Fleiri fréttir

Rúnar Kristinsson: Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári

KR-ingar unnu 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik þeirra í Pepsi-Max deild karla. Með sigrinum og öðrum úrslitum í dag náðu KR-ingar 3.sætinu í deildinni og eiga því veika von á því að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður í leikslok.

Höskuldur Gunnlaugss.: Frábært frammistöðutímabil heilt yfir

Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, var sáttur með sína menn í dag og þó að sá stóri hafi ekki verið landað þá gat hann verið stoltur af sínu liði. Breiðablik lagði HK að velli í síðustu umferð Íslandsmótsins 3-0 og um leið sendu granna sína niður um deild.

Úrslit: Chelsea - Man. City 0-1 | Jesus hetja City

Stórleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fór fram í hádeginu á Stamford Bridge í Lundúnum. Fyrir leikinn voru Chelsea í efsta sæti deildarinnar ásamt Liverpool og Manchester United með þrettán stig eftir fimm leiki. Manchester City voru hins vegar rétt á eftir með 10 stig. Eftir jafnan leik þar sem gestirnir stýrðu ferðinni unnu þeir ljósbláu að lokum 0-1 sigur.

Arnar um stór­leik dagsins: „Þetta er bara móðir allra leikja“

„Það hefur gengið mjög vel eftir að við náðum okkur niður eftir KR-leikinn, það var svona tveir dagar og svefnlausar nætur eftir það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson aðspurður hvernig vikan hefði verið hjá Víkingum sem spila sinn stærsta leik í að minnsta kosti 30 ár í dag.

Fimm sigrar í röð hjá Bayern

Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa nú unnið fimm leiki í röð í þýsku úrvalsdeildinni. Bæjarar unnu 3-1 útisigur á Greuther Fürth.

Jafn­tefli í loka­leik Lengju­deildar

Kórdrengir misstu frá sér tveggja marka forystu á Ísafirði er liðið gerði 3-3 jafntefli við Vestra í lokaleik tímabilsins í Lengjudeild karla. Um var að ræða frestaðan leik og því var þetta síðasti leikur deildarinnar áður en haldið er í frí.

Arnar áfram með KA

Arnar Grétarsson og KA hafa komist að samkomulagi um að hann stýri liðinu áfram á næsta tímabili.

Helga býður sig fram í stjórn KSÍ

Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku.

Ian Jeffs hættir með ÍBV

Ian Jeffs er hættur sem þjálfari hjá ÍBV. Hann var aðstoðarþjálfari karlaliðsins, ásamt því að stýra kvennaliðinu seinni part sumars eftir að Andri Ólafsson hætti með liðið.

Alberti og félögum mistókst að lyfta sér upp úr fallsæti

Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar heimsóttu FC Twente í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Byrjunin á tímabilinu hefur ekki verið upp á marga fiska hjá AZ Alkmaar og liðið mátti þola 2-1 tap í kvöld.

Tammy Abraham skaut Roma aftur á sigurbraut

Roma vann 1-0 sigur þegar að liðið tók á móti Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lærisveinar José Mourinho eru nú með fjóra sigra í fyrstu fimm leikjunum eftir tap í síðustu umferð.

ÍBV yfirgefur Lengjudeildina með sigri

Grótta tók á móti ÍBV í lokaumferð Lengjudeildar karla í dag. Sigurður Arnar Magnússon tryggði Eyjamönnum 3-2 sigur þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka eftir að liðið hafði lent 2-1 undir.

Jón Dagur skoraði þegar AGF fór áfram í danska bikarnum

Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF heimsóttu C-deildarliðið BK Frem í 32-liða úrslitum danska bikarsins í dag. Jón Dagur skoraði fyrsta mark AGF þegar að liðið vann öruggan 3-0 sigur. Þá var Ágúst Eðvald Hlynsson í byrjunarliði Horsens sem sló Silkeborg úr leik í Íslendingaslag með 3-2 sigri.

Sjá næstu 50 fréttir