Fótbolti

Rangt að vera með munntóbak í viðtali

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lars notar munntóbak eins og ansi margir Svíar. Hér er hann ásamt landa sínum Zlatan Ibrahimovic.
Lars notar munntóbak eins og ansi margir Svíar. Hér er hann ásamt landa sínum Zlatan Ibrahimovic. Nordicphotos/AFP
Munntóbaksnotkun Lars Lagerbäcks, þjálfara karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur ekki farið fram hjá landanum.

Í viðtali við Fréttablaðið haustið 2011 sagðist hann hafa notað tóbak í vör frá fimmtán ára aldri en hafði þá nýlega látið af ósiðnum. Hann fái sér þó tóbak endrum og sinnum.

Í viðtali við Stöð 2 fyrir leikinn gegn Sviss á dögunum vakti athygli að efri vör hans var úttroðin. Hann segist hafa gert mistök.

„Það var heimskulegt og auðvitað átti ég ekki að vera með munntóbak í viðtali,“ segir Lagerbäck. Hann sé vel meðvitaður um herferð KSÍ gegn tóbakinu.

„Þú átt auðvitað ekki að neyta eiturlyfja á neinu formi. Fólk drekkur hins vegar áfengi, reykir sígarettur og þar fram eftir götunum. Þannig er lífsins gangur. Það er enginn fullkominn.“

Nánar er rætt við landsliðsþjálfarann í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu. Viðtalið má lesa hér.


Tengdar fréttir

Baggið að bögga Lagerbäck í Bern

Þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Svíinn Lars Lagerbäck, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í Bern í dag. Munntóbaksnotkun hans vakti athygli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×