Enski boltinn

Ancelotti ætlar að fá Pato til Chelsea næsta sumar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Alexandre Pato fagnar marki með AC Milan.
Alexandre Pato fagnar marki með AC Milan. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum vefmiðilsins Sportsmediaset.it hefur áhugi Chelsea á framherjanum Alexandre Pato hjá AC Milan ekkert dvínað.

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea, sem áður stýrði AC Milan, mun enn hafa mikinn áhuga á að næla í Brasilíumanninn unga en hann fékk hann einmitt til Mílanóliðsins á sínum tíma.

Hinn tvítugi Pato kostaði AC Milan 22 milljónir evra í ágúst 2008 frá Internacional en ljóst þykir að Lundúnafélagið þurfi að reiða fram mun hærri summu fyrir leikmanninn ætli það að klófesta hann næsta sumar.

Pato hefur skorað 31 mark í 70 leikjum með AC Milan til þessa en hann hefur einnig leikið 8 landsleiki fyrir Brasilíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×