Fótbolti

Tigana: Of snemmt að segja til um hvort Anelka sé peninganna virði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicolas Anelka í leiknum.
Nicolas Anelka í leiknum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Nicolas Anelka skoraði í gær í sínum fyrsta deildarleik með kínverska liðinu Shanghai Shenhua en liðið varð engu að síður að sætta sig við 2-3 tap fyrir Beijing Guoan. Jean Tigana, þjálfari Shanghai Shenhua, var spurður eftir leikinn hvort að Anelka væri peninganna virði.

Nicolas Anelka skoraði markið sitt á 66. mínútu leiksins þegar hann fylgdi á eftir skoti félaga sína og jafnaði leikinn í 2-2. Anelka fór frá Chelsea til Kína á dögunum en það er orðrómur um að hann sé að fá 230 þúsund evrur í vikulaun sem gera um 38,4 milljónir íslenskra króna.

„Það er of snemmt að segja til um hvort Anelka sé peninganna virði. Hann er nýkominn og þarf fleiri æfingar með liðinu," sagði Jean Tigana sem er fyrrum hetja í franska landsliðinu eins og Anelka. „Það er mikilvægasta hjá mínu liði er að laga miðjuspilið," bætti Tigana við en þjálfari mótherjanna hrósaði Anelka.

„Anelka er frábær leikmaður og ég verð að viðurkenna að þetta var flott byrjun hjá honum. Shanghai Shenhua gerði vel með því að fá hann og koma hans ætti að hjálpa öðrum leikmönnum," sagði Jaime Pacheco, þjálfari Beijing Guoan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×