Enski boltinn

Enn syrtir í álinn hjá Portsmouth

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth sitja sem fyrr einir og yfirgefnir á botni ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Liðið tapaði í kvöld fyrir Fulham, 1-0. Það var Jonathan Greening sem skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu.

Portsmouth með 15 stig á botninum og fimm stig í næsta lið.

Fulham siglir að sama skapi lygnan sjó í tíunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×