Fleiri fréttir

Logi: Hefði viljað geta notað Prinsinn

Logi Ólafsson þjálfari KR viðurkennir að hann hefði gjarnan viljað geta notað Prince Rajcomar í leiknum gegn Val Í VISA-bikarnum en leikmaðurinn fór óvænt á reynslu hjá c-deildarfélaginu MK Dons á Englandi.

Bjarni Ólafur: Ömurlegt að tapa gegn KR

Fyrirliðinn Bjarni Ólafur Eiríksson hjá Val var afar óhress með spilamennsku síns liðs í 1-3 tapinu gegn erkifjendunum í KR á Vodafonevellinum í kvöld.

Óskar: Ég hrinti honum bara frá og því fór sem fór

„Gríðarlega skemmtilegur sigur og sterkur hjá okkur. Það er bara mikil jákvæðni í kringum KR núna og þessi sigur lofar góðu upp á framhaldið,“ segir miðjumaðurinn Óskar Örn Hauksson hjá KR sem var atkvæðamikill í 1-3 sigrinum gegn Val í VISA-bikarnum á Vodafonevellinum í kvöld.

Atli: Vafaatriðin féllu með þeim

Atli Eðvaldsson þjálfari Vals var að vonum svekktur með 1-3 tapið gegn KR í VISA-bikarnum á Vodafonevellinum í kvöld eftir að Valur hafði leitt leikinn 1-0 í hálfleik.

Logi: Það er gríðarlega góður liðsandi í KR

„Ég er náttúrulega fyrst og síðast ánægður með sigurinn. Mér fannst við ekki vera að spila nægilega vel í fyrri hálfleik og vorum þá ónákvæmir í flestum okkar aðgerðum en það lagaðist í seinni hálfleik.

Gummi Ben kemur KR-ingum yfir

Guðmundur Benediktsson, fyrrum leikmaður Vals, var rétt í þessu að koma KR yfir 1-2 með marki úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Grétari Sigfinni Sigurðarsyni í vítateignum.

KR-ingar búnir að jafna - tvö rauð spjöld

Síðari hálfleikur á Vodafonevellinum fer heldur betur fjörlega af stað því Marel Jóhann Baldvinsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir tveggja mínútna leik.

Igor Pesic snýr aftur upp á Skaga

Skagamenn hafa fengið liðstyrk fyrir lokabaráttuna í 1. deild karla en eins og er liðið í miðri fallbaráttu í deildinni eftir erfiðan júlímánuð. Igor Pesic er kominn aftur til liðsins en hann lék með liðinu frá 2005 til 2006. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins.

Frítt fyrir unga og gamla á leik Íslands og Slóvakíu

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna, ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu sem fram fer á Laugardalsvelli 12. ágúst næstkomandi kl. 19:00. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandins.

KR-ingar leigja Stefán Loga til Lilleström

KR og norska félagið Lilleström hafa náð samkomulagi um leikmannaskipti á markvörðunum Stefáni Loga Magnússyni og Andre Hansen en aðeins er þó um leigusamning að ræða út yfirstandi tímabil.

Haraldur: Ég náði að þrauka út leikinn

„Þetta getur ekki byrjað betur en þetta," sagði Haraldur Guðmundsson eftir 3-1 sigur Keflavíkur á Íslandsmeisturum FH í fyrsta leik hans með Keflavík í tæp fimm ár.

Óli Þórðar: Þetta var ekki víti

„Vítaspyrnudómurinn var rangur, hann var vendipunkturinn í leiknum og skipti sköpum hér í kvöld,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, þó með stóískri ró, eftir að lið hans beið lægri hlut fyrir Fram 2-0, í 8-liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu.

Kristján Guðmundsson: Vitum af veikleikum í varnarleik FH-liðsins

„Við vorum feykilega góðir allan tímann þar sem við erum ellefu inn á vellinum. Við náðum þessum markmiði okkar sem var að skora fyrsta markið í leiknum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir 3-1 sigur á FH í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld.

Grétar Sigfinnur: Áttum ekki að fá á okkur mark

Grétar Sigfinnur Sigurðarson fyrirliði KR hefur leikið þrjá Evrópuleiki á ferlinum og skorað í þeim tvö mörk en vildi lítið dvelja við það enda ósáttur við að landa ekki sigri gegn Basel í kvöld.

Keflvíkingar slógu FH-inga út úr bikarnum annað árið í röð

Keflvíkingar halda áfram að reynast Íslandsmeisturum FH-inga afar erfiðir eftir að þeir slógu þá út úr VISA-bikarnum annað árið í röð með 3-1 sigri á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Símun Samuelsen skoraði tvö mörk Keflvíkinga, lagði upp það þriðja og átti mestan þátt í að Keflvíkingar eru komnir i undanúrslitaleikinn.

Fram - Fylkir 2-0: Umfjöllun

Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli, þar sem Fylkismenn sóttu Framara heim, í 8-liða úrslitum VISA bikarsins í knattspyrnu karla. Leiknum lauk með 2-0 sigri Fram.

Umfjöllun: Barátta innan sem utan vallar í Kópavogi

Það var sannkallaður hiti á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik sló nágranna sína úr HK út úr Visabikarnum með marki frá Guðmundi Péturssyni. Mikil barátta var innan vallar sem utan, og var meðal annars slegist í stúkunni.

Enn 250 miðar eftir á leik KR og Basel í kvöld

KR og Basel mætast í fyrri leik sínum í þriðju umferð Evrópudeildar UEFA á KR-velli í kvöld og því mikil eftirvænting í Vesturbænum enda stóð KR sig frábærlega í síðustu umferð með því að slá gríska liðið Larissa úr keppni.

Gunnleifur: Þetta er hápunktur knattspyrnusumarsins í Kópavogi

Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú loksins kominn með leikmheimild með HK að nýju eftir ævintýri með FC Vaduz og snýr til baka í kvöld í stærsta leik sumarsins hjá Kópavogsbúum Þegar erkifjendurnir HK og Breiðablik mætast í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins á Kópavogsvelli.

FH og Valur skipta á Matthíasi og Ólafi Pál

Valsmenn tilkynntu á opinberri heimasíðu sinni seint í gærkvöldi um að félagið hefði náð samningum við FH um leikmannaskipti á Matthíasi Guðmundssyni til Vals og Ólafi Pál Snorrasyni sem fer í skiptunum til FH.

Ólafur Þór Gunnarsson í markið hjá Fylkismönnum

Ólafur Þór Gunnarsson mun taka fram markmannshanskana á ný og verja mark Fylkismanna það sem eftir lifir af tímabilinu en Fjalar Þorgeirsson markvörður liðsins, handarbrotnaði í síðasta leik.

Michael Essien: Meiðslin gerðu mig að betri leikmanni

Chelsea maðurinn Michael Essien segir að hann sé miklu sterkari andlega og betri leikmaður eftir að hafa þurft að ganga í gegnum erfið meiðsli á síðasta tímabili. Essien sleit liðbönd í hné í landsleik í september en snéri til baka undir lok tímabilsins og hjálpaði Chelsea að vinna bikarinn.

Frá Sádi-Arabíu til Ólafsvíkur

Slóveninn Darko Kavcic mun stýra 1. deildarliði Víkings frá Ólafsvík út yfirstandandi tímabil. Ólafsvíkingar eru í mjög slæmri stöðu í neðsta sæti deildarinnar en Kristinn Guðbrandsson var rekinn sem þjálfari liðsins.

Laufey Ólafsdóttir með Val út tímabilið

Laufey Ólafsdóttir mun leika með kvennaliði Vals út þetta tímabil en vefsíðan Fótbolti.net greinir frá þessu. Laufey er í leikmannahópi Valsliðsins sem mætir GRV í Grindavík í kvöld.

Páll Einarsson: Ég verð áfram í Árbæ

Allt útlit er fyrir að Gunnar Oddsson hafi stýrt sínum síðasta leik með Þrótti. Þegar eru komin nokkur nöfn í umræðuna þegar rætt er um hver taki við stjórnartaumunum í Laugardal. Eitt af þeim nöfnum er Páll Einarsson, fyrrum fyrirliði Þróttar og núverandi aðstoðarmaður Ólafs Þórðarsonar hjá Fylki.

Erna Björk valin best í umferðum 7-12

Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir var valin besti leikmaður umferða 7-12 í Pepsi-deild kvenna og Gary Wake hjá Breiðaliki var valinn besti þjálfari umferðanna.

Fylkismenn athuguðu Þórð Ingason

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, sagði í samtali við Vísi að ekkert væri ljóst í markmannsmálum liðsins. Árbæingar leita að markverði til að fylla skarð Fjalars Þorgeirssonar sem verður frá næstu vikurnar vegna handleggsbrots.

Lokadagur félagsskipta er 31. júlí

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagsskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga eru félagsskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 20. febrúar.

Leikið í Pepsi-deild kvenna í kvöld

Fjórir leikir fara fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þar sem fimm efstu liðin í deildinni verða öll í eldlínunni. Topplið Vals heimsækir GRV til Grindavíkur en Íslandsmeistararnir hafa leikið vel undanfarið og sýndu klærnar svo eftir var tekið á móti ÍR í síðustu umferð og unnu 8-0.

Sjá næstu 50 fréttir