Fleiri fréttir

Innkoma Kolbeins skipti sköpum

Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður hjá Ajax í 2-1 sigri á toppliði Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Rautt á Ragnar í jafntefli

Ragnar Sigurðsson fékk reisupassann í 1-1 jafntefli FC Kaupmannahafnar gegn Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Bale og Ronaldo skoruðu í jafntefli | Myndir

Gareth Bale opnaði markareikning sinn fyrir Real Madrid í 2-2 jafntefli á útivelli gegn Villarreal í kvöld. Lærisveinar Carlo Ancelotti hafa tíu stig eftir fjóra leiki.

Messi til bjargar

Lionel Messi kom Barcelona enn einu sinni til bjargar í 3-2 heimasigri á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fyrsta tap Mourinho | Everton ósigrað

Afmælisbarnið Steven Naysmith skoraði sigurmark Everton í 1-0 sigri á Chelsea á Goodison Park. Fyrsta tap Lundúnaliðsins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni er því staðreynd.

Tíu miðar eftir á Ísland - Kýpur

Þótt fjórar vikur séu í að íslenska karlalandsliðið taki á móti Kýpur í undankeppni HM 2014 er svo gott sem orðið uppselt á leikinn.

Gylfi sá um Norwich

Gylfi Þór Sigurðsson var í banastuði með Tottenham gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni og skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri.

Özil lagði upp í sigri Arsenal

Arsenal vann 3-1 sigur á Sunderland í 4. umferð ensku úrvalsdeildinni á Leikvangi Ljóssins í Norður-Englandi í dag.

Eftir höfðinu dansa limirnir

Eftir mörg ár af lélegum úrslitum og enn leiðinlegri fótbolta er aftur orðið gaman að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu. Það er farið að spila almennilegan fótbolta og er þess utan að ná góðum úrslitum. Landinn virtist að mestu orðinn þreyttur á liðinu en viðhorfsbreytingin sést kannski best í því að nánast er uppselt, er þetta er ritað, á landsleik gegn Kýpur mánuði fyrir leik.

Frumsýningarhelgi í Evrópu

Deildarkeppnirnar í Evrópu fara á ný af stað um helgina eftir landsleikjahlé. Félagaskiptaglugginn lokaði þann 2. september og þá voru leikmenn margir hverjir komnir til móts við sín landslið. Það verða því margir leikmenn í nýjum búningum um helgina.

Rooney á skotskónum í sigri United

Vítaspyrna og rautt spjald í fyrri hálfleik kom Manchester United vel í 2-0 heimasigri gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gefa Framarar upp falskar aðsóknartölur?

Íslensk knattspyrnufélög hafa á stundum legið undir grun um að gefa upp rangar aðsóknartölur. Þá að félögin segi að fleiri mæti á völlinn en í raun gerðu það.

Fyrsti leikmaðurinn sem fær dóm vegna Twitter

Jón Kári Eldon, leikmaður KV, skráði sig í sögubækurnar í dag en hann varð þá fyrsti knattspyrnumaðurinn á Íslandi sem fær dóm vegna ummæla á Twitter-samskiptasíðunni.

„Ekki koma út úr skápnum“

Oliver Kahn, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í knattspyrnu, telur ekki ráðlegt fyrir samkynhneigða atvinnumenn í knattspyrnu að opinbera kynhneigð sína.

Totti hjá Roma til ársins 2016

Ítalinn Francesco Totti hefur skrifað undir nýjan samning við Roma og er framherjinn nú samningsbundinn félaginu til ársins 2016.

Liverpool á menn mánaðarins

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verið valinn stjóri ágúst mánaðar í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool hefur unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu.

Miðar í boði á leik Fram og ÍBV

Íþróttadeild Vísis býður heppnum lesendum sínum á leik Fram og ÍBV í 19. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

O'Neill fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins

Írinn Martin O'Neill virðist vera fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins um landsliðsþjálfarastöðuna en Giovanni Trapattoni var láta hætta störfum sem þjálfari liðsins í vikunni.

Reynir við Noreg í annað skipti

"Ég er að flytja til Noregs bæði til að bæta mig sem knattspyrnumann og vera nær fjölskyldunni,“ segir Telma Hjaltalín, sem gekk í raðir norsku meistaranna í Stabæk í vikunni en hún hefur verið á mála hjá Aftureldingu í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir