Fótbolti

Vucetich nýr landsliðsþjálfari Mexíkó

Stefán Árni Pálsson skrifar
Victor Vucetich
Victor Vucetich
Victor Vucetich  er tekinn við mexíkóska landsliðinu í knattspyrnu en Jose Manuel de la Torre var rekinn sem þjálfari liðsins á dögunum.

Mexíkó er í slæmri stöðu í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu á næsta ári.

Mexíkó á í raun bara möguleika á því að komast í umspil um laust sæti á mótinu en liðið er í fimmta sæti riðilsins en aðeins þrjú lið komast beint á HM. Fjórða sætið gefur umspilsrétt.

Victor Vucetich stýrði Monterrey í heimalandinu frá 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×