Fleiri fréttir

Arsenal og Manchester City ná samkomulagi um kaupin á Jesus
Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greindi frá því í gærkvöldi að Arsenal og Manchester City væru búin að ná munnlegu samkomulagi um kaupverð á brasilíska framherjanum Gabriel Jesus.

Englandsmeistararnir ná samkomulagi við Leeds um kaupin á Phillips
Englandsmeistarar Manchester City hafa náð samkomulagi við Leeds United um kaupin á miðjumanninum Kalvin Phillips.

Ísland svo gott sem komið í umspil eftir sigur Hvíta-Rússlands
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í það minnsta sæti í umspili um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir að Hvíta-Rússland vann óvæntan 2-1 sigur gegn Tékklandi í kvöld.

Selfyssingar endurheimtu toppsætið | Afturelding vann öruggan sigur
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Selfyssingar tylltu sér aftur í toppsæti deildarinnar með 2-0 sigri gegn Fjölni og Afturelding vann öruggan 4-1 sigur gegn Þór frá Akureyri.

Arnar Gunnlaugsson: Fer ekki með í sögubókina hvernig sigurinn kom
Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var feginn að hafa náð að landa sigri þegar liðið mætti Inter Escaldes í úrslitaleik um laust sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla á Víkingsvellinum í kvöld.

Umfjöllun, myndir og viðtöl: Inter - Víkingur 0-1 | Kristall Máni tryggði Víkingi farseðilinn til Malmö
Íslandsmeistarar Víkings unnu torsóttan sigur þegar liðið mætti Inter Escaldes frá Andorra í úrslitaleik forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla á Víkingsvellinum í kvöld.

Sara er spennt fyrir uppbyggingunni hjá Juve: „Eitthvað sem ég vildi klárlega taka þátt í“
Landsliðskonana Sara Björk Gunnarsdóttir samdi í morgun við ítalska stórliðið Juventus til tveggja ára.

Rooney hættir sem þjálfari Derby
Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur beðið forráðamenn enska C-deildarliðsins Derby County að hann vilji losna undan skyldum sínum sem þjálfari aðalliðsins.

Íslensku stelpurnar unnu góðan sigur gegn Eistum
Íslenska U23-landsliðið í fótbolta kvenna vann góðan 0-2 sigur gegn A-landsliði Eistlands í vináttulandsleik í Pärnu í Eistlandi í dag.

Eftir smá hikst hefur allt gengið upp síðan Brynjar Björn fór til Svíþjóðar
Það fór um stuðningsfólk HK þegar Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu, hélt til Örgryte í Svíþjóð skömmu eftir að Íslandsmótið var farið af stað. Þær áhyggjur reyndust algjör óþarfi ef marka má síðustu leiki liðsins.

Mikil bjartsýni á meðal sérfræðinganna fyrir EM
Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru fullir bjartsýni fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem hefur leik á EM í Englandi 10. júlí.

Yfirgefur Fram og fer til föður síns í Þorpinu
Framherjinn Alexander Már Þorláksson hefur samið við Þór Akureyri í Lengjudeildinni og mun færa sig um set þegar félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum. Hann kemur frá Fram í Bestu deildinni þar sem tækifæri hafa verið af skornum skammti.

Ten Hag hafði ekki áhuga á að vinna með Rangnick
Ein stærsta ástæðan fyrir því að Ralf Rangnick yfirgaf Manchester United var sú að Erik ten Hag, nýr knattspyrnustjóri liðsins, vildi ekki vinna með honum.

Forseti PSG sýknaður í annað sinn
Nasser Al-Khelaifi, forseti Frakklandsmeistara París Saint-Germain, hefur verið sýknaður öðru sinni. Hann var ásakaður um að mútur og spillingu er kom að sölu sjónvarpsrétts HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar síðar á þessu ári.

Af hverju er Sara númer 77?
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77.

Frederik í Val og spilar í fyrsta sinn með íslensku félagsliði
Markvörðurinn Frederik Schram hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Vals sem gildir til ársins 2024.

Mætir Arnari 23 árum eftir að hann mætti honum inni á vellinum
Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta Inter Club d'Escaldes frá Andorra í úrslitaleik um sæti í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Víkinni í kvöld. Í liði gestanna er einn allra reyndasti fótboltamaður heims.

„Þær eru smá dramadrottningar“
Sérfræðingar Bestu markanna rýndu í mótherja Íslands á EM kvenna í fótbolta í sérstökum upphitunarþætti sínum fyrir EM á Stöð 2 Sport á miðvikudagskvöld.

Bættu rúmlega tveggja áratuga met ÍBV
Stórsigur Breiðabliks á KR í Bestu deild karla á fimmtudag fer í sögubækurnar. Var Breiðablik þar að vinna sinn 16. heimaleik í röð í efstu deild. Síðasta tap liðsins á Kópavogsvelli kom í fyrstu umferð síðasta tímabil þegar KR vann þar 2-0 útisigur.

Valskonur og Blikar höfðu heppnina með sér
Íslandsmeistarar Vals og silfurlið Breiðabliks leika bæði í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Þar leika einnig nokkur Íslendingalið. Nú er verið að draga í riðla.

Sextán dagar í EM: Elskar fisk og hefur unnið söngvakeppni Kópavogs
Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Reynsluboltinn, og leikmaður Bayern München, Glódís Perla Viggósdóttir er næst í röðinni.

„Spurning hvort maður eigi einhverjar vinkonur þarna eftir EM“
„Mér fannst þetta alltaf vera ótrúlega áhugavert,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, sem í morgun var kynnt sem nýjasti leikmaður fimmfaldra Ítalíumeistara Juventus.

„Ef að Sara getur byrjað þá byrjar hún“
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur ekki verið í byrjunarliði í fótboltaleik síðan í mars árið 2021 en sérfræðingar Bestu markanna telja engu að síður að hún verði í byrjunarliði Íslands á EM í Englandi.

Sú markahæsta óvænt til Mexíkó og ekki með á EM
Spænska landsliðið hefur orðið fyrir miklu höggi í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fer í Englandi í júlí. Stórstjarnan Jennifer Hermoso verður ekki með liðinu á mótinu og það sem meira er, hún yfirgefur stórlið Barcelona fyrir lið í Mexíkó.

Sara semur við Juventus
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus.

Ronaldo íhugar að yfirgefa Man United vegna metnaðarleysis á leikmannamarkaðnum
Stórstjarnan Cristiano Ronaldo er langt því frá ánægður með metnaðarleysi Manchester United á leikmannamarkaðnum. Félagið á enn eftir að festa kaup á sínum fyrsta leikmanni síðan Erik ten Hag tók við.

Í fyrsta sinn hægt að fá klippingu á fótboltaleik í kvöld
Knattspyrnudeild Aftureldingar býður upp á skemmtilega nýjung á leiknum við Þór í Mosfellsbæ í kvöld. Hægt verður að fá klippingu á meðan á leik stendur.

Mistækir KR-ingar gáfu toppliðinu hvert markið á fætur öðru
Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, gerði sér lítið fyrir og vann KR 4-0 í gær. Gestirnir gerðu sér einkar erfitt fyrir en segja má að fyrstu tvö mörk leiksins hafi verið hrein og bein gjöf. Mörkin má sjá hér að neðan.

Segir umboðsmenn leikmanna reyna að græða á ástandinu í Úkraínu
Sergei Palkin, framkvæmdastjóri úkraínska knattspyrnufélagsins Shakhtar Donetsk, hefur ásakað hina ýmsu umboðsmenn um að reyna græða á ástandindu í Úkraínu.

Englandsmeistarabikarinn til sýnis í nýja Framheimilinu
Áhugafólk um fallega og sögulega verðlaunagripi ætti að taka kvöldið í kvöld frá því Englandsmeistarabikarinn verður til sýnis í nýja Framheimilinu í Úlfarsárdal.

„Mér finnst búin að vera ógeðslega léleg mæting á vellina í sumar“
Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna fóru yfir áhorfendatölur á leikjum Bestu-deildar kvenna í fótbolta í síðasta þætti sínum. Þær stöllur voru sammála því að mögulega væri áhorfendum að fækka á Íslandi, þvert á það sem er að gerast annars staðar í Evrópu.

FIFA samþykkir stækkun leikmannahópa á HM
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur samþykkt reglubreytingu sem gerir þjóðum kleift að mæta með 26 manna leikmannahóp á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Katar í lok árs.

Umfjöllun, viðtal og myndir: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu
Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld.

Tindastóll lyfti sér upp í annað sæti | Fjölnir sótti sinn fyrsta sigur
Lengjudeild kvenna í knattspyrnu bauð upp á tvo leiki í kvöld. Tindastóll lyfti sér upp í annað sæti deildarinnar með 3-0 sigri gegn Augnabliki og Fjölnir vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið lagði Hauka, 1-2, í botnslag deildarinnar.

HK á toppinn og Fylkir upp í annað sæti
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. HK-ingar tylltu sér á toppinn með 3-1 sigri gegn Kórdrengjum og Fylkir eltir þá upp í annað sætið eftir 2-5 sigur gegn Gróttu.

Fullyrðir að Pogba sé búinn að ná endanlegu samkomulagi við Juventus
Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því að nú sé það endanlega frágengið að Paul Pogba sé á leið til Juventus á nýjan leik frá Manchester United.

KA-menn fá danskan sálfræðing
Knattspyrnudeild KA hefur ráðið danska íþróttasálfræðinginn Thomas Danielsen til starfa og mun hann koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla auk þess að vinna þróunaráætlun fyrir yngri flokka félagsins.

„Ekki þannig að við séum að skilja leikmann eftir“
Þó að vissulega geri fleiri leikmenn tilkall til þess að komast í EM-hóp Íslands þá höfðu sérfræðingarnir í Bestu mörkunum ekkert út á val Þorsteins Halldórssonar landsliðsþjálfara að setja.

Framlengdi í Þýskalandi þrátt fyrir áhuga Chelsea og Man United
Christopher Nkunku hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið RB Leipzig til ársins 2026. Nkunku vakti mikla athygli á síðustu leiktíð og voru ensku úrvalsdeildarfélögin Chelsea og Manchester United bæði á eftir honum.

Breiðablik í flokki með risum á morgun og Valur einnig í efri flokki
Íslandsmeistarar Vals og silfurlið Breiðabliks verða í efri styrkleikaflokkum þegar dregið verður í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna á morgun.

„Myndi vilja sjá okkur fara upp úr riðlinum“
„Ótrúlega gaman, erum allar búnar að vera bíða eftir þessu og ég held að það séu allar mjög spenntar,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Eintracht Frankfurt og íslenska landsliðsins, um undirbúning íslenska landsliðsins fyrir EM í fótbolta sem fram fer í júlí.

Sigurður leysir Sigurvin af hólmi
KV hefur ráðið nýjan þjálfara í stað Sigurvins Ólafssonar eftir að Sigurvin kvaddi félagið til að gerast aðstoðarþjálfari FH.

Gaf mikið að sjá íslensku skrúðgönguna og ein úr henni komst í landsliðið
Harpa Þorsteinsdóttir segir aðra stemningu í kringum íslenska landsliðið í fótbolta fyrir EM kvenna í Englandi í næsta mánuði heldur en var fyrir síðasta stórmót, EM í Hollandi 2017.

Segir fertugan Zlatan athyglissjúkan
Það fer ekkert á milli mála að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimović elskar sviðsljósið. Einn af hans fyrrverandi samherjum, Hakan Çalhanoğlu, hefur litla þolinmæði er kemur að skrípalátum Svíans.

Geta endanlega kveðið KR-grýluna í kút og sparkað henni út á hafsauga
Breiðablik vann loks sigur á KR er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta þann 25. apríl síðastliðinn. Þau mætast á nýjan leik á Kópavogsvelli í kvöld og getur topplið deildarinnar endanlega kveðið KR-grýlu sína í kútinn.