Fleiri fréttir

Alfreð: Við afgreiddum þennan leik fagmannlega

"Þetta voru frábær úrslit þrátt fyrir kannski ekki fallegasta leik okkar í riðlinum,“ sagði Alfreð Finnbogason, leikmaður Íslands, eftir sigurinn á Kýpur í undankeppni HM í kvöld.

Kólumbía á HM eftir magnaða endurkomu

Kólumbía var í kvöld þrettánda þjóðin til þess að tryggja sér sæti á HM í Brasilíu á næsta ári þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Síle á heimavelli í Suður-Ameríkuriðlinum í undankeppni HM 2014. Það stig sem og tap Úrúgvæ í Ekvador þýðir að Kólumbíumenn eru komnir inn á HM alveg eins og Argentína.

Hver er Vincent Laban-Bounayre?

Líklega kannast fáir við nafnið en sá hinn sami var sá eini úr liði Kýpverja sem skaut að marki í landsleiknum á Laugardalsvelli í kvöld.

Ragnar: Vissum alltaf að við myndum skora

"Þetta var frábær spilamennska hjá öllu liðinu og við vorum að verjast sérstaklega vel í kvöld,“ sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn á Kýpverjum í kvöld.

Eiður Smári: Erum með betra lið en Kýpur

„Skyldusigur er kannski full gróft orð en þetta var vissulega sigur sem fólk mátti búast við miðað við styrkleika og stöðu í riðlinum," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn.

Gylfi Þór: Ekki mitt fallegasta mark

„Þetta var skyldusigur til að halda okkur áfram í séns að komast í umspilið. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og vorum óheppnir að skora ekki fyrr," sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn.

Þjóðverjar komnir á HM í átjánda sinn

Þýskaland tryggði sér í kvöld sigur í C-riðli í Evrópuhluta undankeppni HM 2014 og þar með farseðilinn á úrslitakeppnina í Brasilíu á næsta ári. Þýskaland vann 3-0 heimasigur á Írlandi og er með fimm stiga forskot á Svía fyrir lokaumferðina. Zlatan Ibrahimović tryggði Svíum annað sætið með því að skora sigurmarkið á móti Austurríki.

Robin van Persie bætti hollenska markametið

Robin van Persie er orðinn markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi en hann bætti met Patrick Kluivert í kvöld í 8-1 stórsigri Hollendinga á Ungverjum í undankeppni HM 2014. Hollendingar voru fyrir leikinn búnir að tryggja sér sigur í D-riðlinum og þar með sæti á HM.

Bendtner kláraði næstum því Ítala á Parken

Nicklas Bendtner snéri aftur í danska landsliðið og skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli á móti Ítölum á Parken í undankeppni HM 2014 í í kvöld. Sigur hefði komið Dönum upp í annað sæti riðilsins en Ítalir höfðu þegar tryggt sér efsta sætið og farseðil til Brasilíu næsta sumar.

Slóvenar áfram á sigurbraut - Svisslendingar komnir á HM

Slóvenar héldu sigurgöngu sinni áfram í undankeppni HM 2014 með því að vinna 3-0 sigur á Norðmönnum í Slóveníu í riðli okkar í kvöld en þessi úrslit þýða að Norðmenn eiga ekki lengur möguleika á að komast á HM í Brasilíu. Svisslendingar tryggðu sér á sama tíma sigur í riðlinum með því að vinna 2-1 útisigur í Albaníu.

Öruggur sigur Englendinga á Wembley

Englendingar eru áfram efstir í sínum riðli í undankeppni HM 2014 eftir 4-1 sigur á Svartfjallalandi á Wembley í kvöld. Úkraína vann 1-0 sigur á Póllandi á sama tíma og er einu stigi á eftir enska liðinu. Þau munu keppa um sigurinn í riðlinum í lokaumferðinni þar sem England tekur á móti Póllandi á Wembley.

Belgar komnir á HM - Lukaku með bæði mörkin

Belgía tryggði sér farseðilinn á HM í Brasilíu með því að vinna 2-1 útisigur á Króatíu í kvöld í uppgjöri tveggja efstu liðanna í A-riðli. Belgum nægði bara jafntefli en hafa nú átta stiga forskot á Króatíu þegar aðeins einn leikur er eftir.

Armenar hjálpuðu Dönum - spennuleikur á Parken í kvöld

Armenía vann 2-1 sigur á Búlgaríu í dag í undankeppni HM og þessi úrslit koma sér vel fyrir Dani sem eru að berjast við Búlgara (og Armeníu) um annað sætið í B-riðlinum. Ítalir hafa þegar tryggt sér sigur í riðlinum en Búlgarar voru með eins stigs forskot á Dani fyrir leiki dagsins.

Cleverley ekki með Englendingum í kvöld

Tom Cleverley, leikmaður enska landsliðsins og Manchester United, verður ekki með enska liðinu gegn Svartfellingum í kvöld og missir einnig af leiknum gegn Pólverjum á þriðjudagskvöldið vegna meiðsla.

Hver á að skora fyrir Norðmenn?

Norðmenn gera sér enn vonir um að ná 2. sætinu í E-riðli undankeppni HM. Það gera þeir vinni þeir báða leikina sem þeir eiga eftir. Norðmenn eru í fjórða sæti í E-riðlinum þegar tvær umferðir eru eftir, stigi á eftir Slóvenum og tveimur stigum á eftir Íslendingum.

Mætum tímanlega og leggjum löglega

Knattspyrnusamband Íslands hvetur allar til að mæta tímalega á leik Íslands og Kýpur í kvöld og leggja ökutækjum sínum löglega.

Gunnlaugur mun ræða við Garðar um framtíð hans hjá ÍA

Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í þessum mánuði mun framtíð framherjans Garðars Bergmanns Gunnlaugssonar vera í óvissu eftir að knattspyrnudeild ÍA sagðist ekki hafa áhuga á að nýta hans krafta í framtíðinni.

Svona er staðan í Evrópuhluta undankeppni HM 2014

Ísland er ekki eina þjóðin sem er að berjast fyrir farseðli á HM í Brasilíu í kvöld því mikil spenna er í flestum riðlum í Evrópuhluta undankeppni HM 2014. Íslensku strákarnir mæta Kýpur á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 og stíga skref í átt að sumarferð til Brasilíu með sigri.

Pistill: Þess vegna eru þeir strákarnir okkar

Þegar fólk nær árangri og kemst fyrir vikið í kastljós fjölmiðla er oft einblínt á sigur einstaklingsins yfir sjálfum sér eða öðrum. Það er góð saga, en einungis hálf sögð.

Lars: Er bjartsýnn á að halda áfram með landsliðið

"Ég veit í raun ekki hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Lars Lagerback, landsliðsþjálfari, í samtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann stöðvar 2, í gær en framtíð hans með liðið var til umræðu.

Ísland á HM? | Leikskráin fyrir Ísland - Kýpur

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir því Kýpverska í undankeppni HM á Laugardalsvellinum í kvöld en liðið getur enn unnið sér inn sæti í umspil um laust sæti í lokakeppninni.

Þrjú met í sjónmáli í kvöld

Ísland mætir Kýpur á Laugardalsvellinum í kvöld í undankeppni HM 2014 og íslensku strákarnir geta sett þrjú "Íslandsmet“ með sigri auk þess að verða skrefi nær því að komast til Brasilíu næsta sumar.

Okkar strákar eru aðalmarkaskorarar E-riðilsins

Íslenska karlalandsliðið er með fjórtán mörk í fyrstu átta leikjum sínum í undankeppni HM 2014 og er markahæsta liðið í riðlinum ásamt toppliði Sviss sem hefur einnig skorað fjórtán mörk. Það er gaman að skoða listann yfir markhæstu leikmenn riðilsins því þar eru íslensku strákarnir afar áberandi.

Skagaliðið var brothætt í sumar

Gunnlaugur Jónsson var í gær ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍA í knattspyrnu og mun því Skagamaðurinn stýra liðinu í 1. deildinni á næstu leiktíð. Gunnlaugur kom HK upp í fyrstu deild í sumar eftir sigur í 2. deildinni en nú er hann kominn heim.

Ekkert hatur á Laugardalsvellinum á morgun

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir á morgun Kýpur í undankeppni HM fyrir framan troðfullan Laugardalsvöll en það seldist upp á leikinn fyrir löngu. Íslenska liðið getur stigið skref í átt að því að komast á HM í Brasilíu með sigri.

Norska knattspyrnusambandið hótar TV 2 lögsókn

Noregur og Ísland mætast í lokaleik sínum í undankeppni HM á Ullevaal-leikvanginum á þriðjudaginn kemur. Norska knattspyrnusambandið hefur brugðist hart við þeirri ákvörðun TV2 sjónvarpsstöðvarinnar að sýna leikinn á hliðarrás. Forráðamenn sambandsins hafa gengið svo langt að hóta sjónvarpstöðinni lögsókn.

Atli og Guðmann framlengdu við FH

Stuðningsmenn FH fengu góð tíðindi í dag þegar þeir Atli Guðnason og Guðmann Þórisson skrifuðu undir nýjan samning við félagið.

Sjá næstu 50 fréttir