Enski boltinn

Redknapp færist nær QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp segir í viðtali við Sky Sports News að hann vonist til þess að ráðning hans sem nýr knattspyrnustjóri QPR verði staðfest síðar í kvöld.

Redknapp hefur átt í viðræðum við félagið í dag en í morgun var tilkynnt að Mark Hughes hafi verið sagt upp störfum.

QPR er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri á tímabilinu en liðið er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir tólf umferðir.

Redknapp var síðast knattspyrnustjóri Tottenham en var rekinn úr því starfi í vor. Hann var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastarf Englands en Roy Hodgson var ráðinn í það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×