Umfjöllun: Þróttarasigur í tilefni dagsins Ómar Þorgeirsson skrifar 5. ágúst 2009 23:30 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Þróttarar fögnuðu 1-3 sigri gegn Fjölni í botnbaráttuslag Pepsi-deildar karla í kvöld á 60 ára afmælisdegi félagsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur þar sem heimamenn í Fjölni réðu ferðinni framan af leik en gestirnir í Þrótti höfðu yfirhöndina í skrautlegum seinni hálfleik þar sem tveir Fjölnismenn fuku útaf með rautt spjald. Fjölnismenn mættu annars grimmir til leiks á Fjölnisvelli í kvöld og virkuðu líklegri til þess að skora framan af. Það dró svo til tíðinda á 17. mínútu þegar Ásgeir Aron Ásgeirsson komst upp að endamörkum eftir nett þríhyrningsspil við Tómas Leifsson og sendi fyrir markið á Jónas Grana Garðarsson sem skoraði með föstu skoti af stuttu færi. 1-0 fyrir Fjölni og forystan var verðskulduð. Fjölnismenn héldu áfram að pressa stíft að marki Þróttar eftir markið en inn vildi boltinn ekki. Það var því heldur svekkjandi fyrir Fjölnismenn þegar gestirnir jöfnuðu í blálok fyrri hálfleiks með góðu skallamarki Hauks Páls Sigurðssonar. Staðan í hálfleik var því 1-1 og gestirnir gátu vel við unað miðað við hvenig leikurinn spilaðist í fyrri hálfleik. Allt annað var hins vegar að sjá til gestanna í upphafi seinni hálfleiks og Þróttarar léku af mikilli ákveðni og höfðu trú á því sem þeir voru að gera. Gestirnir uppskáru eins og þeir sáðu á 54. mínútu þegar Samuel Malsom lék á Hrafn í marki Fjölnis og skoraði af öryggi eftir að Fjölnismenn höfðu tapað boltanum klaufalega á eigin vallarhelmingi. Fjölnismenn létu mótlætið eitthvað fara í taugarnar á sér og á 71. mínútu fékk Gunnar Már Guðmundsson sitt annað gula spjald fyrir glórulausa tæklingu en stuttu áður hafði hann fengið gult spjald fyrir kjaftbrúk. Lítið við rauða spjaldinu að segja en Fjölnismenn voru augljóslega svekktir út í Valgeir Valgeirsson dómara leiksins. Það liðu aðeins tvær mínútur þangað til dómarinn mundaði rauða spjaldið að nýju og það fékk Ásgeir Aron Ásgeirsson fyrir tæklingu en sá dómur verður að teljast nokkuð strangur. Eftirleikurinn var eðlilega nokkuð auðveldur hjá Þrótturum gegn níu Fjölnismönnum og varamaðurinn Andrés Vilhjálmsson innsiglaði 1-3 sigur gestanna með marki skömmu fyrir leikslok. Sigurinn kemur Þrótturum reyndar ekki upp úr botnsætinu en þeir eru nú aðeins stigi á eftir bæði Grindvíkingum og Fjölnismönnum. Spennandi fallbarátta heldur því áfram og hreint út sagt rosalegir sex stiga leikir í næstu umferð þegar Þróttur tekur á móti Grindavík á Valbjarnarvelli annars vegar og Fjölnir heimsækir ÍBV til Eyja hins vegar.Tölfræði:Fjölnir - Þróttur 1-3 1-0 Jónas Grani Garðarsson (17.) 1-1 Haukur Páll Sigurðsson (45.) 1-2 Samuel Malsom (54.) 1-3 Andrés Vilhjálmsson (88.) Rautt spjald: Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni (71.), Ásgeir Aron Ásgeirsson, Fjölni (73.). Fjölnisvöllur, áhorfendur 931 Dómari: Valgeir Valgeirsson (4) Skot (á mark): 11-8 (3-5) Varin skot: Hrafn 2 - Sindri Snær 2 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 14-17 Rangstöður: 2-2Fjölnir (3-5-2) Hrafn Davíðsson 5 Ásgeir Aron Ásgeirsson 5 Marinko Skaricic 5 Gunnar Valur Gunnarsson 4 Illugi Þór Gunnarsson 6 (88., Ragnar Heimir Gunnarsson -) Gunnar Már Guðmundsson 3 Andri Steinn Birgisson 6 Tómas Leifsson 6 (88., Kristinn Freyr Sigurðsson -) Magnús Ingi Einarsson 5 Jónas Grani Garðarsson 6 Andri Valur Ívarsson 5 (64., Ágúst Þór Ágústsson 5)Þróttur (4-5-1) Sindri Snær Jensson 6 Jón Ragnar Jónsson 6 Dennis Danry 7 Dusan Ivkovic 7 Runólfur Sigmundsson 6 Morten Smidt 4 (74., Andrés Vilhjálmsson -) Oddur Ingi Guðmundsson 6*Haukur Páll Sigurðsson 8 - maður leiksins Kristján Ómar Björnsson 7 Milos Tanasic 3 (46., Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7) Samuel Malson 6 (82., Birkir Pálsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fjölnir - Þróttur Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Þróttarar fögnuðu 1-3 sigri gegn Fjölni í botnbaráttuslag Pepsi-deildar karla í kvöld á 60 ára afmælisdegi félagsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur þar sem heimamenn í Fjölni réðu ferðinni framan af leik en gestirnir í Þrótti höfðu yfirhöndina í skrautlegum seinni hálfleik þar sem tveir Fjölnismenn fuku útaf með rautt spjald. Fjölnismenn mættu annars grimmir til leiks á Fjölnisvelli í kvöld og virkuðu líklegri til þess að skora framan af. Það dró svo til tíðinda á 17. mínútu þegar Ásgeir Aron Ásgeirsson komst upp að endamörkum eftir nett þríhyrningsspil við Tómas Leifsson og sendi fyrir markið á Jónas Grana Garðarsson sem skoraði með föstu skoti af stuttu færi. 1-0 fyrir Fjölni og forystan var verðskulduð. Fjölnismenn héldu áfram að pressa stíft að marki Þróttar eftir markið en inn vildi boltinn ekki. Það var því heldur svekkjandi fyrir Fjölnismenn þegar gestirnir jöfnuðu í blálok fyrri hálfleiks með góðu skallamarki Hauks Páls Sigurðssonar. Staðan í hálfleik var því 1-1 og gestirnir gátu vel við unað miðað við hvenig leikurinn spilaðist í fyrri hálfleik. Allt annað var hins vegar að sjá til gestanna í upphafi seinni hálfleiks og Þróttarar léku af mikilli ákveðni og höfðu trú á því sem þeir voru að gera. Gestirnir uppskáru eins og þeir sáðu á 54. mínútu þegar Samuel Malsom lék á Hrafn í marki Fjölnis og skoraði af öryggi eftir að Fjölnismenn höfðu tapað boltanum klaufalega á eigin vallarhelmingi. Fjölnismenn létu mótlætið eitthvað fara í taugarnar á sér og á 71. mínútu fékk Gunnar Már Guðmundsson sitt annað gula spjald fyrir glórulausa tæklingu en stuttu áður hafði hann fengið gult spjald fyrir kjaftbrúk. Lítið við rauða spjaldinu að segja en Fjölnismenn voru augljóslega svekktir út í Valgeir Valgeirsson dómara leiksins. Það liðu aðeins tvær mínútur þangað til dómarinn mundaði rauða spjaldið að nýju og það fékk Ásgeir Aron Ásgeirsson fyrir tæklingu en sá dómur verður að teljast nokkuð strangur. Eftirleikurinn var eðlilega nokkuð auðveldur hjá Þrótturum gegn níu Fjölnismönnum og varamaðurinn Andrés Vilhjálmsson innsiglaði 1-3 sigur gestanna með marki skömmu fyrir leikslok. Sigurinn kemur Þrótturum reyndar ekki upp úr botnsætinu en þeir eru nú aðeins stigi á eftir bæði Grindvíkingum og Fjölnismönnum. Spennandi fallbarátta heldur því áfram og hreint út sagt rosalegir sex stiga leikir í næstu umferð þegar Þróttur tekur á móti Grindavík á Valbjarnarvelli annars vegar og Fjölnir heimsækir ÍBV til Eyja hins vegar.Tölfræði:Fjölnir - Þróttur 1-3 1-0 Jónas Grani Garðarsson (17.) 1-1 Haukur Páll Sigurðsson (45.) 1-2 Samuel Malsom (54.) 1-3 Andrés Vilhjálmsson (88.) Rautt spjald: Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni (71.), Ásgeir Aron Ásgeirsson, Fjölni (73.). Fjölnisvöllur, áhorfendur 931 Dómari: Valgeir Valgeirsson (4) Skot (á mark): 11-8 (3-5) Varin skot: Hrafn 2 - Sindri Snær 2 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 14-17 Rangstöður: 2-2Fjölnir (3-5-2) Hrafn Davíðsson 5 Ásgeir Aron Ásgeirsson 5 Marinko Skaricic 5 Gunnar Valur Gunnarsson 4 Illugi Þór Gunnarsson 6 (88., Ragnar Heimir Gunnarsson -) Gunnar Már Guðmundsson 3 Andri Steinn Birgisson 6 Tómas Leifsson 6 (88., Kristinn Freyr Sigurðsson -) Magnús Ingi Einarsson 5 Jónas Grani Garðarsson 6 Andri Valur Ívarsson 5 (64., Ágúst Þór Ágústsson 5)Þróttur (4-5-1) Sindri Snær Jensson 6 Jón Ragnar Jónsson 6 Dennis Danry 7 Dusan Ivkovic 7 Runólfur Sigmundsson 6 Morten Smidt 4 (74., Andrés Vilhjálmsson -) Oddur Ingi Guðmundsson 6*Haukur Páll Sigurðsson 8 - maður leiksins Kristján Ómar Björnsson 7 Milos Tanasic 3 (46., Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7) Samuel Malson 6 (82., Birkir Pálsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fjölnir - Þróttur Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira