslandsmeistarar - Valur felldi Þrótt Stjörnukonur unnu í kvöld fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins í meistaraflokki karla og kvenna í fótbolta með því að vinna 3-0 sigur á Aftureldingu í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan þurfti bara einn sigur í síðustu þremur umferðunum en með þessum sigri er ljóst að Valskonur geta ekki náð Stjörnunni að stigum. 30.8.2011 20:18
Víkurfréttir: Haraldur til Noregs og framtíð Willums rædd í Keflavík Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, verður ekki meira með Keflvíkingum á þessu tímabili því hann hefur gert samning til áramóta við norska félagið Start. Víkurfréttir segir frá þessu í kvöld og einnig frá því að knattspyrnudeild Keflavíkur sé að ræða framtíð Willums Þórs Þórssonar. 30.8.2011 19:45
FH og Selfoss komin upp í Pepsi-deild kvenna FH og Selfoss tryggðu sér örugglega sæti í Pepsi-deild kvenna á næsta sumri eftir sigra í seinni leikjum sínum í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í kvöld. FH vann 6-0 sigur á Haukum og því 14-1 samanlagt en Selfoss vann 6-1 sigur á Keflavík og þar með 8-4 samanlagt. 30.8.2011 19:29
KR-liðið fór í óvissuferð í dag KR-ingar fögnuðu sigrinum á Fram í Pepsi-deildinni í gær með því að skella sér í árleg óvissuferð í dag. Það sást til alls hópsins við Búlluna á Geirsgötu og Vísir forvitnaðist um málið hjá þjálfaranum Rúnari Kristinssyni. 30.8.2011 17:31
Sandra laus frá Jitex: Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil. 30.8.2011 15:15
Pepsimörkin: Gaupahornið í "Krikanum" Gaupahornið var á sínum stað í Pepsi-mörkunum í gær, Guðjón Guðmundsson hefur slegið í gegn með sínum innslögum í þættinum í sumar. 30.8.2011 14:15
Pepsimörkin: Tónlist og tilþrif úr 17. umferð Að venju var farið yfir öll helstu atvikin úr 17. umferð Pepsideildar karla í fótbolta í þættinum Pepismörkunum á á Stöð 2 sport í gærkvöld. Í myndbandinu má sjá öll mörkin og helstu tilþrifin. 30.8.2011 10:30
Guðmundur og Matthías koma inn í landsliðshópinn Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur kallað tvo leikmenn til viðbótar inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Kýpur og Noregi, en þeir Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, og Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, koma nýir inn í hópinn. 30.8.2011 09:30
Tryggva vantar bara eitt mark í að jafna metið - myndir Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-1 sigri ÍBV á Víkingi í Pepsi-deild karla í gærkvöldi. Tryggvi hefur þar með skorað 125 mörk í efstu deild og vantar aðeins eitt mark til að jafna markamet Inga Björns Albertssonar. 30.8.2011 08:45
Lukkan var með KR á móti Fram - myndir KR-ingar unnu mikilvægan 2-1 sigur á Fram í Pepsi-deild karla í gær og halda því áfram tveggja stiga forystu á ÍBV. KR hafði gert jafntefli í síðustu tveimur heimaleikjum sínum en tókst nú að landa sigri. 30.8.2011 08:30
Umfjöllun Vísis um leiki kvöldsins Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í kvöld og var mikið um að vera. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina á einum stað. 29.8.2011 22:30
Hannes tekur sæti Gunnleifs í landsliðshópnum Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, átti frábæran leik í kvöld í 2-1 sigri á Fram og eftir leikinn fékk hann þær fréttir að hann væri kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, meiddist á móti Stjörnunni í kvöld og varð að segja sig út úr hópnum. Þetta kom fram í markaþættinum "Íslenski boltinn" á RÚV í kvöld. 29.8.2011 22:43
Heimir: Gerðum barnaleg mistök Heimir Guðjónsson þjálfari FH segir lið sitt hafa gert barnarleg mistök í leik sem hann leit á sem úrslitaleik um hvort FH gæti gert alvöru atlögu að Íslandsmeistaratitlinum þegar FH steinlá 4-0 gegn Stjörnunni. 29.8.2011 22:13
Bjarni: Það blómstruðu allir Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var hinn kátasti eftir að hafa stýrt liði sínu til stór sigurs á heimavelli gegn FH, 4-0. 29.8.2011 22:11
Lennon: Hefði betur neglt boltann í mitt markið Steven Lennon, framherji Fram, var vonsvikinn í leikslok. Flott frammistaða skilaði gestunum engum stigum og útlitið er afar svart. 29.8.2011 21:14
Heimir: Var smeykur við þennan leik Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var greinilega létt að hafa unnið Víkinga í kvöld. Eyjamenn gefa því ekkert eftir í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. 29.8.2011 21:11
Kjartan Henry: Það á ekki að vera hægt að klikka víti Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, tók undir með blaðamanni að kalla mætti sigurinn Vesturbæjarliðsins baráttusigur. 29.8.2011 21:07
Þórarinn Ingi: Barátta við KR fram í síðasta leik Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV, segir að sigurinn gegn Víkingi í kvöld hafi verið gott veganesti inn í landsleikjafríið sem er fram undan í Pepsi-deild karla. 29.8.2011 21:04
Rúnar: Þrjú stig það eina sem ég er sáttur við Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með stigin þrjú en ekki spilamennsku sinna manna í kvöld. 29.8.2011 21:02
Tryggvi: Þetta var „soft“ víti Tryggvi Guðmundsson átti skrautlegan leik í kvöld. Hann skoraði mark úr víti sem hann viðurkennir að hafi ekki verið víti, skoraði mark með hnénu og fékk svo fjölda tækifæra til að innsigla þrennuna og jafna frægt markamet Inga Björns Albertssonar. 29.8.2011 20:59
Bjarnólfur: Leiðinlegur blettur á spilamennsku Tryggva Bjarnólfur Lárusson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við Tryggva Guðmundsson, leikmann ÍBV, eftir leik liðanna í kvöld. 29.8.2011 20:47
Ólafur: Það hefur vantað leikgleði í leikmenn „Fyrsti sigur okkar í langan tíma og auðvita er það ánægjulegt,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, eftir sigurinn í kvöld. 29.8.2011 20:40
Guðmundur: Það vantar allt drápseðli í þetta lið „Þetta er auðvita alveg ömurlegt og sérstaklega að geta ekki náð í stig á heimavelli,“ sagði Guðmundur Steinarsson, eftir leikinn í kvöld. 29.8.2011 20:34
Albert: Það vita allir að ég er stórhættulegur skallamaður „Þetta var langþráður sigur fyrir okkur Fylkismenn,“ sagði Albert Brynjar Ingason, besti maður vallarins í kvöld, eftir leikinn. 29.8.2011 20:21
Umfjöllun: Stjarnan slökkti í meistaravonum FH Stjarnan vann ótrúlegan 4-0 sigur á FH á heimavelli sínum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan var 1-0 yfir í hálfleik en leikurinn var bráðfjörugur og hefðu bæði lið getað skorað fleiri mörk í leiknum en sigurinn var þó síst of stór. 29.8.2011 18:15
Umfjöllun: Tryggvi með tvö í öruggum Eyjasigri Tryggva Guðmundssyni vantar nú aðeins eitt mark til að jafna markamet Inga Björns Albertssonar en hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri ÍBV á nýliðum Víkings í Fossvoginum í kvöld. 29.8.2011 17:00
Umfjöllun: Meistaraheppni í Vesturbænum KR náði í dýrmæt þrjú stig í titilbaráttunni í kvöld þegar liðið lagði lánlausa Framara 2-1 í Vesturbænum. Öll mörkin komu á síðustu tíu mínútum leiksins. 29.8.2011 17:00
Hermann og Heiðar ekki með - fjórar breytingar á A-landsliðinu Hermann Hreiðarsson, Heiðar Helguson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson verða ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur kallað inn fjóra nýja menn í hópinn. 29.8.2011 16:59
Hallgrímur og Steinþór Freyr kallaðir inn í landsliðið Hallgrímur Jónasson, leikmaður GAIS í Svíþjóð, og Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Sandnes Ulf í Noregi, hafa verið kallaðir inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari staðfesti þetta í samtali við Vísi. 29.8.2011 16:32
Umfjöllun: Fylkismenn hirtu stigin þrjú í Keflavík Fylkismenn sóttu þrjú stig suður með sjó í gær þegar lið bar sigur úr býtum gegn Keflvíkingum, 2-1, á Nettóvellinum. Albert Brynjar Ingason og Ingimundur Níels Óskarsson gerðu mörk Fylkismanna, en Guðmundur Steinarsson skoraði eina mark Keflvíkinga. 29.8.2011 14:24
AGF samdi við tvo íslenska unglinga Danska úrvalsdeildarfélagið gekk í vikunni frá samningum við tvo leikmenn íslenska U-17 landsliðsins sem fagnaði sigri á Norðurlandamótinu hér á landi fyrr í sumar - þá Óliver Sigurjónsson og Þórð Jón Jóhannesson. 29.8.2011 13:39
Valsmenn að heltast úr lestinni - myndir Valur er nú sex stigum á eftir topliði KR eftir að liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara Breiðabliks í 17. umferð Pepsi-deildar karla í gær. 29.8.2011 07:00