Þrjú met í sjónmáli í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2013 07:30 Fjórtán mörk í átta leikjum. Íslensku strákarnir fagna hér öðru marka sinna í síðasta leik gegn Albaníu. Fréttablaðið/vilhelm Íslenska karlalandsliðið fær kjörið tækifæri til að endurskrifa söguna á næstu fimm dögum en fram undan eru leikir á móti Kýpur og Noregi í undankeppni HM 2014 þar sem strákarnir eiga enn möguleika á að komast á sitt fyrsta stórmót. HM í Brasilíu 2014 er ekki lengur fjarlægur draumur eftir frábæra frammistöðu liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck. Fyrsta skrefið og jafnframt það mikilvægasta í dag er að landa þremur stigum á móti botnliði Kýpur í Laugardalnum annað kvöld og takist það fær íslenska liðið úrslitaleik á móti Norðmönnum í Osló. Íslenska liðið náði í fjögur stig af sex mögulegum í síðustu landsleikjatvennu sem var í fyrsta sinn í þessari undankeppni sem liðið nær stigi í báðum leikjunum í landsleikjatörn. Fram að því höfðu alltaf skipst á frábærir sigrar og svekkjandi töp. Liðið vann 2-1 sigur á Albönum í síðasta leik og getur nú unnið tvo heimaleiki í röð í fyrsta sinn í þessari undankeppni takist strákunum að brjóta niður varnarmúr Kýpurliðsins í kvöld. Með sigri á Kýpur kæmust íslensku strákarnir ekki aðeins í frábæra stöðu fyrir lokaumferð riðilsins því þeir myndu einnig slá þrjú met í sama leiknum. Vinni íslenska liðið leikinn setur það nefnilega met í stigum, mörkum og sigrum í undankeppni stórmóta.Undankeppni EM 2004 Besti árangur íslenska liðsins hingað til er í flestra huga undankeppni EM 2004 þegar Ísland átti möguleika á sæti á EM allt fram að síðasta leik. Íslenska liðið vann þá meðal annars þrjá leiki í röð sumarið 2003 og fylgdi því eftir með því að ná jafntefli við Þjóðverja á Laugardalsvellinum. Ísland sat í umspilssætinu fyrir lokaumferðina en mætti þá Þýskalandi á útivelli. Ísland tapaði þeim leik 0-3 og Darren Fletcher tryggði Skotum annað sætið í riðlinum með því að skora sigurmark á móti Litháum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Stigametið er aftur á móti frá undankeppni EM 2000 þegar íslenska landsliðið náði í 15 stig í 10 leikjum. Liðið náði í 13 stig í 8 leikjum í undankeppni EM 2004 og náði einnig 13 stigum í undankeppni HM 2002 en þá í 10 leikjum. Íslenska liðið er þegar búið að jafna markametið sem var 14 mörk frá því í undankeppni HM 2002 og í undankeppni HM 2006 en í báðum þessum undankeppnum spilaði íslenska liðið tíu leiki. Íslenska liðið hefur einnig jafnað metið yfir sigurleiki og getur nú orðið fyrsta íslenska landsliðið til að vinna fimm sigurleiki í einni og sömu undankeppninni. Það er magnað að bera saman síðustu tvær undankeppnir því þar sést vel hvernig Lars Lagerbäck hefur gerbreytt gengi liðsins. Íslenska liðið vann aðeins 1 af 8 leikjum sínum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar í undankeppni EM 2012 og alls aðeins 2 af 17 keppnisleikjum undir hans stjórn frá 2007 til 2011.Síðast unnu þeir bara Kýpur Strákarnir geta hins vegar enn náð lakari árangri en í síðustu undankeppni á einum vettvangi því þá kom eini sigur liðsins einmitt í heimaleiknum á móti Kýpur. Íslenska liðið tapaði fyrri leiknum 0-1 á Kýpur og hefur ekki efni á því að misstíga sig aftur í seinni leik þjóðanna á Laugardalsvellinum. Sigur gæti aftur á móti komið strákunum í lykilstöðu fyrir lokaleikinn á Ullevaal-leikvanginum. Það er ljóst að stuðningurinn verður til staðar, það er löngu uppselt á leikinn og vonandi virkar þessi „pressa“ jákvætt á landsliðsmennina í Laugardalnum í kvöld. