Fleiri fréttir

Skrifaði undir nýjan samning með vinstri

Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið Bayern München að markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefði skrifað undir samning við félagið til ársins 2026. Samningurinn var greinilega undirritaður nokkru á undan þar sem Cecilía Rán var enn með gifs á hægri hendi og átti í stökustu vandræðum við að skrifa undir með vinstri.

Conte að fá enn einn leikmanninn til Tottenham

Varnarmaðurinn Clement Lenglet er að öllum líkindum á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur á lánssamningi frá Barcelona. Lenglet verður þá fimmti leikmaðurinn sem kemur til félagsins í sumar.

Umfjöllun og viðtöl: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur

FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng.

Matthías: Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum

Fyrirliði FH-inga var skiljanlega svekktur að fá á sig jöfnunarmark þegar þrjár mínútur voru eftir af leik liðsins á móti Stjörnunni í kvöld. Leikið var í Kaplakrika og var leikurinn hluti af 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og endaði 1-1 en FH var betri aðilinn lengst af.

„Metnaðurinn var mikill og framfarirnar ótrúlega hraðar“

Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur samið við stórlið Bayern München til ársins 2026 í þýska boltanum. Markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon segir að liðið hafi lengi verið á eftir Cecilíu, sem á framtíðina fyrir sér í íslenska landsliðinu.

Börsungar fá Kessie og Christensen á frjálsri sölu

Spænska stórveldið Barcelona tilkynnti fyrr í dag að þeir Franck Kessie og Andreas Christensen væru gengnir í raðir félagsins. Báðir koma þeir á frjálsri sölu, Kessie frá AC Milan og Christensen frá Chelsea.

Bæði Manchester-liðin vilja Gna­bry

Serge Gnabry, framherji Bayern München og þýska landsliðsins, virðist fáanlegur fyrir rétta upphæð. Hann á ár eftir af samningi sínum í Bæjaralandi og renna bæði Manchester-liðin hýru auga til leikmannsins.

Forseti serbneska sambandsins: Vlahovic er betri en Haaland

Erling Braut Haaland og Dusan Vlahovic eru tveir ungir og mjög frambærilegir framherjar sem eru nú komnir í tvö af þekktustu fótboltafélögum heims. Frægð annars þeirra er þó mun meiri en hins. Sá lítt þekktari á sér hins vegar góðan talsmann.

CSKA mun leita réttar síns

Rússneska knattspyrnufélagið CSKA Moskva ætlar að leita réttar síns gagnvart ákvörðun FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, er varðar samningsstöðu erlendra leikmanna í Rússlandi. Arnór Sigurðsson er meðal þeirra sem hafa nýtt sér téð ákvæði.

Fram staðfestir kaupin á Brynjari Gauta

Miðvörðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson er orðinn leikmaður Fram í Bestu deild karla en félagið staðfesti félagsskiptin inn á miðlum sínum.

Jón Dagur mættur til Leuven

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er genginn í raðir belgíska félagsins Leuven. Jón Dagur kemur á frjálsri sölu eftir að hafa spilað með AGF í Danmörku undanfarin ár.

Full­komnar upp­­­risuna í Leik­húsi draumanna

Christian Eriksen hefur samþykkt þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Hann á eftir að setja blek á blað og gangast undir læknisskoðun áður en félagið getur tilkynnt Eriksen sem nýjasta liðsmann Rauðu djöflanna. 

Man Utd segir Ron­aldo ekki til sölu

Cristiano Ronaldo, hinn 37 ára gamli framherji Manchester United, er ekki til sölu ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi. Ronaldo hafði óskað eftir sölu frá félaginu vegna metnaðarleysis á félagaskiptamarkaðnum. Þá komst Man United ekki í Meistaradeild Evrópu.

Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026

Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026.

Þessar gætu sprungið út á EM í Englandi

Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem hefst þann 6. júlí í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir efnilegustu og mest spennandi leikmennina sem mæta til leiks á EM í Englandi. Aðeins er um að ræða leikmenn annarra þjóða en Íslands.

Aftur fær Sout­hampton leik­mann frá Man City

Enska úrvalsdeildarfélagið Southampton hefur fest kaup á hinum 18 ára gamla Roméo Lavia. Er hann annar leikmaðurinn sem Southampton kaupir frá Manchester City í þessum félagaskiptaglugga.

Al­marr: Þeir áttu þetta skilið

Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, var að vonum ósáttur eftir tap liðsins gegn Keflavík í Bestu deild karla í kvöld en lokatölur leiksins voru 3-1.

Tvö rauð er Viking og Rosen­borg skildu jöfn

Íslendingalið Viking gerði 1-1 jafntefli við Rosenborg í síðasta leik dagsins í norsku úrvalsdeildinni. Allt ætlaði upp úr að sjóða í lok leiks er tvö rauð spjöld fóru á loft.

Aron hafði betur gegn Ara Frey

Aron Bjarnason og félagar í Sirius unnu 1-0 útisigur á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði rúmlega stundarfjórðung í 1-1 jafntefli Häcken og Elfsborg.

Sjá næstu 50 fréttir