Fótbolti

Belgía, Þýskaland og Sviss á HM - öll úrslitin í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spánverjar fagna í kvöld.
Spánverjar fagna í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty
Belgía, Þýskaland og Sviss tryggðu sér í kvöld öll farseðilinn á HM í Brasilíu næsta sumar en þá fór næstsíðasta umferðin í Evrópuhluta undankeppni HM 2014 fór fram.

Rússar eru í frábærum málum eftir að Portúgal náði aðeins jafntefli á móti Ísrael og Spánverjum vantar bara eitt stig eftir 2-1 sigur á Hvít-Rússum.

Rússar eru þremur stigum á undan Portúgal fyrir lokaumferðina þar sem Rússar heimsækja Aserbaídsjan á meðan Portúgal tekur á móti Lúxemborg. Rússar þurfa bara eitt stig til að tryggja sér sæti á HM.

Xavi og Álvaro Negredo skoruðu mörk Spánverja sem hafa þriggja stiga forskot á Frakka fyrir lokaumferðina. Spánn fær þá Georgíu í heimsókn á sama tíma og Frakkar taka á móti Finnlandi.

Romelu Lukaku tryggði Belgum sæti á HM þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri í Króatíu. Lukaku hefur raðað inn mörkum fyrir Everton að undanförnu en hann er láni hjá félaginu frá Chelsea.

Þýskaland tryggði sér í kvöld sigur í C-riðli og þar með farseðilinn á úrslitakeppnina í Brasilíu á næsta ári. Þýskaland vann 3-0 heimasigur á Írlandi og er með fimm stiga forskot á Svía fyrir lokaumferðina. Zlatan Ibrahimovic tryggði Svíum annað sætið í riðlinum með því að skora sigurmarkið á móti Austurríki.

Nicklas Bendtner snéri aftur í danska landsliðið og skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli á móti Ítölum á Parken. Sigur hefði komið Dönum upp í annað sæti riðilsins en Ítalir höfðu þegar tryggt sér efsta sætið og sæti á HM í Brasilíu 2014.

Það stefndi allt í 2-1 sigur Dana þegar Ítalir náðu að tryggja sér 2-2 jafntefli með jöfnunarmarki í uppbótartíma leiksins. Búlgarar eru þar með áfram í 2. sætinu á betri markatölu en Danir. Búlgarar töpuðu fyrr í dag á móti Armeníu en Armenar og Tékkar unnu sína leiki og eru aðeins einu stigi á eftir Búlgaríu og Danmörku.

Slóvenar héldu sigurgöngu sinni áfram í undankeppni HM 2014 með því að vinna 3-0 sigur á Norðmönnum í Slóveníu í riðli okkar í kvöld en þessi úrslit þýða að Norðmenn eiga ekki lengur möguleika á að komast á HM í Brasilíu. Svisslendingar tryggðu sér á sama tíma sigur í riðlinum með því að vinna 2-1 útisigur í Albaníu.

Englendingar eru áfram efstir í sínum riðli í undankeppni HM 2014 eftir 4-1 sigur á Svartfjallalandi á Wembley í kvöld. Úkraína vann 1-0 sigur á Póllandi á sama tíma og er einu stigi á eftir enska liðinu. Þau munu keppa um sigurinn í riðlinum í lokaumferðinni þar sem England tekur á móti Póllandi á Wembley.

Robin van Persie er orðinn markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi en hann bætti met Patrick Kluivert í kvöld í 8-1 stórsigri Hollendinga á Ungverjum í undankeppni HM 2014. Hollendingar voru fyrir leikinn búnir að tryggja sér sigur í D-riðlinum og þar með sæti á HM.

Úrslit og markaskorarar í undankeppni HM:

A-riðill

Króatía - Belgía 1-2

0-1 Romelu Lukaku (15.), 0-2 Romelu Lukaku (38.), 1-2 Niko Kranjcar (83.)

Wales - Makedónía 1-0

1-0 Simon Church (67.)

B-riðill

Armenía - Búlgaría 2-1

1-0 Aras Özbiliz (45.), 1-1 Ivelin Popov (61.), 2-1 Yura Movsisyan (87.)

Malta - Tékkland 1-4

0-1 Tomás Hübschman (3.), 0-2 David Lafata (33.), 1-2 Michael Mifsud (48.), 1-3 Václav Kadlec (51.), 1-4 Tomás Pekhart (90.)

Danmörk - Ítalía 2-2

0-1 Pablo Osvaldo (28.), 1-1 Nicklas Bendtner (45.+1), 2-1 Nicklas Bendtner (79.), 2-2 Alberto Aquilani (90.+1)

C-riðill

Færeyjar - Kasakstan 1-1

1-0 Hállur Hánsson (41.), 1-1 Andrey Finonchenko (55.)

Þýskaland - Írland 3-0

1-0 Sami Khedira (12.), 2-0 André Schürrle (58.), 3-0 Mesut Özil (90.)

Svíþjóð - Austurríki 2-1

0-1 Martin Harnik (29.), 1-1 Martin Olsson (56.), 2-1 Zlatan Ibrahimović (86.)

D-riðill

Andorra - Rúmenía 0-4

0-1 Claudiu Keserü (41.), 0-2 Bogdan Stancu (53.), 0-3 Gabriel Torje (62.), 0-4 Costin Lazar (85.)

Eistland - Tyrkland 0-2

0-1 Umut Bulut (22.), 0-2 Burak Yilmaz (47.)

Holland - Ungverjaland 8-1

1-0 Robin van Persie (16.), 2-0 Kevin Strootman (25.), 3-0 Jeremain Lens (38.), 4-0 Robin van Persie (44.), 4-1 Balázs Dzsudzsák (47.), 5-1 Robin van Persie (53.), 6-1 Sjálfsmark (65.), 7-1 Rafael van der Vaart (86.), 8-1 Arjen Robben (90.)

E-riðill

Albanía - Sviss 1-2

0-1 Xherdan Shaqiri (48.), 0-2 Michael Lang (79.), 1-2 Hamdi Salihi (89.)

Slóvenía - Noregur 3-0

1-0 Milivoje Novakovic (13.), 2-0 Milivoje Novakovic (14.), 3-0 Milivoje Novaković (49.)

Ísland - Kýpur 2-0

1-0 Kolbeinn Sigþórsson (60.), 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (76.)

F-riðill

Aserbaídjan - Norður-Írland 2-0

1-0 Rufat Dadashov (58.), 2-0 Mahir Shukurov (90.)

Jonny Evans fékk rautt spjald.

Lúxemborg - Rússland 0-4

0-1 Aleksandr Samedov (9.), 0-2 Viktor Fayzulin (39:), 0-3 Denis Glushakov (45.)

Portúgal - Ísrael 1-1

1-0 Pepe (27.), 1-1 Tal Ben Haim (85.)

G-riðll

Litháen - Lettland 2-0

1-0 Fiodor Cernych (8.), 2-0 Saulius Mikoliunas (68.)

Bosnía - Liechtenstein 4-1

1-0 Edin Dzeko (27.), 2-0 Zvjezdan Misimovic (34.), 3-0 Vedad Ibisevic (38:), 4-0 Edin Dzeko (39.), 4-1 David Hasler (61.)

Grikkland - Slóvakía 1-0

1-0 Sjálfsmark (44.)

H-riðill

Moldavía - San Marínó 3-0

1-0 Viorel Frunza (55.), 2-0 Eugen Sdorenco (59.), 3-0 Eugen Sdorenco (89.)

Úkraína - Pólland  1-0

1-0 Andriy Yarmolenko (64.)

England - Svartfjallaland 4-1

1-0 Wayne Rooney (48.), 2-0 Sjálfsmark (62.), 2-1 Dejan Damjanović (72.), 3-1 Andros Townsend.  (78.), 4-1 Daniel Sturridge (90.+3).

I - riðll

Spánn - Hvíta-Rússland 2-1

1-0 Xavi (61.), 2-0 Álvaro Negredo (78.), 2-1 Syarhey Karnilenko (89.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×