Grant ósáttur með svikin loforð - hættir þó ekki Ómar Þorgeirsson skrifar 3. febrúar 2010 09:30 Avram Grant. Nordic photos/AFP Knattspyrnustjórinn Avram Grant hjá botnliði Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni er allt annað en sáttur með forráðamenn félagsins þessa dagana en þeir virðast hreinlega vera í tómu basli við að halda félaginu frá gjaldþroti. Grant segir að þó svo að ekki hafi verið staðið við það sem honum var lofað þá sé það ekki í hans eðli að gefast upp og hætta. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að taka þetta starf að mér var meðal annars sú að mér var lofað að ég þyrfti ekki að selja neinn leikmann í janúar og gæti bætt við fjórum nýjum leikmönnum. Það hefur augljóslega ekki gerst," segir Grant í viðtali við The Guardian. Portsmouth seldi varnarmanninn Younes Kaboul til Tottenham á 5 milljónir punda og markvörðinn Asmir Begovic til Stoke á 3,25 milljónir punda en stjórn ensku úrvalsdeildarinnar hirti meira en 2 milljónir punda af þessum sölum til þess að setja upp í ógreiddar skuldir Porstmouth vegna kaupa á Glen Johnson og Tommy Smith frá Chelsea og Watford á sínum tíma. Forráðamenn Portsmouth náðu heldur ekki að borga 9 milljón punda greiðslu sem komin var á gjalddaga til Alexandre Gaydamak, fyrrum eiganda félagsins, en félagið skuldar honum 30 milljónir punda í heildina. Hann mun þó ekki neyða Portsmouth til þess að fara í greiðsluþrot þar sem hann á meiri möguleika á að fá skuldina greidda ef félagið heldur rekstri áfram. Þá hefur verið greint frá því að Portsmouth hefur í fjórgang á þessu tímabili mistekist að greiða leikmönnum sínum og öðrum starfsmönnum laun á réttum tíma en enn hefur félagið ekkert greitt fyrir janúarmánuð. Það er því ljóst að vinnuumhverfi Grant er ekki eftirsóknarvert en hann kveðst ætla að halda áfram að berjast við að hjálpa félaginu til þess að bjarga sér frá falli. „Ég er ekki vanur að gefast upp og tek á vandamálunum þegar þau koma fram. Ég er hins vegar svekktur með svikin loforð," segir Grant. Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Knattspyrnustjórinn Avram Grant hjá botnliði Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni er allt annað en sáttur með forráðamenn félagsins þessa dagana en þeir virðast hreinlega vera í tómu basli við að halda félaginu frá gjaldþroti. Grant segir að þó svo að ekki hafi verið staðið við það sem honum var lofað þá sé það ekki í hans eðli að gefast upp og hætta. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að taka þetta starf að mér var meðal annars sú að mér var lofað að ég þyrfti ekki að selja neinn leikmann í janúar og gæti bætt við fjórum nýjum leikmönnum. Það hefur augljóslega ekki gerst," segir Grant í viðtali við The Guardian. Portsmouth seldi varnarmanninn Younes Kaboul til Tottenham á 5 milljónir punda og markvörðinn Asmir Begovic til Stoke á 3,25 milljónir punda en stjórn ensku úrvalsdeildarinnar hirti meira en 2 milljónir punda af þessum sölum til þess að setja upp í ógreiddar skuldir Porstmouth vegna kaupa á Glen Johnson og Tommy Smith frá Chelsea og Watford á sínum tíma. Forráðamenn Portsmouth náðu heldur ekki að borga 9 milljón punda greiðslu sem komin var á gjalddaga til Alexandre Gaydamak, fyrrum eiganda félagsins, en félagið skuldar honum 30 milljónir punda í heildina. Hann mun þó ekki neyða Portsmouth til þess að fara í greiðsluþrot þar sem hann á meiri möguleika á að fá skuldina greidda ef félagið heldur rekstri áfram. Þá hefur verið greint frá því að Portsmouth hefur í fjórgang á þessu tímabili mistekist að greiða leikmönnum sínum og öðrum starfsmönnum laun á réttum tíma en enn hefur félagið ekkert greitt fyrir janúarmánuð. Það er því ljóst að vinnuumhverfi Grant er ekki eftirsóknarvert en hann kveðst ætla að halda áfram að berjast við að hjálpa félaginu til þess að bjarga sér frá falli. „Ég er ekki vanur að gefast upp og tek á vandamálunum þegar þau koma fram. Ég er hins vegar svekktur með svikin loforð," segir Grant.
Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira