Fleiri fréttir

Swansea og Liverpool gerðu markalaust jafntefli

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði ekki góða ferð á sinn fyrrverandi heimavöll þegar Liverpool og Swansea gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Real Madrid tapaði í Sevilla

Real Betis gerði sér lítið fyrir og sigraði Real Madrid 1-0 á heimavelli sínum Manuel Ruiz de Lopera leikvanginum í Sevilla. Markið kom snemma í fyrri hálfleik.

Malaga skellti Valencia

Malaga lyfti sér upp í fjórða sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 4-0 sigri á Valencia á heimavelli í kvöld. Malaga var 1-0 yfir í hálfleik.

Eiður og Arnar aftur í botnsætið

Cercle Brugge tapaði 3-1 á útivelli fyrir Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru báðir í byrjunarliði Cercle en náðu ekki að skora.

Alfreð tryggði Heerenveen stig

Alfreð Finnbogason var enn og aftur á skotskónum fyrir Heerenveen þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Venlo í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik en Alfreð jafnaði metin á 61. mínútu.

Í beinni: Real Betis - Real Madrid

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Real Betis og Real Madrid í 13. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Hér mæstast liðin í 3. (Real Madrid) og 6. sæti (Real Betis) deildarinnar.

Redknapp var við það að taka við Úkraínu

Nýráðinn knattspyrnusjóri QPR, Harry Redknapp, hefur núna tjáð sig um hans samskipti við úkraínska knattspyrnusambandið og hversu nálægt hann var að taka við landsliði Úkraínu.

Aron Einar og Björn Bergmann á skotskónum

Aron Einar Gunnarsson skoraði fyrir Cardiff í dag í 2-1 sigri liðsins á útivelli gegn Barnsley í ensku 1. deildinni. Landsliðsfyrirliðinn skoraði síðara mark liðsins og er Cardiff í efsta sæti deildarinnar. Björn Bergmann Sigurðarson skoraði fyrir Wolves í dag en það dugði ekki til gegn Nottingham Forest.

Steve Clarke, stjóri WBA: Ótímabært að ræða um Evrópusæti

Steve Clarke, knattspyrnustjóri, West Bromwich Albion, var að vonum kátur eftir sigurinn gegn Sunderland fyrr í dag en liðið bar sigur úr býtum 4-2 og vann sinn fjórða sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni en það er einsdæmi í sögu félagsins.

Þrjú mörk á átta mínútum tryggði Man Utd sigurinn gegn QPR

Manchester United sýndi styrk sinn í dag þegar liðið lagði botnlið QPR 3-1 á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. QPR, sem rak Mark Hughes knattspyrnustjóra liðsins úr starfi í gær er enn án sigurs og er það eina liðið í öllum deildarkeppnum á Englandi sem enn hefur ekki náð að vinna leik. QPR komst yfir í leiknum í upphafi síðari hálfleiks en þrjú mörk á átta mínútna kafla tryggði Man Utd stigin þrjú og efsta sæti deildarinnar.

Harry Redknapp gerði tveggja og hálfs árs samning við QPR

Neðsta liðið í ensku úrvalsdeildinni QPR hefur formlega gengið frá samningi við nýjan knattspyrnustjóra Harry Redknapp. Mark Huges var rekinn sem stjóri liðsins í gær og nú hefur Redknapp skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við QPR.

Benitez byrjar á meistaraslag

Evrópumeistarar Chelsea taka á móti Englandsmeisturum Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Augu flestra munu beinast að Rafael Benitez sem var á fimmtudaginn ráðinn stjóri fyrrnefnda liðsins.

Markalaust á Villa Park

Arsenal náði ekki að skora á Villa Park í Birmingham og varð því að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Aston Villa í leik sem verður seint minnst fyrir mikla skemmtun.

WBA með fjórða sigurinn í röð gegn Sunderland

Sunderland tók á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. West Bromwich vann leikinn 4-2 og hafa nú unnið fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni í röð en það hefur aldrei gerst í sögu félagsins.

Redknapp færist nær QPR

Harry Redknapp segir í viðtali við Sky Sports News að hann vonist til þess að ráðning hans sem nýr knattspyrnustjóri QPR verði staðfest síðar í kvöld.

Fyrsti leikur Theodórs Elmars í mánuð

Theodór Elmar Bjarnason spilaði í dag sinn þriðja leik í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu er lið hans, Randers, tapaði fyrir Álaborg á heimavelli, 1-0.

Landsliðsþjálfari Brasilíu rekinn

Mano Menezes, landsliðsþjálfari Brasilíu, var í dag rekinn úr starfi sínu eftir að hann fundaði með stjórn knattspyrnusambands Brasilíu í dag.

Hörður áfram hjá Keflavík

Hörður Sveinsson verður áfram í herbúðum Keflavíkur en hann hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir til 2014.

Stytta af Ferguson afhjúpuð | Myndir

Fjöldi góðra manna var mættur á Old Trafford-völlinn í Manchester í dag þegar stytta af stjóra liðsins, Sir Alex Ferguson, var afhjúpuð fyrir utan völlinn. Það var eiginkona Ferguson, Lady Kathy, sem fékk þann heiður af afhjúpa styttuna af eiginmanninum.

Rúrik: Finn til með Sölva

Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var hetja FCK í gær er hann skoraði sigurmarkið gegn Molde í Evrópudeild UEFA.

Ég átti aldrei að fara frá Liverpool

Anthony Le Tallec, fyrrum leikmaður Liverpool, og núverandi leikmaður Valenciennes í Frakklandi er fullur eftirsjár en þessi 28 ára sóknarmaður telur að röng ákvörðun hafi komið í veg fyrir að hann ætti feril eins og Fernando Torres eða Carlos Tevez.

Sir Alex Ferguson: Benitez er mjög heppinn

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Rafael Benitez geti verið lukkulegur með stöðu mála þegar hann sest í stjórastólinn hjá Chelsea. Benitez vann Heimsmeistarakeppni félagsliða skömmu eftir að hann tók við Internazionale af Jose Mourinho og getur nú endurtekið leikinn með Chelsea í næsta mánuði.

Clattenburg verður fjórði dómari um helgina

Knattspyrnudómarinn Mark Clattenburg mun snúa aftur í ensku úrvalsdeildina um helgina og hefur fengið það verkefni að verða fjórði dómari á leik Tottenham og West Ham á White Hart Lane á sunnudaginn.

Hughes rekinn frá QPR - Redknapp að taka við

Mark Hughes hefur verið rekinn sem stjóri enska úrvaldsdeildarliðsins Queens Park Rangers og er þar með annar stjórinn á tveimur dögum sem þarf að taka pokann sinn í úrvalsdeildinni því Roberto Di Matteo var rekinn frá Chelsea á miðvikudagsmorguninn.

Roberto Di Matteo orðaður við Napólí

Roberto Di Matteo, var rekinn frá Evrópumeistaraliði Chelsea fyrir tveimur dögum, verður án efa ekk lengi atvinnulaus. Ítalinn er sterklega orðaður við ítalska liðið Napólí og samkvæmt Daily Star gæti hann tekið við liðinu næsta sumar.

Villa Boas vill aðgerðir gegn stuðningsmönnum Lazio

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, vill að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, rannsaki hegðun stuðningsmanna ítalska liðsins Lazio. Tottenham og Lazio mættust í gærkvöld í Evrópudeildinni í Róm og telur Villas-Boas að stuðningsmenn Lazio hafi farið yfir strikið þegar þeir sungu níðsöngva sem tengjast gyðingahatri.

Wenger: Enska úrvalsdeildin er enn sú sterkasta

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri enska knattspyrnuliðsins Arsenal, segir að enska úrvalsdeildin sé enn sú sterkasta í Evrópu. Arsenal hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu ásamt Manchester United, en Evrópumeistaralið Chelsea og Englandsmeistaralið Manchester City komust ekki áfram. Öll liðin frá Spáni og Þýskalandi eru komin áfram í Meistaradeildinni og Wenger viðurkennir að þær deildir séu í framför.

Cole: Vil standa mig vel hjá Liverpool

Joe Cole skoraði og lagði upp mark í 2-2 jafntefli Liverpool gegn svissneska liðinu Young Boys í Evrópudeild UEFA. Þetta var einn hann besti leikur fyrir félagið síðan hann kom frá Chelsea á sínum tíma.

Mark Helga Vals dugði ekki til

Helgi Valur Daníelsson skoraði mark AIK gegn ítalska liðinu Napoli í Evrópudeild UEFA í kvöld en það dugði á endanum ekki til.

Inter steinlá í Rússlandi

Þremur fyrstu leikjum kvöldsins í Evrópudeild UEFA er nú lokið en í þeim mátti finna tvo rússneska sigra á ítölskum liðum.

Guardiola er ekkert að flýta sér

Umboðsmaður Pep Guardiola segir að þjálfarinn ætli ekki að taka neina ákvörðun um framhaldið hjá sér fyrr en á næsta ári. Guardiola gerði frábæra hluti með Barcelona í fjögur tímabil en hætti síðan óvænt með liðið síðasta vor og ákvað að taka sér eins árs frí.

Clattenburg laus allra mála | Obi Mikel kærður

Dómarinn Mark Clattenburg hefur verið sýknaður af öllum sökum um kynþáttaníð og almennan dónaskap í garð leikmanna Chelsea. Enska knattspyrnusambandið staðfesti það í dag.

Mexes: Svona mark skorar þú bara einu sinni á ferlinum

Frakkinn Philippe Mexes skoraði stórkostlegt fyrir AC Milan í gær þegar liðið vann 3-1 sigur á Meistaradeildinni. Markið hans er að margra mati það flottasta sem hefur verið skorað í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.

Zenden verður aðstoðarmaður Benitez hjá Chelsea

Rafael Benitez, nýi stjórinn hjá Chelsea, er búinn að finn sér aðstoðarmann ef marka má faðir Boudewijn Zenden sem segir að sonur sinni muni vera hægri hönd Benitez á Stamford Bridge.

Sjá næstu 50 fréttir