Enski boltinn

Markalaust á Villa Park

Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsenal náði ekki að skora á Villa Park í Birmingham og varð því að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Aston Villa í leik sem verður seint minnst fyrir mikla skemmtun.

Bæði lið áttu í miklum vandræðum með að skapa sér afgerandi færi og var lítið að gera hjá markvörðum liðanna í leiknum.

Arsenal er í sjötta sæti með 20 stig, stigi á eftir Everton en Aston Villa er í 17. sæti með 10 stig, stigi meira en Reading.

Helstu atvik leiksins má finna hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×