Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 1-1 | Evrópudraumur Blika lítill Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2013 09:31 Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í viðureign liðanna í 19. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Vonir Blika um sæti í Evrópukeppni á næsta ári eru litlar fyrir vikið. Fátt markvert hafði gerst þegar Valsmenn náðu góðri sókn. Kristinn Freyr Sigurðsson fékk boltann inni á teig þar sem Elfar Freyr Helgason renndi sér. Niður fór Kristinn og réttilega dæmt víti. Fasteignasalinn Magnús Már Lúðvíksson setti boltann neðst í markhornið og kom heimamönnum yfir. Blikar áttu nokkrar góðar sóknir í hálfleiknum. Ellert Hreinsson fékk tvö dauðafæri til að skora en nýtti þau ekki. Það var hins vegar Árni Vilhjálmsson sem jafnaði metin á 41. mínútu með þrumuskoti með vinstri fæti. Árni kominn með sex mörk í deildinni í sumar en framherjinn setti markmiðið á tíu mörk eftir tvö í fyrstu umferðinni. Blikar blésu til stórsóknar í síðari hálfleik. Þeir fengu fjölmörg færi á fyrsta stundarfjórðungnum en tókst ekki að nýta þau. Valsmenn voru í miklu basli en fengu mögulega besta færi leiksins seint í honum. Þá skallaði Bjarni Ólafur Eiríksson framhjá af markteig eftir aukaspyrnu Magnúsar Más. Blikar reyndu hvað þeir gátu til að ná sigurmarkinu seint í leiknum og þá opnaðist leikurinn verulega. Hvorugu liðinu tókst þó að nýta sér það til fulllnustu og urðu að sætta sig við eitt stig. Blikar voru öllu fúlari þegar flautað var af enda voru þeir nær stigunum þremur. Blikar sitja í 4. sæti deildarinnar með 33 stig eftir leikinn en Valsmenn hafa 28 stig í 5. sæti. Ólafur Kristjáns: Fjarlægðumst Evrópusætið heldur mikið í kvöldÞjálfari Blika var sáttur við spil sinna manna á vellinum. Hann var hins vegar ósáttur við skilvirknina í teig Valsmanna. „Upp við markið erum við hvorki nógu skarpir né nógu gráðugir. Það er svona okkar saga í undanförnum leikjum,“ sagði Ólafur. Fjórir sterkir leikmenn Blika tóku út leikbann í dag. „Mér fannst þeir sem komu inn spila bærilega og ekki hægt að klína neinu á þá. Auðvitað munar um þá fjóra sem vantaði. Þeir voru hins vegar í liðinu í síðasta leik og þá töpuðum við 4-1. Þetta snýst meira um hópinn í heild. Við skorum ekki nægilega mörg mörk þrátt fyrir að skapa okkur færi.“ Möguleiki Blika á 3. sætið í deildinni og þátttökurétt í Evrópudeildinni á næsta ári minnkaði með jafnteflinu í kvöld. „Segja menn ekki alltaf að á meðan tölfræðilegur möguleiki er á að ná því sem stefnt er að þá heldur maður áfram? Ég held að það sé það sem við þurfum að gera, gera okkar og svo spilast kannski eitthvað upp í hendurnar á okkur. En við fjarlægðumst þetta svolítið mikið í kvöld.