Íslenski boltinn

Gefa Framarar upp falskar aðsóknartölur?

Hann var ekkert sérstaklega þétt setinn bekkurinn í Dalnum í kvöld.
Hann var ekkert sérstaklega þétt setinn bekkurinn í Dalnum í kvöld. mynd/daníel
Íslensk knattspyrnufélög hafa á stundum legið undir grun um að gefa upp rangar aðsóknartölur. Þá að félögin segi að fleiri mæti á völlinn en í raun gerðu það.

Ekkert verður fjölyrt um það hér hvort það sé yfirhöfuð satt.

Vísir ákvað engu að síður að gera smá könnun á leik Fram og ÍBV í kvöld. Á þeim leik virðast Framarar fara ansi frjálslega með sannleikann.

Samkvæmt leikskýrslu sem finna má á ksi.is þá mættu 538 áhorfendur á leikinn.

Meðfylgjandi mynd var tekin rúmum fimm mínútum fyrir leikhlé í kvöld en þá voru væntanlega flestir áhorfendur komnir á völlinn.

Þá sátu ekki nema 340 manns í stúkunni og því er ekki nema von að spurt sé hvar hinir 200 meintu áhorfendur séu?



Hér má sjá mætinguna í kvöld. Hægt er að sjá myndina stærri með því að smella á hana.mynd/daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×