Fleiri fréttir

Skalf af stressi þegar hann hitti Messi

Alexis Mac Allister, nýkrýndur heimsmeistari og leikmaður Brighton Hove & Albion á Englandi, vissi ekki hvernig hann átti að haga sér þegar hann mætti fyrst á landsliðsæfingar með stjörnunni Lionel Messi.

Alfons genginn til liðs við Twente

Landsliðsbakvörðurinn Alfons Sampsted er genginn til liðs við hollenska úrvalsdeildarfélagið Twente. Alfons gerir þriggja og hálfs árs samning við félagið.

Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði

Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar.

Gaf Haaland leyfi til að vera meiddur fyrir leikinn á morgun

Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds í ensku úrvalsdeildinni, gerir sér fulla grein fyrir því að sínir menn þurfi að vera á tánum til að stöðva norsku markamaskínuna Erling Haaland er liðið mætir Manchester City annað kvöld.

Jón Daði snéri aftur í leikmannahóp Bolton

Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Bolton þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Derby County í ensku C-deildinni í fótbolta í dag.

Messi fær frí fram á nýtt ár

Nýkrýndi heimsmeistarinn Lionel Messi mun ekki leika með félagi sínu Paris Saint-Germain í Frakklandi fyrr en á nýju ári. Christophe Galtier, stjóri liðsins, greindi frá í dag.

Metfjöldi sá hetjuna Albert

Albert Guðmundsson var allt í öllu í 2-1 sigri liðs hans Genoa á Bari í toppslag í ítölsku B-deildinni í fótbolta í gær. Met var sett á leiknum.

Ronaldo á leið í læknisskoðun í Sádi-Arabíu

Portúgalinn Cristiano Ronaldo er á leið í læknisskoðun hjá sádíska félaginu Al-Nassr í aðdraganda skipta sinn til liðsins. Sádar gera sér vonir um að ganga frá samningum fyrir áramót.

„Pabbi hótaði að lemja mig ef ég færi ekki“

Fyrrum fótboltamaðurinn Gennaro Gattuso segir föður sinn hafa haft mikið að segja um skipti hans til Glasgow Rangers í Skotlandi snemma á ferli hans. Gattuso átti stutt stopp á Skotlandi áður en hann varð margfaldur Evrópumeistari með AC Milan og heimsmeistari með Ítalíu.

Sungu að Kane hefði brugðist landi sínu

Þegar kemur að níðsöngvum um leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er ekkert heilagt. Harry Kane fékk að finna fyrir því í 2-2 jafntefli Brentford og Tottenham Hotspur í dag.

Totten­ham kom til baka gegn Brent­ford

Enska úrvalsdeildin í fótbolta fór af stað með pompi og prakt eftir nokkurra vikna frí vegna HM í Katar. Fyrsti leikur dagsins var leikur Brentford og Tottenham Hotspur en hann var vægast sagt spennandi, lokatölur 2-2.

Fjöldi stór­stjarna getur samið við ný lið í janúar

BT Sport hefur tekið saman hvaða knattspyrnumenn verða samningslausir næsta sumar því það þýðir að í janúar mega þeir hefja samningaviðræður við erlend félög. Á listanum má finna leikmenn á borð við Lionel Messi, Jorginho, Milan Škriniar og Karim Benzema.

Suárez á leið til Brasilíu

Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Luis Suárez er á leið til Gremio í brasilísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Suárez lék seinast með Nacional í heimalandinu.

Segir að Phillips hafi komið of þungur heim af HM

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að ástæðan fyrir því að miðjumaðurinn Kalvin Phillips hafi ekki verið í leikmannahópnum þegar liðið mætti Liverpool í enska deildarbikarnum síðastliðinn föstudag hafi verið að leikmaðurinn hafi komið of þungur heim af HM í Katar.

Birkir og félagar fögnuðu jólunum með sigri

Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor unnu góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Karagumruk í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, sjálfan jóladaginn.

Er ein­hver eftir í Kefla­vík?

Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn í raðir FH eftir að hafa spilað með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur nú yfirgefið Keflavík og því vert að spyrja sig hvort einhver sé eftir í liðinu sem náði góðum árangri á síðustu leiktíð.

Ör­v­fættir mið­verðir eftir­sóttir

Áherslan á að halda boltanum betur og spila honum hraðar sín á milli í heimsfótboltanum þýðir að nú eru öll félög í óðaönn að leita sér að örvfættum miðvörðum. Það vekur athygli hversu mörg lið geta boðið upp á tvíeyki í miðverði sem innihalda bæði rétt- og örvfættan leikmann í Bestu deild karla á meðan sama er ekki upp á teningnum í Bestu deild kvenna.

Rani­eri ekki dauður úr öllum æðum

Ítalski knattspyrnuþjálfarinn Claudio Ranieri hefur tekið að sér sitt 23. þjálfarastarf á ferlinum. Hann var á Þorláksmessu ráðinn þjálfari Cagliari sem spilar í Serie B á Ítalíu.

„Lífið breyttist á skot­stundu“

„Ef ég á að vera hreinskilin þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United.

Sjá næstu 50 fréttir