“ Maggi Gylfa: Fjórir stórleikir eftir„Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn. Mér fannst við hafa tökin þegar þeir skoruðu rétt fyrir hálfleik sem var kjaftshögg fyrir okkur,“ segir Magnús Gylfason þjálfari Valsmanna. Magnúsi fannst hans menn fá fín upphlaup í síðari hálfleik, þar sem Blikar voru þó sterkari, en vantaði upp á að menn vönduðu sig. „Ég hélt að Bjarni væri að klára þetta í lokin í dauðafæri en það kom ekki,“ sagði Magnús um færið sem Bjarni Ólafur Eiríksson fékk seint í leiknum. Skalli hans fór framhjá. Jafnteflið var það áttunda hjá Val í átján leikjum. Magnús viðurkennir að þau séu dýr, þeir hefðu getað landað þremur stigum í öllum leikjunum. Þeir hefðu hins vegar getað fallið á hinn veginn líka. En hafa Valsmenn að einhverju að keppa? „Menn eru bara fótboltamenn og þurfa að halda haus, halda áfram og spila leikina. Það eru fjórir stórleikir fyrir okkur og margt að keppa að. Það kemur ár eftir þetta og þá þarf að byggja upp og taka skrefið fram á við.“ Valsarar söknuðu Hauks Páls Sigurðarsonar sem tók út leikbann. „Hann er okkar fyrirliði og mikill karakter. Hefði kannski komið með þetta aukalega sem vantaði í lokin.“ Árni: Stefni á tíu mörk í öllum keppnum„Við hefðum viljað fá þrjú stig í dag. Miðað við færin hefðum við átt að pota inn seinna markinu en það tókst ekki í dag,“ sagði markaskorari Blika. „Við erum að æfa vel og skorum mikið á æfingum. Í dag vorum við kannski ekki nógu einbeittir í færunum. Við eigum að gera betur en því miður tókst það ekki,“ sagði Árni. Hann vildi þó ekki meina að Blikar væru að taka út mörkin sín á æfingum. „Nei, ég held nú ekki. Þetta kemur vonandi í næsta leik,“ sagði Árni sem skoraði sitt sjötta mark í deildinni í sumar. Eftir fyrsta deildarleikinn í maí, þegar Árni skoraði tvö mörk, sagðist hann setja markið á tíu mörk í öllum keppnum. „Það hefði verið óraunhæft markmið að ætla að skora tíu mörk í deildinni sitt fyrsta tímabil. Tíu mörk yfir sumarið í öllum keppnum var mitt markmið og ég stefni á það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í viðureign liðanna í 19. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Vonir Blika um sæti í Evrópukeppni á næsta ári eru litlar fyrir vikið. Fátt markvert hafði gerst þegar Valsmenn náðu góðri sókn. Kristinn Freyr Sigurðsson fékk boltann inni á teig þar sem Elfar Freyr Helgason renndi sér. Niður fór Kristinn og réttilega dæmt víti. Fasteignasalinn Magnús Már Lúðvíksson setti boltann neðst í markhornið og kom heimamönnum yfir. Blikar áttu nokkrar góðar sóknir í hálfleiknum. Ellert Hreinsson fékk tvö dauðafæri til að skora en nýtti þau ekki. Það var hins vegar Árni Vilhjálmsson sem jafnaði metin á 41. mínútu með þrumuskoti með vinstri fæti. Árni kominn með sex mörk í deildinni í sumar en framherjinn setti markmiðið á tíu mörk eftir tvö í fyrstu umferðinni. Blikar blésu til stórsóknar í síðari hálfleik. Þeir fengu fjölmörg færi á fyrsta stundarfjórðungnum en tókst ekki að nýta þau. Valsmenn voru í miklu basli en fengu mögulega besta færi leiksins seint í honum. Þá skallaði Bjarni Ólafur Eiríksson framhjá af markteig eftir aukaspyrnu Magnúsar Más. Blikar reyndu hvað þeir gátu til að ná sigurmarkinu seint í leiknum og þá opnaðist leikurinn verulega. Hvorugu liðinu tókst þó að nýta sér það til fulllnustu og urðu að sætta sig við eitt stig. Blikar voru öllu fúlari þegar flautað var af enda voru þeir nær stigunum þremur. Blikar sitja í 4. sæti deildarinnar með 33 stig eftir leikinn en Valsmenn hafa 28 stig í 5. sæti. Ólafur Kristjáns: Fjarlægðumst Evrópusætið heldur mikið í kvöldÞjálfari Blika var sáttur við spil sinna manna á vellinum. Hann var hins vegar ósáttur við skilvirknina í teig Valsmanna. „Upp við markið erum við hvorki nógu skarpir né nógu gráðugir. Það er svona okkar saga í undanförnum leikjum,“ sagði Ólafur. Fjórir sterkir leikmenn Blika tóku út leikbann í dag. „Mér fannst þeir sem komu inn spila bærilega og ekki hægt að klína neinu á þá. Auðvitað munar um þá fjóra sem vantaði. Þeir voru hins vegar í liðinu í síðasta leik og þá töpuðum við 4-1. Þetta snýst meira um hópinn í heild. Við skorum ekki nægilega mörg mörk þrátt fyrir að skapa okkur færi.“ Möguleiki Blika á 3. sætið í deildinni og þátttökurétt í Evrópudeildinni á næsta ári minnkaði með jafnteflinu í kvöld. „Segja menn ekki alltaf að á meðan tölfræðilegur möguleiki er á að ná því sem stefnt er að þá heldur maður áfram? Ég held að það sé það sem við þurfum að gera, gera okkar og svo spilast kannski eitthvað upp í hendurnar á okkur. En við fjarlægðumst þetta svolítið mikið í kvöld.“ Maggi Gylfa: Fjórir stórleikir eftir„Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn. Mér fannst við hafa tökin þegar þeir skoruðu rétt fyrir hálfleik sem var kjaftshögg fyrir okkur,“ segir Magnús Gylfason þjálfari Valsmanna. Magnúsi fannst hans menn fá fín upphlaup í síðari hálfleik, þar sem Blikar voru þó sterkari, en vantaði upp á að menn vönduðu sig. „Ég hélt að Bjarni væri að klára þetta í lokin í dauðafæri en það kom ekki,“ sagði Magnús um færið sem Bjarni Ólafur Eiríksson fékk seint í leiknum. Skalli hans fór framhjá. Jafnteflið var það áttunda hjá Val í átján leikjum. Magnús viðurkennir að þau séu dýr, þeir hefðu getað landað þremur stigum í öllum leikjunum. Þeir hefðu hins vegar getað fallið á hinn veginn líka. En hafa Valsmenn að einhverju að keppa? „Menn eru bara fótboltamenn og þurfa að halda haus, halda áfram og spila leikina. Það eru fjórir stórleikir fyrir okkur og margt að keppa að. Það kemur ár eftir þetta og þá þarf að byggja upp og taka skrefið fram á við.“ Valsarar söknuðu Hauks Páls Sigurðarsonar sem tók út leikbann. „Hann er okkar fyrirliði og mikill karakter. Hefði kannski komið með þetta aukalega sem vantaði í lokin.“ Árni: Stefni á tíu mörk í öllum keppnum„Við hefðum viljað fá þrjú stig í dag. Miðað við færin hefðum við átt að pota inn seinna markinu en það tókst ekki í dag,“ sagði markaskorari Blika. „Við erum að æfa vel og skorum mikið á æfingum. Í dag vorum við kannski ekki nógu einbeittir í færunum. Við eigum að gera betur en því miður tókst það ekki,“ sagði Árni. Hann vildi þó ekki meina að Blikar væru að taka út mörkin sín á æfingum. „Nei, ég held nú ekki. Þetta kemur vonandi í næsta leik,“ sagði Árni sem skoraði sitt sjötta mark í deildinni í sumar. Eftir fyrsta deildarleikinn í maí, þegar Árni skoraði tvö mörk, sagðist hann setja markið á tíu mörk í öllum keppnum. „Það hefði verið óraunhæft markmið að ætla að skora tíu mörk í deildinni sitt fyrsta tímabil. Tíu mörk yfir sumarið í öllum keppnum var mitt markmið og ég stefni á það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira