Enski boltinn

AC Milan komið í kapphlaupið um Vidic

Ómar Þorgeirsson skrifar
Nemanja Vidic.
Nemanja Vidic. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Daily Telegraph þá er varnarmaðurinn Nemanja Vidic hjá Manchester United efstur á óskalista AC Milan en knattspyrnustjórinn Leonardo fær peninga til þess að byggja upp nýtt lið á San Siro næsta sumar og er Brasilíumaðurinn þegar búinn að eyrnamerkja Serbann í þeim tilgangi.

Kaup United á varnarmanninum efnilega Chris Smalling frá Fulham í janúar þykja renna stoðum undir hugsanlega sölu á Vidic.

Ásamt AC Milan munu spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid einnig vera tilbúin að spreða seðlum í hinn 29 ára landsliðsmann Serbíu sem er metinn á um 20 milljónir punda en ítalska félagið mun vera tilbúið að láta framherjann Klaas-Jan Huntelaar upp í kaupverðið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×