Enski boltinn

Zenden verður aðstoðarmaður Benitez hjá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Boudewijn Zenden.
Boudewijn Zenden. Mynd/Nordic Photos/Getty
Rafael Benitez, nýi stjórinn hjá Chelsea, er búinn að finn sér aðstoðarmann ef marka má faðir Boudewijn Zenden sem segir að sonur sinni muni vera hægri hönd Benitez á Stamford Bridge.

Rafael Benitez hittir leikmenn Chelsea í fyrsta sinn í kvöld og verður væntanlega með Zenden sér við hlið en Chelsea hefur ekki gefið það formlega út hver muni aðstoða Benitez.

„Hann heyrði fyrst í Benitez á miðvikudaginn og er núna í flugi til Englands. Hann er búinn að tala mörgum sinnum við Benitez síðan í gær. Ég geng út frá því að þeir verði saman með æfingu hjá Chelsea nú í eftirmiðdaginn," sagði Pierre Zenden í viðtali hjá Voetbal International fyrr í dag.

Rafael Benitez þekkir vel til Boudewijn Zenden síðan að hann spilaði fyrir hann hjá Liverpool en Hollendingurinn spilaði auk þess með Chelsea frá 2001 til 2004. Hinn 36 ára gamli Hollendingur hefur þó ekki lokið neinum þjálfaragráðu en mun væntanlega reyna að bæta strax úr því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×