Fleiri fréttir

Páll: Hjálpar allt í stigasöfnuninni

Páll Viðar Gíslason leit á jákvæðu hliðarnar á steindauðu jafntefli við Grindavík í kvöld. Hann sér batamerki á liðinu eftir þrjú töp í röð.

Umfjöllun: Markalaust og leiðinlegt

Þór og Grindavík gerðu markalaust jafntefli og bragðdaufum og tíðindalitlum leik fyrir norðan. Hvorugt liðið virtist þora að sækja til sigurs.

Umfjöllun: Guðjón Pétur náði í stig fyrir Valsmenn

Blikar og Valsmenn gerðu 1-1 jafntefli á rennandi blautum Kópavogsvelli í kvöld, en Valsmenn jöfnuðu metin í blálokin þegar Guðjón Pétur Lýðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Andri Rafn Yeoman skoraði mark Breiðabliks rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og það stefndi allt í heimasigur. Valsmenn gefast aftur á móti aldrei upp og náðu að knýja fram jafntefli.

Þróttur á leið niður en FH upp

Þróttur er í slæmri stöðu á botni Pepsi-deildar kvenna en liðið tapaði í dag fyrir Fylki, 2-1. FH-ingar eru á leið upp úr 1. deildinni eftir stórsigur á grönnum sínum í Haukum.

KR lagði Grindavík í botnslag - myndir

KR vann 2-1 sigur á Grindavík í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Sigurinn var afar dýrmætur fyrir Vesturbæjarliðið en liðin voru bæði með 10 stig í næstneðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á KR-vellinum og smellti af.

Gylfi Orrason: Brosum bara í kampinn

Mikil og heit umræða hefur verið um dómgæsluna í toppslag KR og ÍBV í fyrrakvöld, sem og á leikjum KR fyrr í sumar. Gylfi Þór Orrason, formaður dómaranefndar KSÍ, gefur lítið fyrir umræðuna. „Dómarar eru með sterk bein.“

Teitur Þórðarson: Eigum hörku knattspyrnumenn

Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá Knattspyrnusambandi Íslands á fimmtudaginn að samningur við Ólaf Jóhannesson, núverandi landsliðsþjálfara, yrði ekki endurnýjaður. Teitur Þórðarson, sem þjálfaði á sínum tíma landslið Eistlands með góðum árangri, er spenntur fyrir starfinu.

Veigar Páll: Fátt skemmtilegra en að spila gegn Noregi

Veigar Páll Gunnarsson var valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012 byrjun september. Veigar Páll þekkir mjög vel til í Noregi, þar sem hann hefur spilað í átta ár, og hlakkar hann vitanlega mjög til að fá að mæta Norðmönnum á nýjan leik.

Eyjamennirnir hætta aldrei

Jöfnunarmark Aarons Spear á KR-vellinum í fyrrakvöld mun hafa mikil áhrif á þróun mála í titilbaráttu Pepsi-deildar karla í sumar en það var líka enn eitt dæmið um að Eyjamennirnir hætta aldrei og eru alltaf líklegir til að skora, sama hversu lítið er eftir af leikjunum.

KR stöðvaði sigurgöngu Grindavíkurliðsins

KR-konur unnu 2-1 sigur á Grindavík í afar mikilvægum leik í fallbaráttu Pepsi-deildar kvenna sem fram fór á KR-vellinum í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í 8. og 9. sæti deildarinnar en með þessum sigri slapp KR-liðið úr allra mestu fallhættunni.

Stjörnukonur geta orðið meistarar í næsta leik - unnu sigur í Eyjum

Stjarnan náði aftur sjö stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 2-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Þessi sigur þýðir að Stjarnan getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn með því að vinna Aftureldingu á heimavelli á þriðjudaginn kemur.

Dramatík í lokin og áfram spenna á toppnum - myndir

Eyjamenn tryggðu sér dramatískt jafntefli í uppbótartíma í toppslagnum á KR-vellinum í gærkvöld og sáu um leið til þess að spennan er áfram í baráttunni um Íslandsmeistarabikarinn í Pepsi-deild karla.

Geir: Nýr þjálfari fær nægan tíma

Geir Þorsteinsson segir að það hafi ekki verið nauðsynlegt að ráða nýjan þjálfara strax í sumar til að gefa honum meiri tíma til að aðlagast nýju starfi.

HK enn á lífi eftir annan 3-0 sigurinn í röð - Haukar unnu Leikni

HK-ingar eru enn á lífi í 1. deild karla í fótbolta eftir 3-0 útisigur á ÍR í Mjóddinni í kvöld. HK hefði fallið í 2. deild með tapi alveg eins og í síðasta leik þegar HK-ingar unnu 3-0 sigur á BÍ/Bolungarvík. Þetta eru tveir fyrstu sigrar HK-liðsins í sumar.

Ólafur: Kom ekki til greina að hætta

Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið til greina að hætta áður en samningur hans við KSÍ rennur út.

Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út.

Gunnleifur og Veigar Páll aftur inn í A-landsliðið

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM í næstu viku. Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september en fjórum dögum áður fer liðið til Noregs og mætir heimamönnum á Ullevi í Osló.

Ólafur hættir með landsliðið í haust

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan.

Engin hljóðfæri í stúkunni á KR-vellinum

Reiknað er með góðri mætingu á KR-völlinn í kvöld en ljóst að áhorfendur verða að láta hendur og raddbönd nægja til þess að styðja sín lið. Á KR-vellinum ríkir hljóðfærabann sem þýðir að meðlimir stuðningsbands ÍBV, Stalla-Hú, þurfa að skilja hljóðfæri sín eftir heima.

Eyjamenn taka stóra prófið í kvöld

KR og ÍBV mætast í fyrsta sinn á tímabilinu í kvöld þegar leikur liðanna úr 9. umferð fer fram. Leiknum var frestað á sínum tíma vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppnunum. Um toppslag er að ræða í deildinni og ljóst að það er mikið undir.

Arnar Sveinn: Refsing aganefndar salómonsdómur

Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir dóm aga- og úrskurðarnefnda KSÍ undarlegan. Hann ítrekar að um algjört óviljaverk hafi verið að ræða.

Denis Sytnik líklega ekki meira með í sumar

Sóknarmaðurinn Denis Sytnik mun líklega ekki spila meira með ÍBV í sumar vegna hnémeiðsla. Hann hefur ekkert getað æft með Eyjamönnum síðustu þrjár vikurnar.

Ísland aldrei neðar - í 124. sæti

Ísland féll niður um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA eftir 4-0 tapið fyrir Ungverjum fyrr í þessum mánuði. Ísland hefur aldrei verið neðar á listanum.

Steven Lennon: Við getum bjargað okkur

Steven Lennon er leikmaður 16. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja þegar Fram vann 3-1 sigur á Val í fyrrakvöld. Þetta var aðeins annar sigur Fram í sumar en Lennon skoraði einmitt sigurmarkið í hinum sigurleiknum – gegn Víkingi 18. júlí. Alls hefur hann nú skorað fjögur mörk í sex leikjum.

Óvíst hvort Gylfi Einarsson getur spilað meira með Fylki á tímabilinu

Gylfi Einarsson hefur lítið spilað með Fylki að undanförnu en hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða. Fylkismenn hafa verið í frjálsu falli í Pepsi-deildinni en þeir hafa verið duglegir að missa menn í leikbönn og meiðsli. Þar að auki fór Andrés Már Jóhannesson utan í atvinnumennsku.

Meiðslalistinn lengist hjá KR

Þónokkuð er um meiðsli í herbúðum KR en í fyrrakvöld urðu þrír leikmenn að fara meiddir af velli þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna.

Arnar Sveinn í tveggja leikja bann

Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Arnar Sveinn hlaut rautt spjald í viðureign Fram og Vals á Laugardalsvelli í gærkvöld.

Sjá næstu 50 fréttir