Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Keflavík 0-1 Guðmundur Tómas á Hásteinsvelli skrifar 20. ágúst 2012 17:15 Guðmundur Steinarsson. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Keflvíkingar urðu í kvöld fyrstir til þess að vinna Eyjamenn á Hásteinsvelli í Pepsi-deildinni í sumar en Guðmundur Steinarsson skoraði eina mark leiksins eftir ellefu mínútna leik. Keflvíkingar léku manni færri síðustu tíu mínútu leiksins eftir að Frans Elvarsson fékk sitt annað gula spjald. Magnús Gylfason fækkaði í vörninni en Eyjamönnum tókst ekki að skora þrátt fyrir mikla pressu. Eyjamenn voru búnir að vinna fimm heimasigra í röð í Pepsi-deildinni fyrir leikinn og alls búið að ná í 17 af 21 stigi í boði á Hásteinsvellinum á þessu tímabili. Keflvíkingar léku án lykilmannanna Arnórs Ingva Traustasonar og Jóhanns Birnis Guðmundssonar í leiknum en eins og oft áður í sumar er Keflavíkurliðið afar öflugt á útivöllum. Þetta var fimmti útisigur Keflvíkinga í Pepsi-deildinni í sumar. Sigurmark Guðmundar Steinarssonar var skondið og mjög óvænt. Jóhann Ragnar Benediktsson átti þá langt innkast beint á kollinn á Guðmundi sem skallaði boltann aftur fyrir sig og í fallegum boga yfir Abel í markinu. Magnús Gylfa: Þeir pökkuðu bara í vörn„Mér fannst við hanga of mikið á boltanum, sækja sömu megin. Þetta gekk ekki eins og vanalega hjá okkur, auðvitað voru aðstæður erfiðar. Ég hefði viljað sjá boltann ganga hraðar, skipta meira um kanta og svo sá ég ekki almennilega hvernig markið atvikaðist," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leik gegn Keflvíkingum á Hásteinsvelli í kvöld. „Þeir pökkuðu bara í vörn sem er eðlilegt. Við reyndum hvað við gátum, hentum mönnum fram og reyndum að breyta til en það tekst ekki alltaf," sagði Magnús aðspurður að því hvað betur hefði mátt fara. „Hugsanlega voru þeir að flýta sér of mikið og stundum ekki að flýta sér nógu mikið. Við gerðum ekki nógu vel í dag til að skora mörk, ég hef verið ánægður með mitt lið í sumar. Við verðum bara að laga þetta fyrir næsta leik," sagði Magnús í leikslok. Ómar: Hann sleppur við flengingu þar sem við unnum„Miðað við baráttuna sem að við sýndum þá finnst mér þetta vera sanngjörn úrslit. Þeir voru betri með boltann og áttu fleiri færi, en þegar þú berst svona mikið og hendir þér fyrir hvern einasta bolta þá áttu alltaf eitthvað skilið," sagði Ómar eftir leik. „Mér finnst spjöldin vera fullmörg, miðað við að þetta voru nú ekki það gróf brot. Ég var svolítið stressaður um að markið myndi detta inn hjá Eyjamönnum, en með þessa baráttu lítur þetta alltaf ágætlega út, andinn var bara svo góður," sagði Ómar spurður út í spjöldin og hvort hann hafi orðið stressaður í lokin. „Hann hlýtur að fá Pepsi eftir þennan leik, hann var frábær, stórkostlegur," sagði Ómar um Árna varamarkmann Keflvíkinga sem stóð sig frábærlega í leiknum. „Hann sleppur við flengingu þar sem við unnum, hann rak puttann í augað á mér í morgun þegar ég var að taka hann til í leikskólann. Mér var svolítið illt, en svo versnaði þetta og þurfti að fá einhverja dropa, það kom ekkert annað til greina en að Árni myndi koma inn á," sagði Ómar, spurður út í meiðslin sem hann hlaut í morgun, þegar hann var að taka krakkann sinn til í skólann. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Keflvíkingar urðu í kvöld fyrstir til þess að vinna Eyjamenn á Hásteinsvelli í Pepsi-deildinni í sumar en Guðmundur Steinarsson skoraði eina mark leiksins eftir ellefu mínútna leik. Keflvíkingar léku manni færri síðustu tíu mínútu leiksins eftir að Frans Elvarsson fékk sitt annað gula spjald. Magnús Gylfason fækkaði í vörninni en Eyjamönnum tókst ekki að skora þrátt fyrir mikla pressu. Eyjamenn voru búnir að vinna fimm heimasigra í röð í Pepsi-deildinni fyrir leikinn og alls búið að ná í 17 af 21 stigi í boði á Hásteinsvellinum á þessu tímabili. Keflvíkingar léku án lykilmannanna Arnórs Ingva Traustasonar og Jóhanns Birnis Guðmundssonar í leiknum en eins og oft áður í sumar er Keflavíkurliðið afar öflugt á útivöllum. Þetta var fimmti útisigur Keflvíkinga í Pepsi-deildinni í sumar. Sigurmark Guðmundar Steinarssonar var skondið og mjög óvænt. Jóhann Ragnar Benediktsson átti þá langt innkast beint á kollinn á Guðmundi sem skallaði boltann aftur fyrir sig og í fallegum boga yfir Abel í markinu. Magnús Gylfa: Þeir pökkuðu bara í vörn„Mér fannst við hanga of mikið á boltanum, sækja sömu megin. Þetta gekk ekki eins og vanalega hjá okkur, auðvitað voru aðstæður erfiðar. Ég hefði viljað sjá boltann ganga hraðar, skipta meira um kanta og svo sá ég ekki almennilega hvernig markið atvikaðist," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leik gegn Keflvíkingum á Hásteinsvelli í kvöld. „Þeir pökkuðu bara í vörn sem er eðlilegt. Við reyndum hvað við gátum, hentum mönnum fram og reyndum að breyta til en það tekst ekki alltaf," sagði Magnús aðspurður að því hvað betur hefði mátt fara. „Hugsanlega voru þeir að flýta sér of mikið og stundum ekki að flýta sér nógu mikið. Við gerðum ekki nógu vel í dag til að skora mörk, ég hef verið ánægður með mitt lið í sumar. Við verðum bara að laga þetta fyrir næsta leik," sagði Magnús í leikslok. Ómar: Hann sleppur við flengingu þar sem við unnum„Miðað við baráttuna sem að við sýndum þá finnst mér þetta vera sanngjörn úrslit. Þeir voru betri með boltann og áttu fleiri færi, en þegar þú berst svona mikið og hendir þér fyrir hvern einasta bolta þá áttu alltaf eitthvað skilið," sagði Ómar eftir leik. „Mér finnst spjöldin vera fullmörg, miðað við að þetta voru nú ekki það gróf brot. Ég var svolítið stressaður um að markið myndi detta inn hjá Eyjamönnum, en með þessa baráttu lítur þetta alltaf ágætlega út, andinn var bara svo góður," sagði Ómar spurður út í spjöldin og hvort hann hafi orðið stressaður í lokin. „Hann hlýtur að fá Pepsi eftir þennan leik, hann var frábær, stórkostlegur," sagði Ómar um Árna varamarkmann Keflvíkinga sem stóð sig frábærlega í leiknum. „Hann sleppur við flengingu þar sem við unnum, hann rak puttann í augað á mér í morgun þegar ég var að taka hann til í leikskólann. Mér var svolítið illt, en svo versnaði þetta og þurfti að fá einhverja dropa, það kom ekkert annað til greina en að Árni myndi koma inn á," sagði Ómar, spurður út í meiðslin sem hann hlaut í morgun, þegar hann var að taka krakkann sinn til í skólann.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira