Fótbolti

Mætum tímanlega og leggjum löglega

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd / valli
Knattspyrnusamband Íslands hvetur allar til að mæta tímalega á leik Íslands og Kýpur í kvöld og leggja ökutækjum sínum löglega.

ísland mætir Kýpur í kvöld og hefst leikurinn klukkan 18:45.

Fjöldi bílastæða er í Laugardalnum og aðeins lítill hluti þeirra beint fyrir utan Laugardalsvöllinn.

Á myndinni hér að neðan má sjá hvar hægt er að finna bílastæði í göngufæri við Laugardalsvöll.

Hleypt verður inn á völlinn klukkustund fyrir leikinn en uppselt varð á leikinn fyrir rúmlega mánuði síðan og því má búast við tæplega tíu þúsund manns á Laugardalsvellinum í kvöld.

Þá er minnt á að strætisvagnar stoppa víðsvegar í kringum Laugardalinn og geta verið afar góður kostur fyrir marga vallargesti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×