Fleiri fréttir

AC Milan komið í kapphlaupið um Vidic

Samkvæmt heimildum Daily Telegraph þá er varnarmaðurinn Nemanja Vidic hjá Manchester United efstur á óskalista AC Milan en knattspyrnustjórinn Leonardo fær peninga til þess að byggja upp nýtt lið á San Siro næsta sumar og er Brasilíumaðurinn þegar búinn að eyrnamerkja Serbann í þeim tilgangi.

Kaupbanni á hendur Chelsea aflétt

Chelsea hefur unnið áfrýjun gegn kaupbanni sem alþjóða íþróttadómstóllinn dæmdi Lundúndafélagið í í kjölfarið á félagsskiptum hins unga Gael Kakuta frá Lens árið 2007.

Ronaldinho neitar því að hafa haldið partý

Margir ítalskir fjölmiðlar kenndu Ronaldinho um að AC Milan hefði tapað fyrir Inter á dögunum. Þeir héldu því fram að Brasilíumaðurinn hefði haldið heljarinnar partý nokkrum dögum fyrir leik.

James: Vil bara standa mig vel og fara svo á HM

Enski landsliðsmarkvörðurinn David James hjá Portsmouth er í sérstakri stöðu þar sem hann er með klausu í samningi sínum við félagið að ef hann spili 25 leiki eða fleiri á þessu tímabili þá þurfi félagið að bjóða honum nýjan og betri samning.

Buffon enn á ný orðaður við Manchester United

Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon hjá Juventus hefur reglulega verið orðaður við Englandsmeistara Manchester United undanfarin ár sem líklegur eftirmaður Edwin Van der Sar.

Grant gripinn glóðvolgur á „nuddstofu“

Knattspyrnustjórinn Avram Grant hjá Portsmouth hefur staðið í ströngu, bæði innan vallar sem utan, síðan hann var ráðinn til félagsins. Portsmouth situr sem fastast á botni deildarinnar og fjárhagsvandræði félagsins virðast engan endi ætla að taka.

Hargreaves ekki í meistaradeildarhópi United

Endurkoma miðjumannsins Owen Hargreaves virðist ætla að vera þyrnum stráð en búist var við því að hann gæti farið að spila aftur með Manchester United von bráðar.

Benitez: Babel getur nú einbeitt sér að fótboltanum

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur enn tröllatrú á því að Ryan Babel geti sýnt hvað í honum býr á þessu tímabili en leikmaðurinn hefur í raun aldrei náð að festa sig almennilega í sessi á Anfield síðan hann kom til félagsins á 11,5 milljónir punda frá Ajax sumarið 2007.

Portsmouth enn og aftur komið með nýjan eiganda

Botnlið Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið en félagið er í skuldasúpu og óljós staða þess utan vallar hefur ekki beint verið til þess að hjálpa liðinu innan vallar.

Vieira: Erum klárlega að nálgast Manchester United

Franski miðjumaðurinn Patrick Vieira mun loksins spila sinn fyrsta leik um helgina með Manchester City en hann hefur átt við meiðsli að stríða á ökkla síðan hann gekk í raðir City frá Inter í janúar.

Talsmaður Terry: Mun ekki tjá sig fyrr en hann ræðir við Capello

Enski Varnarmaðurinn og landsliðsfyrirliðinn John Terry hjá Chelsea hefur verið í brennidepli breskra fjölmiðla undanfarið eftir að upp komst um framhjáhald leikmannsins með barnsmóður og fyrrum unnustu Wayne Bridge, fyrrum liðsfélaga síns hjá Chelsea og enska landsliðinu.

Enn syrtir í álinn hjá Portsmouth

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth sitja sem fyrr einir og yfirgefnir á botni ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Tomas Brolin berst fyrir því að fá 19 ára gamalt mark skráð á sig

Tomas Brolin, fyrrum landsliðsmaður Svíþjóðar í fótbolta, er löngu búinn að leggja skóna á hilluna en hann er þó ekki hættur að berjast fyrir fleiri mörkum á ferlinum. Brolin heldur því fram að hann sé með 27. landsliðsmörk en ekki 26 eins og stendur núna í gögnum sænska knattspyrnusambandsins.

Dossena: Ástríðan meiri í Napólí en í Liverpool

Andrea Dossena heldur því fram að það sé meiri ástríða fyrir fótbolta hjá nýja félagi sínu Napóli en var hjá Liverpool þar sem hann lék áður. Dossena en nýhættur hjá Liverpool þar sem hann eyddi tveimur vonbrigðarárum á Anfield.

Hiddink ekki tilbúinn að hætta þjálfun alveg strax

Uppi hefur verið sterkur orðrómur um að knattspyrnuþjálfarinn hollenski Guus Hiddink, sem verður 64 ára gamall á þessu ári, muni vera að íhuga að hætta afskiptum sínum af fótbolta eftir að honum mistókst að stýra Rússum á lokakeppni HM næsta sumar.

Manchester City ætlar sér inn á Ameríkumarkaðinn

Manchester City er að skipuleggja æfingaferð til Bandaríkjanna næsta sumar og forráðamenn félagsins ætla sér að koma "litla" Manchester-liðinu í hóp frægustu og vinsælustu fótboltafélaga í heimi.

Pearce: Þetta eru bara nornaveiðar og ekkert annað

Stuart Pearce, landsliðsþjálfari U-21 árs landsliðs Englands, hefur harðlega gagnrýnt fjölmiðlasirkusinn í kringum enska landsliðsfyrirliðann John Terry í breskum fjölmiðlum vegna framhjáhalds hans með barnsmóður Wayne Bridge.

Ísland féll um tvö sæti á heimslista FIFA

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 94. sæti á nýjum heimslista sem Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti í dag. Ísland féll þar með um tvö sæti en landsliðið var í 92. sæti á listanum þar á undan sem birtist um miðjan desember.

Terry ætlar ekki að afsala sér fyrirliðabandinu

Samkvæmt heimildum BBC fréttastofunnar ætlar vanarmaðurinn og landsliðsfyrirliðinn John Terry ekki að afsala sér fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu í kjölfar framhjáhalds hans með barnsmóður Wayne Bridge.

Gleðipinninn Ronaldinho sektaður af AC Milan

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum hefur Brasilíumaðurinn Ronaldinho hjá AC Milan verið sektaður af félaginu eftir að upp komst að hann hafi farið út að skemmta sér á skemmtistað í vikunni fyrir grannaslaginn gegn Inter í ítölsku deildinni á dögunum.

Allan Borgvardt kemur ekki til Íslands í sumar

Allan Borgvardt kemur ekki til Íslands í sumar eins og leit jafnvel út fyrir um tíma því Daninn snjalli hefur samið við norska b-deildarliðið Sandnes Ulf. Þetta kemur fram í frétt á vefmiðlinum fotbolti.net.

Heimsmeistarar Ítala mæta bara HM-liðum fyrir HM í Suður-Afríku

Heimsmeistarar Ítala hafa raðað niður undirbúningsleikjum fyrir HM í Suður-Afríku í sumar þar sem þeir koma til með að verja titil sinn frá því í Þýskalandi fyrir fjórum árum. Ítalar mæta aðeins þjóðum sem eru á leiðinni á HM eins og þeir.

Ferguson vonast til að Hargreaves sé að verða klár

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United bindur vonir við að miðjumaðurinn Owen Hargreaves geti lagt sitt að mörkum til þess að hjálpa United á lokasprettinum á yfirstandandi keppnistímabili.

Grant fer afar fögrum orðum um Hermann

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Fulham tekur á móti Portsmouth. Hermann Hreiðarsson getur ekki leikið með Portsmouth í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í tapleiknum gegn Manchester City á dögunum og knattspyrnustjórinn Avram Grant hjá Portsmouth segir að vinstri bakvarðarins verði vissulega sárt saknað og hrósar honum í hástert.

Grant ósáttur með svikin loforð - hættir þó ekki

Knattspyrnustjórinn Avram Grant hjá botnliði Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni er allt annað en sáttur með forráðamenn félagsins þessa dagana en þeir virðast hreinlega vera í tómu basli við að halda félaginu frá gjaldþroti.

Ancelotti mun gefa Terry frí

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, staðfesti eftir leikinn gegn Hull í kvöld að hann muni gefa John Terry frí ef Terry telur sig þurfa á fríi að halda til þess að bjarga hjónabandi sínu. Ancelotti sagði þó að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um slíkt líkt og einhverjir fjölmiðlar héldu fram í dag.

Heiðar á skotskónum fyrir Watford

Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson hélt áfram að spila vel fyrir Watford í kvöld er liðið vann öruggan sigur á Sheff. Utd, 3-0.

Óvænt úrslit í enska bikarnum

Notts County og Crystal Palace komust óvænt áfram í ensku bikarkeppninni í kvöld er þau lögðu andstæðinga úr ensku úrvalsdeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir