Fleiri fréttir

Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Fram - Breiðablik 3-2

Framarar unnu í kvöld frábæran sigur, 3-2, gegn Breiðablik í 16. umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Framarar lentu undir í síðari hálfleiknum en gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk sem tryggði þeim stigin þrjú.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Selfoss 0-4

Selfyssingar unnu 4-0 sigur í Grindavík í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn var gríðarlega mikilvægur í fallbaráttunni. Selfyssingar voru þarna að vinna sinn annan sigur í röð og komust fyrir vikið upp úr fallsæti.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 1-2

Fylkir vann góðan sigur á Val 2-1 á útivelli í kvöld. Fylkir lék frábærlega í fyrri hálfleik og lagði það grunninn að sigrinum en staðan í hálfleik var 2-0. Valur minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik en náði ekki að nýta þau fáu færi sem gáfust til að jafna og því fór sem fór.

Tíu ár síðan að Rooney spilaði fyrsta leikinn í ensku úrvalsdeildinni

Wayne Rooney, framherji Manchester United, er aðeins 26 ára gamall en það eru engu að síður tíu ár síðan að hann spilaði sinn fyrsta leik með Everton. Rooney heldur upp á áratug í bestu deild í heimi með því að heimsækja sitt gamla félag á Goodison Park í kvöld en Everton og Manchester United spila þá lokaleik fyrstu umferðarinnar.

Skrtel skrifaði undir nýjan samning við Liverpool

Slóvakíski miðvörðurinn Martin Skrtel er búinn að skrifa undir nýjan langtímasamning við Liverpool en þessi 27 ára leikmaður hefur verið í samningaviðræðum við Liverpool í nokkurn tíma. Það er ekki gefið upp hversu langur samningurinn er.

Man. City reynir að kaupa Jovetic

Eigendur Man. City virðast ætla að verða við óskum stjórans, Roberto Mancini, um nýja leikmenn því félagið er nú í viðræðum við Fiorentina um að kaupa Stevan Jovetic.

Veigar Páll mættur í fallbaráttuna með Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson var í dag kynntur með formlegum hætti sem leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk. Veigar gerði starfslokasamning við Vålerenga en þar lék hann aðeins 23 leiki og skoraði 3 mörk. Veigar þekkir vel til hjá Stabæk en þar skoraði hann 79 mörk í 175 leikjum.

Van Persie byrjar líklega á bekknum í kvöld

Lokaleikurinn í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í kvöld þegar Everton tekur á móti Man. Utd. Robin van Persie mun líklega spila sinn fyrsta leik fyrir United í kvöld.

Giroud biður um þolinmæði

Frumraun franska framherjans Olivier Giroud hjá Arsenal var ekki sú besta en hann fær það erfiða hlutverk að reyna að fylla skarðið sem Robin van Persie skilur eftir hjá félaginu.

Ferguson við ungu strákana: Þið munuð aldrei gleyma þessum degi

Það var erfið og dramatísk stund er Man. Utd hélt heim af leið eftir að hafa misst af Englandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð. Þá labbaði hann um rútuna og ræddi við unga leikmenn liðsins. Hann bað þá aldrei um að gleyma því sem hefði gerst.

Agger íhugar að áfrýja rauða spjaldinu

Danski varnarmaðurinn Daniel Agger hjá Liverpool er ekki sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn WBA um helgina og íhugar að áfrýja því.

Bikar-Baldur hetja KR-inga

„Tilfinningin er æðisleg. Þetta er í þriðja sinn sem ég vinn þennan bikar og tilfinningin verður bara betri. Þetta venst aldrei og verður seint leiðinlegt," sagði Baldur Sigurðsson sem skoraði sigurmark KR í 2-1 sigri á Stjörnunni í úrslitum Borgunar-bikarsins á laugardag sex mínútum fyrir leikslok.

Aguero segist ekki vera alvarlega meiddur

Argentínski framherjinn Sergio Aguero hjá Man. City greinir frá því á Twitter-síðu sinni að hann sé ekki eins alvarlega meiddur á hné og óttast var í fyrstu.

Montella vongóður um að halda Jovetic

Vinzeno Montella knattspyrnustjóri Fiorentina er vongóður um að hann geti haldið Svartfellingnum Stevan Jovetic hjá félaginu þrátt fyrir að mörg af stærstu liðum Evrópu séu á höttunum eftir honum.

Dundee United á toppnum í Skotlandi

Dundee United skellti nágrönum sínum í Dundee 3-0 á heimavelli sínum í skosku úrvalsdeildinni í dag. Mörkin komu öll í fyrri hálfleik en Dundee United er eina liðið með fullt hús stiga í deildinni.

Juventus vann Berlusconi-bikarinn

Juventus vann 3-2 sigur á AC Milan í kvöld í árlegum leik liðanna um Berlusconi-bikarinn en þetta er minningarleikur Silvio Berlusconi, eiganda AC Milan, um föður sinn Luigi Berlusconi og fer alltaf fram á San Siro í ágústmánuði. Nú var spilað um Berlusconi-bikarinn í 22. sinn en Juve var að vinna hann í tíunda skiptið.

Carragher: Lykilatriði að halda Agger og Skrtel hjá Liverpool

Jamie Carragher, reynsluboltinn í Liverpool-vörninni, vonast til þess að miðverðirnir Daniel Agger og Martin Skrtel verði áfram á Anfield en hann telur það lífsnauðsynlegt fyrir Liverpool að þessir tveir landsliðsleikmenn spili áfram með félaginu.

Aron lék í tapi AGF

Aron Jóhannsson var í byrjunarliði AGF sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Aroni var skipt af leikvelli á 71. mínútu í stöðunni 0-0.

Mancini: Þarf að styrkja liðið

Viðbrögð Roberto Mancini stjóra Manchester City eftir 3-2 sigurinn á Southampton eru að liðið sé ekki í sínu besta formi og hann segist þurfa að styrkja liðið fyrir átökin í vetur.

Real Madrid tapaði stigum

Real Madrid hóf titilvörn sína á Spáni með 1-1 jafntefli gegn Valencia á heimavelli sínum í kvöld. Flestir bjuggust við öruggum sigri heimamanna en gestirnir börðust vel fyrir stiginu.

Kolbeinn hvíldur í markaveislu

Kolbeinn Sigþórsson kom ekkert við sögu þegar lið hans Ajax rúllaði yfir Nec á útivelli 6-1. Ajax var 4-0 yfir í hálfleik Frank de Boer þjálfari Ajax ákvað að hvíla Kolbein sem leikið hafði tvo heila leiki á einni viku.

Kristianstad og Malmö unnu Íslendingaslagina

Það voru tveir Íslendingaslagir í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Kristianstad sigraði Örebro 4-0 þar sem Katrín Ómarsdóttir var á meðal markaskorara og Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrsta mark Malmö í 4-0 sigri á Djurgården.

Lampard og Di Matteo hæla Hazard

Frank Lampard og Roberto Di Matteo hældu Eden Hazard í viðtölum eftir 2-0 sigur Chelsea á Wigan í dag en Roberto Martinez þjálfari Wigan sagði að lið hans hafa tapað leiknum þar sem leikmenn virtust ekki tilbúnir í byrjun leiksins.

Jóhann Berg lék 25 mínútur í sigri AZ

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í liði AZ Alkmaar sem sigraði Heracles Almelo 3-1 í annarri umferð hollensku úrvalsdeildarinnar í dag. AZ er því með fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina en liðið gerði jafntefli við Ajax um síðustu helgi.

City hóf titilvörnina með sigri

Englandsmeistarar Manchester City lentu í kröppum dansi gegn nýliðum Southampton á heimavelli sínum í dag. City vann 3-2 sigur eftir að hafa lent undir þegar rétt rúmar 20 mínútur voru til leiksloka.

Óskabyrjun dugði Chelsea

Chelsea sigraði Wigan 2-0 í fyrr leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Það tók Chelsea aðeins sjö mínútur að gera út um leikinn og var nýi leikmaður liðsins, Eden Hazard, allt í öllu.

Bikarmeistarar KR settu met - fyrstir til að vinna fimm lið úr efstu deild

KR-ingar urðu í gær bikarmeistarar karla í fótbolta annað árið í röð þegar þeir unnu 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvellinum. Ólafur Brynjar Halldórsson, tölfræði- og sagnfræðingur KR-inga, hefur fundið það út að KR-liðið setti með því nýtt met og skrifaði hann frétt um það inn á KR-síðuna.

Nýi þjálfarinn hjá Barcelona ætlar að vinna alla leikina á tímabilinu

Tito Vilanova stýrir fyrsta deildarleiknum sem þjálfari Barcelona í kvöld en þessi fyrrum aðstoðarmaður Pep Guardiola tók við Barca-liðinu af Guardiola í sumar. Barcelona mætir Real Sociedad á heimavelli í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld og er leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport.

Olinga sá yngsti til að skora í spænsku úrvalsdeildinni

Malaga þurfti að selja margar af stjörnum sínum fyrir tímabilið vegna fjárhagsvandræða og hetja liðsins í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar kom úr óvæntri átt. Hinn 16 ára gamli Fabrice Olinga tryggði liðinu 1-0 sigur á Celta Vigo í gær og setti um leið nýtt met í spænsku deildinni.

Af hverju er Van Persie númer 20 hjá Manchester United?

Hollendingurinn Robin van Persie spilar væntanlega sinn fyrsta leik með sínu nýja liði Manchester United á móti Everton á morgun en United borgaði Arsenal 24 milljónir punda fyrir markakóng ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Krísufundur hjá Þjóðverjum

Það er skjálfti innan herbúða þýska landsliðsins í knattspyrnu eftir tvö töp í röð. Landsliðsþjálfarinn, Joachim Löw, ætlar að halda krísufund fyrir næstu verkefni í undankeppni HM.

KR bikarmeistari 2012 - myndir

KR varð bikarmeistari karla annað árið í röð í dag og í þrettánda skiptið í sögu félagsins. Það var Baldur Sigurðsson sem tryggði liðinu sigur með glæsilegu skallamarki.

Æfing hjá bikarmeisturum KR klukkan 11 í fyrramálið

Það er engin miskunn hjá Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, en nýkrýndir bikarmeistarar KR þurfa að mæta á æfingu klukkan 11 í fyrramálið. KR-strákarnir fá þó aðeins að fagna titlinum í kvöld en svo fer fókusinn á leikinn mikilvæga gegn FH á fimmtudag.

Bjarni: Verðskuldaður sigur

"Þetta verður skemmtilegra og skemmtilegra og ég fékk að taka þátt í ár þó það hafi verið tæpt. Ég meiddist á æfingu á fimmtudagskvöldið. Ég fékk krampatognum eins og það heitir. Ég var í sjúkraþjálfun í allan gærdag og í morgun hjá mjög hæfum mönnum sem komu mér í gegnum þetta og gerðu það að verkum að ég gat spilað. Fyrir leikinn ætlaði ég ekki að þora að skokka af stað ef ég fyndi of mikið til þannig að ég gæti ekki tekið þátt í leiknum. Sem betur fer hafðist það,“ sagði Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR eftir bikarsigurinn á Stjörnunni í dag.

Garðar biðst afsökunar

"Ég biðst afsökunar á að hafa klúðrað vítinu og eyðilagt fyrir strákunum. Það hefði að minnsta kosti verið framlenging ef ég hefði nýtt það," sagði niðurbrotinn Garðar Jóhannsson framherji Stjörnunnar eftir tapið gegn KR í úrslitum bikarkeppninnar.

Sjá næstu 50 fréttir