Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 1-2 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Vodafonevellinum skrifar 20. ágúst 2012 17:15 Mynd/Ernir Fylkir vann góðan sigur á Val 2-1 á útivelli í kvöld. Fylkir lék frábærlega í fyrri hálfleik og lagði það grunninn að sigrinum en staðan í hálfleik var 2-0. Valur minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik en náði ekki að nýta þau fáu færi sem gáfust til að jafna og því fór sem fór. Fylkir skoraði úr sínu fyrsta færi í leiknum, mark sem verður að teljast mjög klaufalegt frá Val séð. Björgólfur Takefusa komst einn í gegnum vörnina, lét Sindra Snæ Jensson verja frá sér, frákastið fór í slána og þá reyndi Jónas Tór Næs að hreinsa en það vildi ekki betur til en að hann setti boltann rétt yfir marklínuna. Valur reyndi að jafna strax í kjölfarið en það fjaraði fljótt undan sókn liðsins og Fylkir réð lögum og lofum út hálfleikinn og bætti við einu marki á 25. mínútu þegar bakvörðurinn Elís Rafn Björnsson nýtti sér slakan varnarleik Vals óvaldaður á fjærstöng eftir fyrirgjöf Ingimundar Níels Óskarssonar. Yfirburðir Fylkis í fyrri hálfleik voru miklir og forystan fyllilega verðskulduð en allt annað var uppi á tengingum í seinni hálfleik. Þá voru Valsmenn sterkari og minnkuðu muninn strax á 51. mínútu. Valur lék þó ekki eins vel í seinni hálfleik og Fylkir gerði í þeim fyrri og Fylkir lék ekki eins illa eftir hlé og Valur fyrir. Valsmenn voru meira með boltann, fengu dauðafæri sem Kolbeinn Kárason skallaði framhjá en flestar marktilraunir liðsins voru skot utan af velli sem voru langt frá því að hitta markið. Fylkir fékk líka færi í seinni hálfleik og þá sérstaklega þegar Valur hafði hent öllum leikmönnum sínum fram í leit að jöfnunarmarki og má segja að Fylkismenn hafi verið klaufar að skora ekki í lokin. Ásmundur: Skópum sigurinn í fyrri hálfleik„Þetta var frábær sigur og dýrmæt þrjú stig. Menn komu vel stemmdir til leiks og við náðum okkur í góða stöðu og skópum sigurinn í fyrri hálfleik," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir leikinn en Fylkir lyfti sér upp í 23 stig með sigrinum og er nú aðeins einum sigri frá Evrópusæti í þéttum pakka. „Það var tvennt sem gerist í seinni hálfleik, þeir koma miklu grimmari til leiks, mun ákveðnari og pressa á okkur sem við áttum svo sem von á. Við ætluðum að bregðast öðru vísi við. Við féllum fullt langt niður og hleyptum þeim inn í leikinn. Þeir skora aukaspyrnu mark sem mér sýndist ekki vera aukaspyrna en það breytir því ekki að við hleyptum þeim heim og vorum heppnir að fá ekki annað mark í andlitið á okkur. „Þetta var langur tími sem við þurftum að berjast fyrir því að halda markinu en svo opnuðust möguleikar í lokin þar sem við hefðum getað klárað leikinn og maður hefði viljað það fyrir hjartsláttinn," sagði þjálfari Fylkis sem varð fyrri því áfalli að missa fyrirliða sinn, Kristján Valdimarsson, af leikvelli þegar aðeins 12 mínútur voru liðnar af leiknum. „Kristján er ný stiginn upp úr langvarandi meiðslum og meiðist snemma og við þurftum að púsla svolítið liðinu. Ásgeir Eyþórsson kemur kaldur inn en leysti það frábærlega eins og hinir sem tóku við. „Sigur í dag kemur okkur aðeins á braut, inn í pakkann þar sem við viljum vera. Okkur hungrar í aðeins meira," sagði Ásmundur að lokum. Kristján: Kitlar ekki að spila á móti sumum liðum„Mjög svekkjandi tap. Það sem gerir að við töpum er að við spilum mjög illa í fyrri hálfleik. Án bolta er færslan mjög léleg varnarlega og með bolta erum við ekki að halda honum. Þeir leikmenn sem hafa gæði til þess úti á vellinum töpuðu boltanum allt of mikið," sagði Kristján Guðmundsson eftir leikinn en Valur vann KR í síðustu umferð og virtist eiga í vandræðum með að rífa sig upp fyrir leik gegn Fylki. „Það er eitthvað með spennustigið að gera að það kitlar okkur ekki nóg að spila á móti sumum liðum fremur en öðrum. „Í hálfleik settum við leikinn upp þannig að við skerptum á því sem við ætluðum að gera og við sýndum leikmönnum betur hvar við ætluðum að spila boltanum upp völlinn. Það á ekki að vera neitt nýtt fyrir leikmönnum en við skerptum á því og grófum fyrri hálfleikinn undir koddann. „Við virðumst ekki ná að stilla okkur eins inn í alla leiki eða hálfleika, sama hvort það er og þessi leikur átti að skera aðeins úr um það hvort við gætum þetta, komið inn í þennan leik í kjölfarið á tveimur góðum leikjum og þá sérstaklega sigri í síðasta leik en við féllum á prófinu. Við ræddum það í hléinu að svona ætti staðan ekki að vera og við komum inn í seinni hálfleik og náðum að vera á pari við það sem við viljum vera en náðum ekki að nýta eitt dauðafæri sem við fengum. „Ef við berum saman hópinn okkar og hópa liðanna sem eru í efstu sætunum þá má vera að okkar hópur sé ekki nógu góður. Við reyndum að styrkja okkur fyrir mótið með þeim leikmönnum sem gengu til liðs við þau lið sem eru í efstu þremur sætunum, það er engin launung, okkur tókst bara ekki að ná í þá og svo í glugganum losuðum við okkur við leikmenn en styrktum okkur ekki," sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Fylkir vann góðan sigur á Val 2-1 á útivelli í kvöld. Fylkir lék frábærlega í fyrri hálfleik og lagði það grunninn að sigrinum en staðan í hálfleik var 2-0. Valur minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik en náði ekki að nýta þau fáu færi sem gáfust til að jafna og því fór sem fór. Fylkir skoraði úr sínu fyrsta færi í leiknum, mark sem verður að teljast mjög klaufalegt frá Val séð. Björgólfur Takefusa komst einn í gegnum vörnina, lét Sindra Snæ Jensson verja frá sér, frákastið fór í slána og þá reyndi Jónas Tór Næs að hreinsa en það vildi ekki betur til en að hann setti boltann rétt yfir marklínuna. Valur reyndi að jafna strax í kjölfarið en það fjaraði fljótt undan sókn liðsins og Fylkir réð lögum og lofum út hálfleikinn og bætti við einu marki á 25. mínútu þegar bakvörðurinn Elís Rafn Björnsson nýtti sér slakan varnarleik Vals óvaldaður á fjærstöng eftir fyrirgjöf Ingimundar Níels Óskarssonar. Yfirburðir Fylkis í fyrri hálfleik voru miklir og forystan fyllilega verðskulduð en allt annað var uppi á tengingum í seinni hálfleik. Þá voru Valsmenn sterkari og minnkuðu muninn strax á 51. mínútu. Valur lék þó ekki eins vel í seinni hálfleik og Fylkir gerði í þeim fyrri og Fylkir lék ekki eins illa eftir hlé og Valur fyrir. Valsmenn voru meira með boltann, fengu dauðafæri sem Kolbeinn Kárason skallaði framhjá en flestar marktilraunir liðsins voru skot utan af velli sem voru langt frá því að hitta markið. Fylkir fékk líka færi í seinni hálfleik og þá sérstaklega þegar Valur hafði hent öllum leikmönnum sínum fram í leit að jöfnunarmarki og má segja að Fylkismenn hafi verið klaufar að skora ekki í lokin. Ásmundur: Skópum sigurinn í fyrri hálfleik„Þetta var frábær sigur og dýrmæt þrjú stig. Menn komu vel stemmdir til leiks og við náðum okkur í góða stöðu og skópum sigurinn í fyrri hálfleik," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir leikinn en Fylkir lyfti sér upp í 23 stig með sigrinum og er nú aðeins einum sigri frá Evrópusæti í þéttum pakka. „Það var tvennt sem gerist í seinni hálfleik, þeir koma miklu grimmari til leiks, mun ákveðnari og pressa á okkur sem við áttum svo sem von á. Við ætluðum að bregðast öðru vísi við. Við féllum fullt langt niður og hleyptum þeim inn í leikinn. Þeir skora aukaspyrnu mark sem mér sýndist ekki vera aukaspyrna en það breytir því ekki að við hleyptum þeim heim og vorum heppnir að fá ekki annað mark í andlitið á okkur. „Þetta var langur tími sem við þurftum að berjast fyrir því að halda markinu en svo opnuðust möguleikar í lokin þar sem við hefðum getað klárað leikinn og maður hefði viljað það fyrir hjartsláttinn," sagði þjálfari Fylkis sem varð fyrri því áfalli að missa fyrirliða sinn, Kristján Valdimarsson, af leikvelli þegar aðeins 12 mínútur voru liðnar af leiknum. „Kristján er ný stiginn upp úr langvarandi meiðslum og meiðist snemma og við þurftum að púsla svolítið liðinu. Ásgeir Eyþórsson kemur kaldur inn en leysti það frábærlega eins og hinir sem tóku við. „Sigur í dag kemur okkur aðeins á braut, inn í pakkann þar sem við viljum vera. Okkur hungrar í aðeins meira," sagði Ásmundur að lokum. Kristján: Kitlar ekki að spila á móti sumum liðum„Mjög svekkjandi tap. Það sem gerir að við töpum er að við spilum mjög illa í fyrri hálfleik. Án bolta er færslan mjög léleg varnarlega og með bolta erum við ekki að halda honum. Þeir leikmenn sem hafa gæði til þess úti á vellinum töpuðu boltanum allt of mikið," sagði Kristján Guðmundsson eftir leikinn en Valur vann KR í síðustu umferð og virtist eiga í vandræðum með að rífa sig upp fyrir leik gegn Fylki. „Það er eitthvað með spennustigið að gera að það kitlar okkur ekki nóg að spila á móti sumum liðum fremur en öðrum. „Í hálfleik settum við leikinn upp þannig að við skerptum á því sem við ætluðum að gera og við sýndum leikmönnum betur hvar við ætluðum að spila boltanum upp völlinn. Það á ekki að vera neitt nýtt fyrir leikmönnum en við skerptum á því og grófum fyrri hálfleikinn undir koddann. „Við virðumst ekki ná að stilla okkur eins inn í alla leiki eða hálfleika, sama hvort það er og þessi leikur átti að skera aðeins úr um það hvort við gætum þetta, komið inn í þennan leik í kjölfarið á tveimur góðum leikjum og þá sérstaklega sigri í síðasta leik en við féllum á prófinu. Við ræddum það í hléinu að svona ætti staðan ekki að vera og við komum inn í seinni hálfleik og náðum að vera á pari við það sem við viljum vera en náðum ekki að nýta eitt dauðafæri sem við fengum. „Ef við berum saman hópinn okkar og hópa liðanna sem eru í efstu sætunum þá má vera að okkar hópur sé ekki nógu góður. Við reyndum að styrkja okkur fyrir mótið með þeim leikmönnum sem gengu til liðs við þau lið sem eru í efstu þremur sætunum, það er engin launung, okkur tókst bara ekki að ná í þá og svo í glugganum losuðum við okkur við leikmenn en styrktum okkur ekki," sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira