Fleiri fréttir

Hörður Björgvin áfram ósigraður á toppnum | Brynjar Ingi fékk loks tækifæri
Hörður Björgvin Magnússon var á sínum stað í miðverði Panathinaikos þegar liðið vann öruggan 5-1 útisigur á Volos í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Brynjar Ingi Bjarnason fékk loks tækifæri í byrjunarliði Vålerenga þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Sarpsborg í Noregi.

Þórir Jóhann fylgdist með naumu tapi Lecce gegn Juventus af varamannabekknum
Þórir Jóhann Helgason sat allan tímann á varamannabekk Lecce þegar liðið tapaði naumlega gegn Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í dag. Lokatölur 1-0 gestunum í vil.

Stórlið PSG í vandræðum með Troyes
París Saint-Germain vann nauman eins marks sigur á Troyes í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 4-3 PSG í vil.

Nýríkt Newcastle gerir atlögu að Meistaradeildarsæti
Gott gengi Newcastle United heldur áfram en liðið vann 4-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta fyrr í dag. Þá vann Crystal Palace nauman sigur á Southampton á meðan Brentford og Úlfarnir gerðu 1-1 jafntefli.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar enduðu mótið með viðeigandi hætti
Breiðablik fór með sigur í farteskinu þegar liðið fékk skjöldinn fyrir Íslandsmeistaratitil sinn á Kópavogsvelli í dag. Ísak Snær Þorvaldsson tryggði Blikum 1-0 sigur í leik liðsins gegn Víkingi í lokaumferð deildarinnar.

Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Fram 4-0 | Aftur vann Keflavík stórsigur á Fram
Keflvíkingar unnu öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Fram í lokaumferð Bestu-deildar karla í dag. Guðmundur Magnússon gat tryggt sér markakóngstitilinn með marki fyrir Framara, en hann þarf að sætta sig við það að deila titlinum með Nökkva Þey Þórissyni.

Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 2-0 | KA-menn tryggðu sér 2. sætið
KA-menn tryggðu sér 2. sæti Bestu-deildar karla er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn Val í lokaumferðinni í dag.

Umfjöllun: ÍBV - Leiknir 1-0 | Arnar Breki kláraði fallna Breiðhyltinga
Leiknir sótti ÍBV heim í síðasta leik sínum í Bestu deild karla í bili. Leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði lið en svo fór að Eyjamenn unnu eins marks sigur en sigurmarkið kom undir lok leiks.

Stoðsendingakóngurinn Adam Ægir: „Hef gengið í gegnum mikið mótlæti“
Adam Ægir Pálsson, sóknarmaður Keflvíkinga, var hress eftir 4-0 sigur Keflvíkinga á Frömurum. Eftir leikinn var ljóst að hann var stoðsendingarhæstur á tímabilinu.

Höskuldur: Viljum vera sigursælir í langan tíma
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum kampakátur eftir að flautað hafði verið til leiksloka í lokaleik liðsins í Bestu deild karla í fótbolta á Kópavogsvelli í dag.

Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 1-2 | Skagamenn fallnir þrátt fyrir sigur
ÍA fór með sigur af hólmi gegn FH í Kaplakrika í dag en þrátt fyrir sigurinn er liðið fallið úr deild þeirra bestu.

„Við erum að stækka sem félag“
„Þetta er bara ótrúlega góð tilfinning. Við erum gríðarlega ánægðir og stoltir í dag,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA ánægður eftir 2-0 sigur á Valsmönnum á KA vellinum í dag. Sigurinn gulltryggði KA annað sæti deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | KR-ingar halda fjórða sætinu þrátt fyrir tap
Stjarnan vann góðan 0-2 sigur er liðið heimsótti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla í dag. Lítið sem ekkert var undir í leiknum, en KR-ingar halda þó fjórða sætinu þrátt fyrir tap í dag.

Bentancur hetja Tottenham í ótrúlegum endurkomusigri
Rodrigo Bentancur reyndist hetja Tottenham er liðið vann ótrúlegan endurkomusigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 2-3, en heimamenn höfðu náð tveggja marka forskoti snemma í síðari hálfleik.

Fyrsta tap Potter sem stjóri Chelsea kom gegn gamla félaginu
Brighton & Hove Albion vann sterkan 4-1 sigur er liðið tók á móti sínum fyrrum stjóra, Graham Potter, og lærisveinum hans í Chelsea í dag. Þetta var fyrsta tap Chelsea eftir að Potter tók við stjórnartaumunum.

Bayern lyfti sér á toppinn með stórsigri
Þýskalandsmeistarar Bayern München lyftu sér í það minnsta tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann öruggan 6-2 sigur gegn Mainz í dag.

Nökkvi bestur og markakóngur | Anton Ari fær gullhanskann
KA-maðurinn NökkviÞeyr Þórisson var í dag valinn besti leikmaður Bestu-deildar karla af leikmönnum deildarinnar. Ekki nóg með það heldur getur Nökkvi einnig fagnað markakóngstitlinum.

Ísak Andri valinn efnilegastur | Pétur besti dómarinn
Stjörnumaðurinn Ísak Andri Sigurgeirsson var í dag valinn efnilegasti leikmaður Bestu-deildar karla af leikmönnum deildarinnar.

De Bruyne skaut Englandsmeisturunum á toppinn
Englandsmeistarar Manchester City tylltu sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri gegn Leicester í dag. Kevin De Bruyne skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni.

Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina
Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni.

Segir að United sé loksins að nálgast sitt besta á ný
Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, segir að nágrannar sínir í Manchester United séu loksins að nálgast sitt besta á ný og að liðið geti bráðlega farið að berjast á toppnum í ensku úrvalsdeildinni.

Setti sér markmið að skora fimm mörk en á möguleika á markakóngstitlinum í dag
Lokaumferðin í Bestu deild karla í fóbolta fer fram í dag. Breiðablik fær Meistaraskjöldin en mesta spennan, og í rauninni eina spennan, er hver verður markakóngur á Íslandsmótinu.

Sú yngsta til að vera kosin sú besta
Knattspyrnukonan Sophia Smith hjá Portland Thorns var í gær valin mikilvægasti leikmaður bandarísku kvennadeildarinnar á þessu tímabili.

Afturgangan í Rómarborg
Fáir einstaklingar vekja upp sterkari tilfinningar hjá íbúum Rómar en þjálfarinn Luciano Spalletti. Undir stjórn Spallettis náðu Rómverjar hæstu hæðum en líka djúpum dölum. Hápunktarnir á þjálfaraferli hans í höfuðborginni voru bikartitlarnir árin 2007 og 2008. Dýpstu dalirnir voru 7-1 tapið gegn Manchester United árið 2007 og framkoma hans í garð Francesco Tottis undir lok ferils hans.

Íslendingalið Kristianstad fékk skell og stimplaði sig út úr toppbaráttunni
Íslendingalið Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, mátti þola 4-1 tap er liðið heimsótti Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Kristianstad er nú 11 stigum á eftir toppliði Rosengård þegar liðið á aðeins þrjá leiki eftir.

Stórstjarna skrifaði óumbeðin á treyju aðdáenda
Argentínska knattsyrnustjarnan Paulo Dybala kom aðdáenda heldur betur á óvart þegar sá síðarnefndi var staddur í Colosseum hringleikahúsinu í Rómarborg.

Bruno býr mest til af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar
Manchester United á hættulegasta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt tölfræðinni því enginn einn leikmaður hefur tekið þátt í fleiri sóknum með marktækifæri en Bruno Fernandes.

Bræðurnir ætla að taka slaginn saman í Bestu deildinni
Kvennalið FH hefur gengið frá þjálfaramálum sínum fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni en liðið vann sér sæti í deild þeirra bestu í sumar.

Stoðsendingatitilinn undir í leik Keflavíkur og Fram á morgun
Fram getur náð toppsæti af Keflavík með stórsigri í innbyrðis leik liðanna í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta en getur einnig bæði eignast markakóng og stoðsendingakóng deildarinnar.

Þurfa kraftaverk á stað þar sem þeir hafa ekki unnið í 21 ár
ÍA á enn tölfræðilega möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Vonin er samt mjög veik og Skagamenn þurfa auk þess að vinna á stað þangað þeir hafa ekki sótt sigur frá 2001.

Ísak gæti orðið efnilegastur og bestur
Eftir að lokaumferðinni í Bestu deild karla lýkur á morgun verður tilkynnt hvaða leikmenn urðu fyrir valinu sem besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar í ár.

Núnez fékk hughreystandi skilaboð frá Suárez eftir rauða spjaldið gegn Palace
Darwin Núnez, framherji Liverpool, fékk skilaboð frá landa sínum, Luis Suárez, eftir að hann var rekinn af velli í leik Liverpool og Crystal Palace.

Þrír slökkviliðsmenn létust á öryggisæfingu fyrir HM í Katar
Það styttist í heimsmeistaramótið í Katar en það hætta samt ekki að berast slæmir fréttir af gengi undirbúningsins fyrir keppnina.

Marí með barn sitt í kerru þegar hann var stunginn
Knattspyrnumaðurinn Pablo Marí gengst undir aðgerð í dag eftir að maður stakk hann með hnífi í verslunarmiðstöð á Ítalíu í gær, þar sem einn maður lést og fleiri særðust.

Gáfu bjór en fengu slæma meðhöndlun í staðinn
Danska knattspyrnufélagið FC Kaupmannahöfn hefur sent opinbera kvörtun til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, vegna þess hvernig farið var með stuðningsmenn félagsins í Sevilla á þriðjudaginn, á leik liðanna í Meistaradeild Evrópu.

„Svona gera bara trúðar“
Paul Scholes sakaði Antony um trúðslæti eftir að Brasilíumaðurinn ungi tók snúning með boltann, sem hann er þekktur fyrir, í 3-0 sigri Manchester United á Sheriff í Evrópudeildinni í fótbolta.

Hætta að spila útgöngulag með Ye eftir hatursfull ummæli
Lagið Power með tónlistarmanninum Ye, áður Kanye West, mun ekki lengur heyrast í græjunum á Vitality vellinum, heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth, eftir að rapparinn lét hatursfull ummæli um gyðinga falla nýverið.

„Þurfum að fá fleiri konur inn til þess að gæta hagsmuna ungra kvenna og stúlkna“
Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna stóðu í dag fyrir málstofu undir yfirskriftinni "Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu!". Málstofunni er ætlað að stuðla að fjölgun kvenna í stjórnum knattspyrnudeilda hér á landi.

Glódís og stöllur unnu dramatískan endurkomusigur í Íslendingaslag Meistaradeildarinnar
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í þýska stórliðinu Bayern München unnu dramatískan 2-3 útisigur gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Cloé Eyja Lacasse, lagði upp og skoraði fyrir Benfica, en gestirnir snéru taflinu við á lokamínútunum.

Stefán og félagar á leið í hreinan úrslitaleik eftir tap gegn West Ham
Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í danska liðinu Silkeborg máttu þola 1-0 tap er liðið heimsótti enska úrvalsdeildarfélagið West Ham í næst seinustu umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Öruggur sigur tryggði United sæti í útsláttarkeppninni
Manchester United vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti FC Sheriff í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigurinn þýðir að liðið er öruggt með sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar og mætir Real Sociedad í hreinum úrslitaleik um efsta sæti E-riðils.

Sara tók stig gegn gömlu samherjunum | Guðrún og stöllur steinláu gegn Barcelona
Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Juventus gerðu 1-1 jafntefli er liðið tók á móti Evróðumeisturum Lyon, gamla liði Söru, í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

PSV vann öruggan sigur gegn Arsenal | Alfons og félagar köstuðu frá sér stiginu
PSV vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Arsenal í næst seinustu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Í sama riðli þurfu Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt að sætta sig við 2-1 tap er liðið heimsótti FC Zürich.

Bein útsending: Framtíðin er kvenna en við erum hins vegar föst í núinu!
Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna standa fyrir málstofuum framtíð knattspyrnu kvenna í dag þar sem staða kvennaknattspyrnunnar verður rædd ásamt framgangi og þróun íþróttarinnar hér á landi.

Silfurliðið fær góðan liðsstyrk
Knattspyrnukonan Andrea Mist Pálsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna frá Þór/KA og mun spila með liðinu næstu árin.