Víkingur skoraði sextán | Fjölnir hélt toppsætinu og KF féll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2013 16:14 Úr leik Fjölnis og Selfoss í Grafarvoginum í dag. Mynd/Pjetur Víkingur vann sinn langstærsta sigur í íslenskri deildarkeppni þegar liðið lagði botnlið Völsungs 16-0 í 1. deild karla í dag. Mörkin sextán gætu reynst mikilvæg fyrir lokaumferðina. Aron Elís Þrándarson og Hjörtur Júlíus Hjartarson skoruðu fjögur mörk hvor í slátruninni á Húsvíkingum. Víkingar leiddu 7-0 eftir 39 mínútur og undir lok fyrri hálfleiks fengu bræðurnir í liði Völsungs, Guðmundur Óli og Hrannar Björn Steingrímsson rautt spjald. Níu leikmenn Völsungs þurftu að horfa á Víkinga skora níu mörk í síðari hálfleik. Mörkin gætu reynst mikilvæg því Víkingur situr í 2. sæti deildarinnar með betri markamun en Grindavík sem er í 3. sæti og Haukar sem eru í fimmta sæti deildarinnar með 37 stig.Víkingur og Grindavík eru í harðri baráttu um sæti í efstu deild.Grindvíkingar unnu sömuleiðis stórsigur á KF á Ólafsfjarðarvelli sem féllu fyrir vikið í 2. deild. Heimamenn misstu mann af velli á 37. mínútu og gestirnir röðuð inn mörkum. Igor Stanojevic var iðinn við kolann og skoraði að innsta kosti þrjú mörk í 7-0 sigri Reyknesinga. Fjölnir er í toppsætinu fyrir lokaumerðina eftir 3-0 heimasigur á Selfossi. Þórir Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Grafarvogsliðið og Ragnar Leósson eitt. Fjölnir hefur 40 stig og þar með eins stigs forskot á Víking, Grindavík og Hauka fyrir lokaumferðina. Haukar unnu 3-1 heimasigur á Tindstóli á Ásvöllum. Hafsteinn Briem og Hilmar Geir Eiðsson skoruðu snemma í síðari hálfleik eftir markalausan fyrri hálfleik. Haukar eru í harðri baráttu um sæti í efstu deild og sitja í 4. sæti með jafnmörg stig og Víkingur og Grindavík en verri markamun. Stólarnir hafa að litlu að keppa í neðri hlutanum.Djúpmenn eiga enn von um sæti í efstu deild.Heimasíða BÍ/BolungarvíkurBÍ/Bolungarvík á enn von á sæti í efstu deild eftir 3-2 sigur á Leikni. Nigel Quashie var á meðal markaskorara hjá Djúpmönnum í dag. Þeir sitja í 5. sæti með 37 stig. Leiknir er um miðja deild og hefur að litlu að keppa. Þá vann KA 3-1 sigur á Þrótti norðan heiða. Þróttarar gátu fallið fyrir leikinn en tap KF þýðir að sæti þeirra í deildinni er tryggt. KA siglir lygnan sjó um miðja deild.Leikirnir í lokaumferðinni á laugardaginn klukkan 14: Grindavík - KA Leiknir - Fjölnir Þróttur - Víkingur Selfoss - KF Tindastóll - Bí/Bolungarvík Völsungur - Haukar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Víkingur vann sinn langstærsta sigur í íslenskri deildarkeppni þegar liðið lagði botnlið Völsungs 16-0 í 1. deild karla í dag. Mörkin sextán gætu reynst mikilvæg fyrir lokaumferðina. Aron Elís Þrándarson og Hjörtur Júlíus Hjartarson skoruðu fjögur mörk hvor í slátruninni á Húsvíkingum. Víkingar leiddu 7-0 eftir 39 mínútur og undir lok fyrri hálfleiks fengu bræðurnir í liði Völsungs, Guðmundur Óli og Hrannar Björn Steingrímsson rautt spjald. Níu leikmenn Völsungs þurftu að horfa á Víkinga skora níu mörk í síðari hálfleik. Mörkin gætu reynst mikilvæg því Víkingur situr í 2. sæti deildarinnar með betri markamun en Grindavík sem er í 3. sæti og Haukar sem eru í fimmta sæti deildarinnar með 37 stig.Víkingur og Grindavík eru í harðri baráttu um sæti í efstu deild.Grindvíkingar unnu sömuleiðis stórsigur á KF á Ólafsfjarðarvelli sem féllu fyrir vikið í 2. deild. Heimamenn misstu mann af velli á 37. mínútu og gestirnir röðuð inn mörkum. Igor Stanojevic var iðinn við kolann og skoraði að innsta kosti þrjú mörk í 7-0 sigri Reyknesinga. Fjölnir er í toppsætinu fyrir lokaumerðina eftir 3-0 heimasigur á Selfossi. Þórir Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Grafarvogsliðið og Ragnar Leósson eitt. Fjölnir hefur 40 stig og þar með eins stigs forskot á Víking, Grindavík og Hauka fyrir lokaumferðina. Haukar unnu 3-1 heimasigur á Tindstóli á Ásvöllum. Hafsteinn Briem og Hilmar Geir Eiðsson skoruðu snemma í síðari hálfleik eftir markalausan fyrri hálfleik. Haukar eru í harðri baráttu um sæti í efstu deild og sitja í 4. sæti með jafnmörg stig og Víkingur og Grindavík en verri markamun. Stólarnir hafa að litlu að keppa í neðri hlutanum.Djúpmenn eiga enn von um sæti í efstu deild.Heimasíða BÍ/BolungarvíkurBÍ/Bolungarvík á enn von á sæti í efstu deild eftir 3-2 sigur á Leikni. Nigel Quashie var á meðal markaskorara hjá Djúpmönnum í dag. Þeir sitja í 5. sæti með 37 stig. Leiknir er um miðja deild og hefur að litlu að keppa. Þá vann KA 3-1 sigur á Þrótti norðan heiða. Þróttarar gátu fallið fyrir leikinn en tap KF þýðir að sæti þeirra í deildinni er tryggt. KA siglir lygnan sjó um miðja deild.Leikirnir í lokaumferðinni á laugardaginn klukkan 14: Grindavík - KA Leiknir - Fjölnir Þróttur - Víkingur Selfoss - KF Tindastóll - Bí/Bolungarvík Völsungur - Haukar
Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira