Umfjöllun: Þróttarasigur í tilefni dagsins Ómar Þorgeirsson skrifar 5. ágúst 2009 23:30 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Þróttarar fögnuðu 1-3 sigri gegn Fjölni í botnbaráttuslag Pepsi-deildar karla í kvöld á 60 ára afmælisdegi félagsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur þar sem heimamenn í Fjölni réðu ferðinni framan af leik en gestirnir í Þrótti höfðu yfirhöndina í skrautlegum seinni hálfleik þar sem tveir Fjölnismenn fuku útaf með rautt spjald. Fjölnismenn mættu annars grimmir til leiks á Fjölnisvelli í kvöld og virkuðu líklegri til þess að skora framan af. Það dró svo til tíðinda á 17. mínútu þegar Ásgeir Aron Ásgeirsson komst upp að endamörkum eftir nett þríhyrningsspil við Tómas Leifsson og sendi fyrir markið á Jónas Grana Garðarsson sem skoraði með föstu skoti af stuttu færi. 1-0 fyrir Fjölni og forystan var verðskulduð. Fjölnismenn héldu áfram að pressa stíft að marki Þróttar eftir markið en inn vildi boltinn ekki. Það var því heldur svekkjandi fyrir Fjölnismenn þegar gestirnir jöfnuðu í blálok fyrri hálfleiks með góðu skallamarki Hauks Páls Sigurðssonar. Staðan í hálfleik var því 1-1 og gestirnir gátu vel við unað miðað við hvenig leikurinn spilaðist í fyrri hálfleik. Allt annað var hins vegar að sjá til gestanna í upphafi seinni hálfleiks og Þróttarar léku af mikilli ákveðni og höfðu trú á því sem þeir voru að gera. Gestirnir uppskáru eins og þeir sáðu á 54. mínútu þegar Samuel Malsom lék á Hrafn í marki Fjölnis og skoraði af öryggi eftir að Fjölnismenn höfðu tapað boltanum klaufalega á eigin vallarhelmingi. Fjölnismenn létu mótlætið eitthvað fara í taugarnar á sér og á 71. mínútu fékk Gunnar Már Guðmundsson sitt annað gula spjald fyrir glórulausa tæklingu en stuttu áður hafði hann fengið gult spjald fyrir kjaftbrúk. Lítið við rauða spjaldinu að segja en Fjölnismenn voru augljóslega svekktir út í Valgeir Valgeirsson dómara leiksins. Það liðu aðeins tvær mínútur þangað til dómarinn mundaði rauða spjaldið að nýju og það fékk Ásgeir Aron Ásgeirsson fyrir tæklingu en sá dómur verður að teljast nokkuð strangur. Eftirleikurinn var eðlilega nokkuð auðveldur hjá Þrótturum gegn níu Fjölnismönnum og varamaðurinn Andrés Vilhjálmsson innsiglaði 1-3 sigur gestanna með marki skömmu fyrir leikslok. Sigurinn kemur Þrótturum reyndar ekki upp úr botnsætinu en þeir eru nú aðeins stigi á eftir bæði Grindvíkingum og Fjölnismönnum. Spennandi fallbarátta heldur því áfram og hreint út sagt rosalegir sex stiga leikir í næstu umferð þegar Þróttur tekur á móti Grindavík á Valbjarnarvelli annars vegar og Fjölnir heimsækir ÍBV til Eyja hins vegar.Tölfræði:Fjölnir - Þróttur 1-3 1-0 Jónas Grani Garðarsson (17.) 1-1 Haukur Páll Sigurðsson (45.) 1-2 Samuel Malsom (54.) 1-3 Andrés Vilhjálmsson (88.) Rautt spjald: Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni (71.), Ásgeir Aron Ásgeirsson, Fjölni (73.). Fjölnisvöllur, áhorfendur 931 Dómari: Valgeir Valgeirsson (4) Skot (á mark): 11-8 (3-5) Varin skot: Hrafn 2 - Sindri Snær 2 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 14-17 Rangstöður: 2-2Fjölnir (3-5-2) Hrafn Davíðsson 5 Ásgeir Aron Ásgeirsson 5 Marinko Skaricic 5 Gunnar Valur Gunnarsson 4 Illugi Þór Gunnarsson 6 (88., Ragnar Heimir Gunnarsson -) Gunnar Már Guðmundsson 3 Andri Steinn Birgisson 6 Tómas Leifsson 6 (88., Kristinn Freyr Sigurðsson -) Magnús Ingi Einarsson 5 Jónas Grani Garðarsson 6 Andri Valur Ívarsson 5 (64., Ágúst Þór Ágústsson 5)Þróttur (4-5-1) Sindri Snær Jensson 6 Jón Ragnar Jónsson 6 Dennis Danry 7 Dusan Ivkovic 7 Runólfur Sigmundsson 6 Morten Smidt 4 (74., Andrés Vilhjálmsson -) Oddur Ingi Guðmundsson 6*Haukur Páll Sigurðsson 8 - maður leiksins Kristján Ómar Björnsson 7 Milos Tanasic 3 (46., Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7) Samuel Malson 6 (82., Birkir Pálsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fjölnir - Þróttur Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Þróttarar fögnuðu 1-3 sigri gegn Fjölni í botnbaráttuslag Pepsi-deildar karla í kvöld á 60 ára afmælisdegi félagsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur þar sem heimamenn í Fjölni réðu ferðinni framan af leik en gestirnir í Þrótti höfðu yfirhöndina í skrautlegum seinni hálfleik þar sem tveir Fjölnismenn fuku útaf með rautt spjald. Fjölnismenn mættu annars grimmir til leiks á Fjölnisvelli í kvöld og virkuðu líklegri til þess að skora framan af. Það dró svo til tíðinda á 17. mínútu þegar Ásgeir Aron Ásgeirsson komst upp að endamörkum eftir nett þríhyrningsspil við Tómas Leifsson og sendi fyrir markið á Jónas Grana Garðarsson sem skoraði með föstu skoti af stuttu færi. 1-0 fyrir Fjölni og forystan var verðskulduð. Fjölnismenn héldu áfram að pressa stíft að marki Þróttar eftir markið en inn vildi boltinn ekki. Það var því heldur svekkjandi fyrir Fjölnismenn þegar gestirnir jöfnuðu í blálok fyrri hálfleiks með góðu skallamarki Hauks Páls Sigurðssonar. Staðan í hálfleik var því 1-1 og gestirnir gátu vel við unað miðað við hvenig leikurinn spilaðist í fyrri hálfleik. Allt annað var hins vegar að sjá til gestanna í upphafi seinni hálfleiks og Þróttarar léku af mikilli ákveðni og höfðu trú á því sem þeir voru að gera. Gestirnir uppskáru eins og þeir sáðu á 54. mínútu þegar Samuel Malsom lék á Hrafn í marki Fjölnis og skoraði af öryggi eftir að Fjölnismenn höfðu tapað boltanum klaufalega á eigin vallarhelmingi. Fjölnismenn létu mótlætið eitthvað fara í taugarnar á sér og á 71. mínútu fékk Gunnar Már Guðmundsson sitt annað gula spjald fyrir glórulausa tæklingu en stuttu áður hafði hann fengið gult spjald fyrir kjaftbrúk. Lítið við rauða spjaldinu að segja en Fjölnismenn voru augljóslega svekktir út í Valgeir Valgeirsson dómara leiksins. Það liðu aðeins tvær mínútur þangað til dómarinn mundaði rauða spjaldið að nýju og það fékk Ásgeir Aron Ásgeirsson fyrir tæklingu en sá dómur verður að teljast nokkuð strangur. Eftirleikurinn var eðlilega nokkuð auðveldur hjá Þrótturum gegn níu Fjölnismönnum og varamaðurinn Andrés Vilhjálmsson innsiglaði 1-3 sigur gestanna með marki skömmu fyrir leikslok. Sigurinn kemur Þrótturum reyndar ekki upp úr botnsætinu en þeir eru nú aðeins stigi á eftir bæði Grindvíkingum og Fjölnismönnum. Spennandi fallbarátta heldur því áfram og hreint út sagt rosalegir sex stiga leikir í næstu umferð þegar Þróttur tekur á móti Grindavík á Valbjarnarvelli annars vegar og Fjölnir heimsækir ÍBV til Eyja hins vegar.Tölfræði:Fjölnir - Þróttur 1-3 1-0 Jónas Grani Garðarsson (17.) 1-1 Haukur Páll Sigurðsson (45.) 1-2 Samuel Malsom (54.) 1-3 Andrés Vilhjálmsson (88.) Rautt spjald: Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni (71.), Ásgeir Aron Ásgeirsson, Fjölni (73.). Fjölnisvöllur, áhorfendur 931 Dómari: Valgeir Valgeirsson (4) Skot (á mark): 11-8 (3-5) Varin skot: Hrafn 2 - Sindri Snær 2 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 14-17 Rangstöður: 2-2Fjölnir (3-5-2) Hrafn Davíðsson 5 Ásgeir Aron Ásgeirsson 5 Marinko Skaricic 5 Gunnar Valur Gunnarsson 4 Illugi Þór Gunnarsson 6 (88., Ragnar Heimir Gunnarsson -) Gunnar Már Guðmundsson 3 Andri Steinn Birgisson 6 Tómas Leifsson 6 (88., Kristinn Freyr Sigurðsson -) Magnús Ingi Einarsson 5 Jónas Grani Garðarsson 6 Andri Valur Ívarsson 5 (64., Ágúst Þór Ágústsson 5)Þróttur (4-5-1) Sindri Snær Jensson 6 Jón Ragnar Jónsson 6 Dennis Danry 7 Dusan Ivkovic 7 Runólfur Sigmundsson 6 Morten Smidt 4 (74., Andrés Vilhjálmsson -) Oddur Ingi Guðmundsson 6*Haukur Páll Sigurðsson 8 - maður leiksins Kristján Ómar Björnsson 7 Milos Tanasic 3 (46., Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7) Samuel Malson 6 (82., Birkir Pálsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fjölnir - Þróttur Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira