Íslenski boltinn

Þorsteinn: Nú heldur baráttan áfram

Ómar Þorgeirsson skrifar
Þorsteinn H. Halldórsson.
Þorsteinn H. Halldórsson.

„Það var talað um sex stiga leik fyrir leikinn í kvöld en við fengum víst bara þrjú," sagði Þorsteinn Halldórsson nýráðinn þjálfari Þróttar kátur í bragði eftir 1-3 sigur gegn Fjölni í Pepsi-deild karla á Fjölnisvelli í kvöld.

Þorsteinn var sérstaklega ánægður með spilamennsku sinna manna í seinni hálfleik.

„Ég er sáttur með seinni hálfleikinn. Í fyrri hálfleik vorum við alltof ragir í öllum okkar aðgerðum og færslurnar á liðinu voru ekki nógu góðar. Við fórum yfir málin í hálfleik og mér fannst við ná að fylgja betur eftir því sem við lögðum upp með í síðari hálfleiknum.

Menn mættu hungraðri og voru óhræddir á boltanum. Við urðum að gera eitthvað með boltann og við náðum að sprengja í gegnum vörnina hjá þeim með betri sendingum og hraðari og beinskeyttari sóknarleik.

Nú heldur baráttan bara áfram og við þurfum að halda áfram að einbeita okkur að okkur sjálfum og vera tilbúnir í leikinn gegn Grindavík sem er næstur," segir Þorsteinn ákveðinn.

Með sigrinum eru Þróttarar áfram á botninum en nú aðeins stigi á eftir Grindavík og Fjölni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×