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið fær kjörið tækifæri til að endurskrifa söguna á næstu fimm dögum en fram undan eru leikir á móti Kýpur og Noregi í undankeppni HM 2014 þar sem strákarnir eiga enn möguleika á að komast á sitt fyrsta stórmót. HM í Brasilíu 2014 er ekki lengur fjarlægur draumur eftir frábæra frammistöðu liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck. Fyrsta skrefið og jafnframt það mikilvægasta í dag er að landa þremur stigum á móti botnliði Kýpur í Laugardalnum annað kvöld og takist það fær íslenska liðið úrslitaleik á móti Norðmönnum í Osló. Íslenska liðið náði í fjögur stig af sex mögulegum í síðustu landsleikjatvennu sem var í fyrsta sinn í þessari undankeppni sem liðið nær stigi í báðum leikjunum í landsleikjatörn. Fram að því höfðu alltaf skipst á frábærir sigrar og svekkjandi töp. Liðið vann 2-1 sigur á Albönum í síðasta leik og getur nú unnið tvo heimaleiki í röð í fyrsta sinn í þessari undankeppni takist strákunum að brjóta niður varnarmúr Kýpurliðsins í kvöld. Með sigri á Kýpur kæmust íslensku strákarnir ekki aðeins í frábæra stöðu fyrir lokaumferð riðilsins því þeir myndu einnig slá þrjú met í sama leiknum. Vinni íslenska liðið leikinn setur það nefnilega met í stigum, mörkum og sigrum í undankeppni stórmóta.Undankeppni EM 2004 Besti árangur íslenska liðsins hingað til er í flestra huga undankeppni EM 2004 þegar Ísland átti möguleika á sæti á EM allt fram að síðasta leik. Íslenska liðið vann þá meðal annars þrjá leiki í röð sumarið 2003 og fylgdi því eftir með því að ná jafntefli við Þjóðverja á Laugardalsvellinum. Ísland sat í umspilssætinu fyrir lokaumferðina en mætti þá Þýskalandi á útivelli. Ísland tapaði þeim leik 0-3 og Darren Fletcher tryggði Skotum annað sætið í riðlinum með því að skora sigurmark á móti Litháum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Stigametið er aftur á móti frá undankeppni EM 2000 þegar íslenska landsliðið náði í 15 stig í 10 leikjum. Liðið náði í 13 stig í 8 leikjum í undankeppni EM 2004 og náði einnig 13 stigum í undankeppni HM 2002 en þá í 10 leikjum. Íslenska liðið er þegar búið að jafna markametið sem var 14 mörk frá því í undankeppni HM 2002 og í undankeppni HM 2006 en í báðum þessum undankeppnum spilaði íslenska liðið tíu leiki. Íslenska liðið hefur einnig jafnað metið yfir sigurleiki og getur nú orðið fyrsta íslenska landsliðið til að vinna fimm sigurleiki í einni og sömu undankeppninni. Það er magnað að bera saman síðustu tvær undankeppnir því þar sést vel hvernig Lars Lagerbäck hefur gerbreytt gengi liðsins. Íslenska liðið vann aðeins 1 af 8 leikjum sínum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar í undankeppni EM 2012 og alls aðeins 2 af 17 keppnisleikjum undir hans stjórn frá 2007 til 2011.Síðast unnu þeir bara Kýpur Strákarnir geta hins vegar enn náð lakari árangri en í síðustu undankeppni á einum vettvangi því þá kom eini sigur liðsins einmitt í heimaleiknum á móti Kýpur. Íslenska liðið tapaði fyrri leiknum 0-1 á Kýpur og hefur ekki efni á því að misstíga sig aftur í seinni leik þjóðanna á Laugardalsvellinum. Sigur gæti aftur á móti komið strákunum í lykilstöðu fyrir lokaleikinn á Ullevaal-leikvanginum. Það er ljóst að stuðningurinn verður til staðar, það er löngu uppselt á leikinn og vonandi virkar þessi „pressa“ jákvætt á landsliðsmennina í Laugardalnum í kvöld.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu