Fótbolti

Fabio Capello sér ekki eftir ákvörðun sinni að hætta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fabio Capello, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, talaði um það í ítölskum sjónvarpsþætti að það hafi verið rétt ákvörðun að hætta með landslið Englands aðeins nokkrum mánuðum fyrir stórmót.

Enska knattspyrnusambandið svipti John Terry af fyrirliðabandi enska landsliðsins en því var Capello ekki sammála og því sagði hann starfi sínu lausu.

„Maður er ekki sekur fyrir en það er búið að dæma mann," sagði Fabio Capello. Þar vitnar hann í mál sem John Terry á yfir höfði sér um meinta kynþáttafordóma í miðjum leik.

„Af hverju átti ég að svipta Terry fyrirliðabandinu? sérstaklega þar sem ég var nýbúinn að gefa honum bandið á ný."

„Mál hans verður tekið fyrir þann 9. júlí næstkomandi og ég bað þá um að bíða með þessa ákvörðun þangað til að niðurstaða væri komin."

Capello tók við enska landsliðinu árið 2007 þegar Steve McClaren var rekinn úr starfi.

„Ég var virkilega ánægður í Englandi og leið alltaf vel þar," sagði Ítalinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×