Fleiri fréttir

Gylfi þakkar félögunum fyrir sendingarnar

Gylfi Þór Sigurðsson var lítillátur í viðtölum eftir 3-0 sigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins. Gylfi hefur þar með skorað 5 mörk í 9 leikjum fyrir velska liðið síðan að hann kom á láni frá Hoffenheim í janúar.

Chelsea komið í undanúrslit enska bikarsins | Torres gerði tvö mörk

Chelsea flaug sannfærandi áfram í undanúrslit ensku bikarkeppninnar þegar þeir unnu Leicester, 5-2, í 8-liða úrslitum keppninnar. Fernando Torres gerði tvö mörk í leiknum og lagði upp tvö önnur mörk sem verður að teljast frétt dagsins í knattspyrnuheiminum.

Fabio Capello sér ekki eftir ákvörðun sinni að hætta

Fabio Capello, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, talaði um það í ítölskum sjónvarpsþætti að það hafi verið rétt ákvörðun að hætta með landslið Englands aðeins nokkrum mánuðum fyrir stórmót.

Rodgers ætlar að reyna að halda Gylfa hjá Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson hefur slegið í gegn hjá velska liðinu Swansea City en hann er á láni frá þýska liðinu Hoffenheim fram á vor. Gylfi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Swansea á Fulham í gær en sigurinn skilaði liðinu upp í áttunda sæti deildarinnar.

Newcastle vann góðan sigur á Norwich

Newcastle vann mikilvægan sigur, 1-0, gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eina mark leiksins gerði Papiss Cissé fyrir Newcastle eftir aðeins tíu mínútna leik.

Vertonghen vill fara til Arsenal

Jan Vertonghen, leikmaður Ajax, hefur mikinn áhuga á því að ganga til liðs við enska knattspyrnufélagið Arsenal.

Barcelona taplaust í síðustu 50 leikjum Iniesta

Andres Iniesta jafnaði met Emilio Butragueno í gær þegar hann hjálpaði Barcelona að vinna 2-0 sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni. Iniesta, sem lagði upp seinna mark liðsins fyrir Lionel Messi, hefur nefnilega ekki tapað í síðustu 50 deildarleikjum sínum með Barca.

Ashley Young: Spennandi fyrir mig að fá að taka þátt í titilbaráttu

Ashley Young er á sínu fyrsta tímabili með Manchester United og fagnar því að fá að kynnast því að vera í titilbaráttu. Hann fékk ekki að kyntast því með Aston Villa undanfarin ár. Manchester United heimsækir Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag og getur náð fjögurra stiga forystu með sigri.

Coyle: Næstu 24 tímar skipta öllu máli fyrir Muamba

Owen Coyle, stjóri Bolton, hefur tjáð sig um veikindi miðjumannsins Fabrice Muamba sem hneig niður í fyrri hálfleik í bikarleik Tottenham og Bolton í gær. Leikurinn var í kjölfarið flautaður af.

Gylfi bara búinn að skora í útileikjum

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Swansea City í ensku úrvalsdeildinni í gær en með því hjálpaði hann sínu liði að vinna þriðja leikinn í röð og komast upp í áttunda sæti deildarinnar.

Joe Hart: Balotelli er líklega besta vítaskyttan í heimi

Joe Hart, markvörður Manchester City, er sannfærður um að liðsfélagi hans, Mario Balotelli, taki öruggustu vítaspyrnur í heiminum í dag. Fjögur af ellefu mörkum Balotelli á tímabilinu hafa komið úr vítaspyrnum og hann hefur alltaf skorað af miklu öryggi.

Messi búinn að skora 150 deildarmörk fyrir Barcelona

Lionel Messi skoraði annað marka Barcelona í 2-0 sigri á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í gær en þetta var 150. deildarmark hans fyrir Barcelona og 231. mark hans fyrir félagið í öllum keppnum.

Tigana: Of snemmt að segja til um hvort Anelka sé peninganna virði

Nicolas Anelka skoraði í gær í sínum fyrsta deildarleik með kínverska liðinu Shanghai Shenhua en liðið varð engu að síður að sætta sig við 2-3 tap fyrir Beijing Guoan. Jean Tigana, þjálfari Shanghai Shenhua, var spurður eftir leikinn hvort að Anelka væri peninganna virði.

Juventus skoraði fimm mörk á útivelli og vann langþráðan sigur

Juventus minnkaði forskot AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fjögur stig eftir 5-0 stórsigur á Fiorentina á útivelli. Þetta var langþráður sigur hjá Juventus-liðinu sem var búið að gera fimm jafntefli í röð og alls sjö jafntefli í síðustu átta leikjum.

Fótboltastjörnur heimsins biðja fyrir Muamba

Fótboltastjörnur heimsins hafa verið duglegir að senda kveðjur til Fabrice Muamba, 23 ára leikmanns Bolton, sem hneig niður í miðjum leik Tottenham og Bolton í átta liða úrslitum enska bikarsins.

Rodgers um Gylfa: Okkur vantaði markaskorara af miðjunni

Brendan Rodgers, stjóri Swansea, var að sjálfsögðu ánægður með Gylfa Þór Sigurðsson sem skoraði tvö fyrstu mörk liðsins í 3-0 útisigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylgfi hefur nú skorað 5 mörk í 9 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þar af fjögur mörk í síðustu þremur leikjum liðsins. Swansea komst upp í áttunda sætið með þessum sigri.

Bayern skoraði "bara" sex mörk í kvöld

Bayern München hélt markaveislu sinni áfram í dag þegar liðið vann 6-0 stórsigur á útivelli á móti Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. Bayern hafði skorað sjö mörk í síðustu tveimur leikjum á undan, á móti Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni (7-1) og í seinni leiknum á móti Basel (7-0) í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Owen Coyle og Kevin Davies fóru með Muamba í sjúkrabílnum

Bikarleikur Tottenham og Bolton var flautaður af í kvöld eftir að Fabrice Muamba, leikmaður Bolton hneig niður í lok fyrri hálfleiks. Lífgunartilraunir hófust strax á vellinum og héldu áfram ú sjúkrabílnum á leið upp á spítala. Nýjustu fréttir af Bolton-menninum er að hann sé að berjast fyrir lífi sínu.

Swansea búið að ná í sextán stig í níu leikjum síðan Gylfi kom

Gylfi Þór Sigurðsson hefur heldur betur haft góð áhrifa á Swansea-liðið sem er nú komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sannfærandi 3-0 sigur á Fulham á Craven Cottage í dag. Þetta var þriðji sigur Swansea í röð og liðið hefur haldið hreinu í þeim öllum.

Rodgers, stjóri Swansea: Við vorum ótrúlegir

Brendan Rodgers, stjóri Swansea, var ánægður eftir 3-0 sigur liðsins á Fulham á Craven Cottage en sigurinn skilaði liðinu upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins.

Emil og félagar áfram á sigurbraut

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona unnu 2-0 sigur á Vicenza í ítölsku b-deildinni í fótbolta í dag en þetta var annar sigur liðsins í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum. Hellas Verona er í 3. sæti deildarinnar og til alls líklegt á lokasprettinum.

Bale: Það er engin krísa hjá Tottenham

Það hefur lítið gengið hjá Gareth Bale og félögum í Tottenham að undanförnu en velski landsliðsmaðurinn er viss um að þeir geti komist aftur á sigurbraut í dag þegar liðið mætir Bolton í átta liða úrslitum enska bikarsins.

John O'Shea: Við vorum örugglega ánægðara liðið í leikslok

John O'Shea, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi fyrirliði Sunderland, var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli á móti Everton í enska bikarnum á Goodison Park í dag. Sunderland komst yfir í leiknum en átti vök að verjast í seinni hálfleiknum.

Elísabet og Sigurður Ragnar svara gagnrýni þjálfara Margrétar Láru

Vefsíðan fótbolti.net segir frá því í dag að Margrét Lára Viðarsdóttir sé umræðuefni í sænska staðarblaðinu í Kristianstad vegna ummæla Bernd Schröder þjálfara hennar hjá þýska liðinu Turbine Potsdam. Schröder er óánægður með ástandið á landsliðsframherjanum en Margrét Lára er meidd og gat ekki spilað með Turbine Potsdam í fyrri leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir