Fótbolti

Gummi Ben lýsir leiknum gegn Kýpur á Bylgjunni

Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson.
Ísland tekur á móti Kýpur í lykilleik í undankeppni HM 2014 á Laugardalsvelli í kvöld.

Löngu er uppselt á leikinn og mikil stemmning hjá landanum enda spennan mikil.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 og mun Guðmundur Benediktsson lýsa honum beint á Bylgjunni.

Þá verður leikurinn í beinni textalýsingu á Vísi þar sem öll tölfræði uppfærist jafnóðum.

Í lýsingunni verður hægt að hlusta á Gumma Ben lýsa því sem fyrir augu ber. Hægt er að hlusta á Bylgjuna í spilaranum hér fyrir neðan en hann er einnig aðgengilegur á forsíðu Vísis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×