Fótbolti

Heimsmeistarar Ítala mæta bara HM-liðum fyrir HM í Suður-Afríku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ítalar unnu Heimsmeistaratitilinn fyrir fjórum árum.
Ítalar unnu Heimsmeistaratitilinn fyrir fjórum árum. Mynd/AFP
Heimsmeistarar Ítala hafa raðað niður undirbúningsleikjum fyrir HM í Suður-Afríku í sumar þar sem þeir koma til með að verja titil sinn frá því í Þýskalandi fyrir fjórum árum. Ítalar mæta aðeins þjóðum sem eru á leiðinni á HM eins og þeir.

Ítalska landsliðið mætir Kamerún 3. mars í Mónakó, spilar við Mexíkó 3. júní í Brussel og mætir síðan Svisslendingum 5. júní í Genf.

Ítalar munu æfa í fjallaloftinu í Sestriere frá og með 25. maí og þar til að liðið flýgur suður til Afríku en þar eru margir leikjanna spilar í þunnu lofti í fjallaborgum Suður-Afríku.

Ítalar eru í F-riðli á HM með Paragvæ, Nýja-Sjálandi og Slóvakíu en þetta getur varla talist vera einn af erfiðari riðlum keppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×